Mikill fjöldi fyrirtækja mikið brotlegri en Jón Ásgeir

Ég held að dómarar Hæstaréttar hafi ekki gert sér grein fyrir afleiðingum þess að fella svona dóm yfir svo litlu tilefni sem notað var til að friða saksóknara með dómfellingu yfir Jóni Ásgeiri (J.Á.J).

Mikill fjöldi íslenskra fyrirtækja er í raun mikið brotlegri við bókhaldslög en sem nemur einum reikning, eins og mun vera í tilfelli J.Á.J. Mikil vanhöld eru á því að gefnir séu út löglegir sölureikningar við ýmsar sölur hér á landi. Á löglegum sölureikning á að vera tilgreint hvaða hlut er verið að kaupa, en í flestum tilvikum stendur einungis óskiljanleg talnaruna, eða eitthvað óskiljanlegt á reikningnum, þannig að eftir nokkrar vikur ertu búinn að gleyma hvað það var sem keypt var samkv. "þessum" reikning. Þetta er bæði brot á bókhaldslögum og söluskráningu samkv. virðisaukaskattslögum.

ALLIR kvótasalar eru brotlegir gagnvart bókhalds- og virðisaukaskattslögum, vegna sölu á óveiddum fiski í sjónum (kallað kvótaleiga eða kvótasala). Söluaðili verður að gæta þess að seljandinn hafi eignarforræði yfir því sem hann er að selja. En svo vill til að ENGINN söluaðili kvóta hefur eignarforræði eða söluheimild yfir því aflamagni sem þeir hafa einungis nýtingarheimild fyrir.

Þar til viðbótar er sala á fiski virðisaukaskattskyld frá ársbyrjun 1994. En allt frá þeim tíma hafa söluaðilar óveidds fisks aldrei skilað virðisaukaskatti af öllum þeim þúsundum tonna af fiski (í raunverulegri sameign þjóðarinnar), sem þeir hafa með ólögmætum hætti selt og tekið andvirðið í sína vörslu, þegar þeir framselja (afhenda öðrum) aflaheimildir.

Hingað til hafa seljendur óveidds fisks skotið sér bak við það að ekki sé tilgreindur virðisaukaskattur á  þeim ólögmætu pappírum sem kvótasalinn gefur út við söluna. Um það er þetta að segja.

Sala á fiski er virðisaukaskattskyld. Þess vegna ber að tilgreina virðisaukaskatt með einingaverði (kílóverði) kvóta. Í lögum um virðisaukaskatt segir hins vegar, að ef við tilgreiningu verðs á virðisaukaskattskyldri vöru, er ekki tekin fram upphæð virðisaukaskatts til viðbótar verðinu, er virðisaukaskatturinn innifalinn í uppgefnu verði.

Allir sem keypt hafa kvóta, vita að virðisaukaskattur er ekki gefinn upp til viðbótar verði, sem segir, að þar sem verið er að tilgreina verð á virðisaukaskattskyldri vöru, er sá skattur innifalinn í verðinu.  Söluaðilarnir hafa hins vegar ALDREI skilað ríkissjóði þessum skatti, heldur stungið honum í eigin vasa.

Já þetta er einungis lítið brot af öllum þeim lögbrotum sem framin eru við sölu á óveiddum fiski í sjónum, skráningu Fiskistofu á þessum ólögmætu viðskiptum og ólögmætri heimild Ríkisskattstjóra fyrir því að útgerðarfyrirtæki skrái þessa ólögmætu kaup sem eignarþátt í bókhaldi fyrirtækja sinna. Þarna eru framin lögbrot uppá marga tugi milljarða, undir verndarvæng Fiskistofu, Ríkisskattstjóra, Fjármálaráðherra og Alþingis, og  áreiðanlega með vitund dómara við Hæstarétt. 

Svo fella þessir blessuðu menn í Hæstarétti dóm vegna eins reiknings, upp á afar lága upphæð í samhengi við það sem hér hefur verið reifað; reiknings sem ágreiningur virðist um hvort hafi í raun verið lögmætur, eða ekki.

Allir eiga að vera jafnir fyrir lögunum. Ef það atriði sem er forsenda dómsins yfir J.Á.J. er ástæða brottvikningar hans úr opinberum stjórnum fyrirtækja sinna, er ljóst að miklar hreinsanir eru framundan í Íslensku viðskipta- og skattaumhverfi á komandi vikum og mánuðum.

Við skulum fylgjast vel með.      


mbl.is Jón Ásgeir þarf að víkja úr stjórn Baugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

..þetta er eiginlega of ótrúlegt til að vera satt..

Óskar Arnórsson, 7.6.2008 kl. 00:59

2 Smámynd: Landfari

Ekki trúi ég því að þú vilkur að menn séu síknaðir, bara af því það kæmi sér illa fyrir þá að vera dæmdir sekir.

Hverjir yrðu þá dæmdir sekir? Erlendir glæpamenn sem hafa það betra í fangelsi hér en frjálsir í sínu heimalandi?

Landfari, 9.6.2008 kl. 22:29

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nei Landfari! Við getum pantað pizzu og fengið hana heimsenda, og svo er fólk sem finnst of dýrt að flækja málið meira, og svo kemur pöntun frá Dabba kóng á einhvern dóm á strákana, og þá sleppa þeir við að borga skaðabætur..einfalt mál. Skilur þú ekki Landfari, að Íslenska Ríkið verður að spara með öllum ráðum!

Óskar Arnórsson, 9.6.2008 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband