6.6.2008 | 23:56
Eru menn jafnir fyrir lögunum?????????????
Er það ekki merkilegt á að horfa, að saksóknari og ríkisvaldið skuli leggja hundruði milljóna í að leita að sakarefnum og hundelta í dómskerfinu, mann sem í áraraðir hefur lagt sig í líma við að bjóða þjóðinni lægsta vöruverð sem fæst í landinu. En á sama tíma skuli þessir sömu aðilar, saksóknari og ríkisvaldið ganga fram fyrir skjöldu og verja þá aðila sem leggja sig í líma við að rífa niður og eyðileggja atvinnulíf og lífskjör í sjávarbyggðum í kringum landið, og svæla lífsbjörgina frá þessum svæðum með peningagjöfum til þeirra sem fengið hafa ókeypis úthlutað aflaheimildum til atvinnusköpunar í þessum byggðarlögum.
Þetta allt er til verulegrar smánar fyrir alla þá aðila sem í áraraðir hafa stungið höfðinu í sandinn og látið arðræna þjóðina um tugi, ef ekki hundruði milljarða, en á sama tíma beitt öllu afli saksóknar og réttarkerfis til að knésetja þá einstaklinga sem skapað hafa þá lífskjarabót sem þjóðin hefur upplifað í lægra vöruverði undanfarin ár. Kaupmáttaraukningin er ekki ríkisstjórninni að þakka. Hún er því að þakka að Bónus hefur haldið niðri vöruverði í landinu og með því bætt lífskjör almennings.
Ég mun fjalla meira um þetta síðar, þegar ég hef tínt betur saman óforskömmugheitin sem annars vegar hefur verið beitt gegn Baugs-fjölskyldunni og hins vegar gegn fólkinu í sjávarbyggðum landsins.
Sameiginlega eru þetta áreiðanlega ljótustu hryðjuverk Íslandssögunnar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Vefurinn, Viðskipti og fjármál | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 165769
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Það verður fróðlegt að sjá pistla um þetta merkilega mál hjá þér. Takk fyrir góðan pistil. Gæti þetta virkilega gerst í nokkru öðru landi enn hér? Kannski Burma, Norður Kóreu..Súdan..
Óskar Arnórsson, 7.6.2008 kl. 01:03
Sæll Óskar. Ég mundi orða þetta þannig að svona gerist varla og teljist alls ekki eðlilegt í siðuðu lýðræðissamfélagi en stjórnmálamenn okkar stefni greinilega að nýjum viðmiðum, við þau lönd sem þú nefnir.
Með kveðju. G.J.
Guðbjörn Jónsson, 7.6.2008 kl. 14:41
ég ætti nú að sýna þér eitt stórmerkilegt mál Guðbjörn! Er með það í rafrænu formi og á diskum. Eitt svona mál sem alveg með ólíkindum..ertu með eitthvað mail?
Óskar Arnórsson, 7.6.2008 kl. 15:13
Já ég er með "gudbjornj@internet.is"
Guðbjörn Jónsson, 7.6.2008 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.