Eru menn jafnir fyrir lögunum?????????????

Er það ekki merkilegt á að horfa, að saksóknari og ríkisvaldið skuli leggja hundruði milljóna í að leita að sakarefnum og hundelta í dómskerfinu, mann sem í áraraðir hefur lagt sig í líma við að bjóða þjóðinni lægsta vöruverð sem fæst í landinu. En á sama tíma skuli þessir sömu aðilar, saksóknari og ríkisvaldið ganga fram fyrir skjöldu og verja þá aðila sem leggja sig í líma við að rífa niður og eyðileggja atvinnulíf og lífskjör í sjávarbyggðum í kringum landið, og svæla lífsbjörgina frá þessum svæðum með peningagjöfum til þeirra sem fengið hafa ókeypis úthlutað aflaheimildum til atvinnusköpunar í þessum byggðarlögum.

Þetta allt er til verulegrar smánar fyrir alla þá aðila sem í áraraðir hafa stungið höfðinu í sandinn og látið arðræna þjóðina um tugi, ef ekki hundruði milljarða, en á sama tíma beitt öllu afli saksóknar og réttarkerfis til að knésetja þá einstaklinga sem skapað hafa þá lífskjarabót sem þjóðin hefur upplifað í lægra vöruverði undanfarin ár. Kaupmáttaraukningin er ekki ríkisstjórninni að þakka. Hún er því að þakka að Bónus hefur haldið niðri vöruverði í landinu og með því bætt lífskjör almennings.

Ég mun fjalla meira um þetta síðar, þegar ég hef tínt betur saman óforskömmugheitin sem annars vegar hefur verið beitt gegn Baugs-fjölskyldunni og hins vegar gegn fólkinu í sjávarbyggðum landsins.

Sameiginlega eru þetta áreiðanlega ljótustu hryðjuverk Íslandssögunnar.        


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það verður fróðlegt að sjá pistla um þetta merkilega mál hjá þér. Takk fyrir góðan pistil. Gæti þetta virkilega gerst í nokkru öðru landi enn hér? Kannski Burma, Norður Kóreu..Súdan..

Óskar Arnórsson, 7.6.2008 kl. 01:03

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Óskar.  Ég mundi orða þetta þannig að svona gerist varla og teljist alls ekki eðlilegt í siðuðu lýðræðissamfélagi en stjórnmálamenn okkar stefni greinilega að nýjum viðmiðum, við þau lönd sem þú nefnir.

Með kveðju. G.J. 

Guðbjörn Jónsson, 7.6.2008 kl. 14:41

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

ég ætti nú að sýna þér eitt stórmerkilegt mál Guðbjörn! Er með það í rafrænu formi og á diskum. Eitt svona mál sem alveg með ólíkindum..ertu með eitthvað mail?

Óskar Arnórsson, 7.6.2008 kl. 15:13

4 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

 Já ég er með "gudbjornj@internet.is"

Guðbjörn Jónsson, 7.6.2008 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 165769

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband