Fyrir hvern var það óheppilegt???

Sigurði Kára finnst óheppilegt að Ingibjörg Sólrún gefi frá sér yfirlýsingu vegna niurstöðu Hæstaréttar í Baugsmálinu. Hann getur þess hins vegar ekki fyrir hvern það sé óheppilegt að Ingibjörg tjái sig um þetta.

Kannski eiga þessi ummæli hans að túlka, að það sé óheppilegt að samstarfsflokkur í ríkisstjórn skuli tjá sig um eitt af stóru axarsköftunum sem forystu Sjálfstæðisflokksins hefur orðið á í stjórnmálasögu okkar.

Nokkuð merkilegt, í ljósi þess að Sjálfstæðismenn hafa verið vanir að halda vel til haga því sem þeir kalla klúður vinstri manna, en þegar ofsókn þeirra sjálfra á hendur fáeinum einstaklingum í einni fjölskyldu, dæmist í Hæstarétti sem vindhögg, sem kostaði þjóðina samt mörg hundruð milljónir, þá er óheppilegt að á það sé minnst af formanni annars af stærstu stjórnmálaflokkum landsins.

Ef ályktunarhæfni hans og dómgreind er ekki meiri en þetta, er kannski hægt að velt fyrir sér hver hafi unnið fyrir hann lokaverkefnið í lögfræði; eða þarf kannski ekki meira en þetta til að ná lögfræðiprófi??             


mbl.is Sigurður Kári: Yfirlýsing ráðherra óheppileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

herru gói minn þú hlítur að sjá það í hendi þér að þegar ráðamenn, alveg sama í hvaða flokki þeir eru, eru farnir að tjá sig um eitt einstaka dómsmál þá er voðinn vís. jú sjáðu til, allt sem stendur í stjórnarskráni um aðskilnað framkvæmdar-dóms og löggjafarvalds sem segir okkur það að leppalúðar og jólasveinar neðan af austurvelli eiga að steinhalda kjafti um þá hluti sem hinir viðhafast já eða nema ef vera skildi með lagabreytingum og slíku.

Halldór (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 14:10

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Nú það má kannski rifja upp að Sigurði Kára þótti sjálfsagt á sínum tíma að Björn Bjarnason tjáði sig um sama mál.  Annars var Ingibjörg Sólrún ekki að tjá sig um dóminn sem slíkan, eins og Lúðvík Bergvinsson bendir á, heldur meðferð valds.

Marinó G. Njálsson, 7.6.2008 kl. 14:20

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Halldór!   Ingibjörg var nú ekki að tjá sig um dómsmálið sem slíkt, heldur hvað ákæruvalið og pólitíkin gæti lært af þessum rándýru mistökum. Takk fyrir innskotið.

 Sæll Marinó!   Þetta er rétt hjá þér með Sigurð Kára og B. B.  Þeim þótti heldur ekkert athugavert við það hvernig Davíð  tjáði sig á sínum tíma.  Það er einhver vegin eins og Sjálfstæðismenn séu haldnir einhverri einstefnuskynjun; þeir skynji ekki það sem þeir segja sjálfir en verða ofurviðkvæmir ef andað er í átt til þeirra.   Takk fyrir innlitið.

Guðbjörn Jónsson, 7.6.2008 kl. 14:34

4 identicon

Takk herrar fyrir skrifin í þessu sambandi. Ályktunarhæfni og dómgreind eins og Guðbjörn orðar það virðist vera einstakt fyrirbæri í Valhallargöngum.

ee (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 14:35

5 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ég hefði haldið að vegna langrar rannsóknar og réttarmeðferðar á Baugsmálinu, yrðu sakborningarnir í málinu sýknaðir...Að ráðherrar eða stjórnmálamenn eiga að halda sér saman og ekki segja álit sitt er út úr öllu korti...Auðvitað eiga alþingismenn og ráðherrar að tjá sig þegar þeir eru spurðir.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 7.6.2008 kl. 15:09

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Já svona er nú það: sumum leyfist það sem öðrum er meinað. Svo telja þessir herramenn sig okkur trú um að þeir séu talsmenn tjáningafrelsis og mannréttinda. Er það kannski aðeins ef það kemur Sjálfstæðisflokknum að gagni?

Þeir sömu hafa troðið láglaunahópum landsins með óvægilegri skattastefnu. Allt er skattlagt sem kemur láglaunahópum að gagni. Ef það eru stóriðjumenn sem eiga í hlut þá eiga þeir von á hálfsmilljarða glaðning á ári sbr. þegar framleiðslugjaldinu var fleygt fyrir róða í fyrrasumar á Alþingi Íslendinga. Sjá nánar:

Er stóriðjan með íslensku ríkisstjórnina í vasanum?

http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/562154/

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 7.6.2008 kl. 15:36

7 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

knús úr sól og hita í Danmörkinni góðu

Guðrún Jóhannesdóttir, 7.6.2008 kl. 16:16

8 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæl Guðrún Magnea!  Og takk fyrir innlitið.  Þú segist hafa talið að Baugsmenn yrðu sýknaðir. Ef dómskerfið hefði staðið sig og sýnt réttlæti og sjálfstæði gagnvart framkvæmdavaldinu, eru yfirgnæfandi líkur á að þeir hefðu verið sýknaðir.

Á það ber hins vegar að líta, að Baugsmenn og fyrirtæki þeirra, voru búin að tapa óhugnanlega miklum fjármunum og trúverðugleika meðan þessi aðför stóð yfir. EF dómstólar, og nú síðast Hæstiréttur,  hefði sýknað þá að öllu leiti, hefði opnast skýr og ótvíræður réttur þeirra til skaðabóta, sem líklega hefðu numið mörgum tugum milljarða. Það bendir því allt til þess að enn einu sinni hafi dómskerfið vikið eðlilegu réttlæti til hliðar til að draga úr smán Sjálfstæðismanna; því þangað liggja þræðir margra valdamanna réttarfars og framkvæmdavalds.

En þetta mun allt skýrast þegar búið verður að tína saman þræðina.  Það er líka athgylisvert að sjá að þó Baugsmenn tækju fyrirtæki sín úr Kauphöllinni, héldu hlutabréf á Íslandi áfram að hækka margfallt meira en á öllum öðrum stöðum í heiminum, þó ekkert fyrirtækja í Kauphöllinni væri að gera neitt sérstakt í rekstri eða vexti tekjuöflunar. Ekki var Jón Ásgeir að svindlplotta með þau hlutabréf sem ollu öllum þeim hækkunum. Þá er einnig eftir að skoða og upplýsa um alla þá útlánapappíra bankanna sem innihalda gríðarlegar fjárhæðir, sem tryggð eru með veði í hlutabréfum sem hlotið höfðu verulega en innistæðulausa hækkuðum, sem nú er öll löngu fokin út í veður og vind og bankarnir því líklega með ævintýralegar fjárhæðir í ótryggðum útlánum.

Ég lít svo á, að fyrst öllu afli saksóknaraembættisins tókst ekki að rökstyðja með óumdeildum hætti nein sakarefni á hendur Jóni Ásgeiri, með því að hundelta hann í áraraðir, megi hugsanlega líta svo á að Jón Ásgeir sé með heiðarlegustu viðskiptamönnum okkar samtíðar.

Ég tel að vestrænn viðskiptaheimur muni ekkert breyta áliti sínu eða samskiptum við Jón Ásgeir vegna þessa dóms, en Íslenskt réttarfar hefur vandlega auglýst pólitískt undirlægi sitt og aumingjaskap, með því að klína þessum minnsta mögulega dómi á Jón Ásgeir, vegna meintra saka sem þó er mikill vafi á að séu rökrétt, eingöngu til að reyna að draga úr rétti hans til skaðabóta.

Guðjón!  Takk fyrir innlitið og innslagið. Ég er sammála því sem fram kemur hjá þér. 

Guðbjörn Jónsson, 7.6.2008 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 164805

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband