9.6.2008 | 14:57
Getum við bjargað áliti umheimsins á mannréttindum í landi okkar???
Ég hef að vísu ekki enn lesið þetta svar stjórnvalda frá orði til orðs, en er búinn að vista það til nákvæms lestrar. Af fréttum að dæma virðist óskiljanlegs hroka gæta í svarinu, þar sem stjórnvöld ákveða að fara ekki að skuldbindandi ákvæðum varðandi úrskurðinn, þ. e. að greiða þolendum bætur.
Vakin hefur verið athygli á því að þegar mál þetta var til umfjöllunar hjá nefndinni, samþykktu stjórnvöld fyrirtöku nefndarinnar, með því að grípa til varna, líkt og gerist í dómsmálum. Nefndinni var sendur rökstuðningur stjórnvalda fyrir því að stjórnkerfi fiksveiða væri eins og það er. Þeir fluttu vörn málsstaðar síns með öllum þeim rökum sem tiltæk voru. Frá því gagnasöfnun nefndarinnar lauk, hafa nánast engar breytingar orðið á fiiskveiðstjórnarkerfinu. Nefndin hafði því, áður en hún kvað upp úrskurð sinn, öll rök stjórnvalda til stuðnings kerfinu. Nefndin er ekki að fara að taka málið fyrir aftur, til efnislegrar ákvörðunar. Þess vegna er undarlegt að heyra að stjórnvöld séu nú að senda nefndinni álitsgerð sína varðandi forsendur úrskurðarins.
Í svarinu er boðað hið stórmerkilega - "að efnt verði til allsherjarskoðunar á fiskveiðistjórnunarkerfinu í náinni framtíð með breytingar í huga þannig að komið verði til móts við kröfur nefndarinnar eftir því sem unnt er."
Nákvæm hliðstæða af þessu væri, að maður sem dæmdur hefði verið af viðurkenndum dómstól fyrir nauðgun, ritaði dómnum bréf og segðist í framtíðinni fyrirhugaði hann að gera allsherjarskoðun á framferði sínu með breytingar í huga þannig að komið verði til móts við kröfur dómsins eftir því sem unnt er. Hann muni hins vegar ekki greiða skaðabætur eða á annan hátt bæta miskaþola stöðu sína.
Ég spyr því í þessu ljósi: Hvernig ætlar Alþingi Íslendinga að framfylgja mannréttindum í framtíðinni, ef þetta er viðhorf þeirra til úrskurðar, sem jafngildur er dómi, þar sem þeir viðurkenndu fyrirtökuna og gripu til varna.
Breyting á framkvæmd fikveiðistjórnunar er hvorki seinlegt né vandasamt. Úthlutun aflaheimilda, eins og hún er og hefur verið framkvæmd, er ekki í samræmi við lög eða aðrar heimildir Alþingis. Grunnregla um úthlutun aflaheimilda hefur einungis einu sinni komið til samþykktar á Alþingi. Það var í fylgiskjali með fyrsta lagafrumvarpi um stjórn fiskveiða. Sú regla, sem er sú eina sem hefur lagastoð, er að hverju sinni skuli úthluta hverju skipi aflaheimild í samræðmi við veiðureynslu þess undangengin þrjú ár.
Svokölluð "varanleg aflahlutdeild" (stundum kallað fastur kvóti, varanlegur kvóti, eða eignarkvóti), hefur aldrei haft lagastoð og því verið úthlutað utan allra heimilda Alþingis. Ímynduð réttarstaða gagnvart þeirri reglu er því ekki til. Ég hef oft sýnt greinilega fram á þessa þætti og endurtek það ekki frekar að sinni.
Þá má benda á að í lögum um fiskveðistjórnun er heimild til að "framselja" veiðiheimildir. Íslenska orðið að "framselja", þýðir að AFHENDA; sem er algjörlega óskylt hugtakinu og orðinu að SELJA. Þú getur afhent eitthvað sem þú átt ekki, ef það er með samþykki eiganda, en þú getur ekki selt.
Til þess að geta með lögformlegum hætti SELT, þarf viðkomandi að vera ótvíræður eigandi þess sem verið er að selja. Slíku er ekki til að dreifa um handhafa aflaheimilda, því skýrt er tekið fram í 1. gr. laga um stjórn fiskveiða, að úthlutuninni fylgji hvorki varanlegt forræði eða eignarréttur.
Enn einn þátturinn í framkvæmd fiksveiðistjórnunar sem ekki á sér neina lagastoð, er sala á einnota veiðiheimild, sem gengið hefur undir hinu sérkennilega nafni "kvótaleiga".
Í einfaldleika málsins er hægt að seja að ekki sé hægt að "leigja" fisk sem þú veiðir og selur, því þá getur þú ekki skilað leigusalanum aftur því andlagi sem þú leigðir. Þú ert því í orðsins fyllstu merkingu að KAUPA ákveðið magn af óveiddum fiski, sem þú svo selur til að greiða kostnað við veiðarnar og laun handa mannskap við veiðarnar.
EN, af hverju er þá verið að tala um LEIGU, fyrst þetta eru einfaldlega kaup á óveiddum fiski?
Það er einfallt. Frá ársbyrjun 1994, þegar matarskatturinn var settur á, varð fiskur virðisaukaskattsskyndur. Útgerðarmenn vildu komast hjá því að greiða virðisaukaskatt af öllum kvótasölum og fundu þá upp á því að segjast bara vera að leigja réttinn til veiðanna. Þeir sem lítið hugsa, kinkuðu kolli og tóku þetta sem rök. Meðal þeirra var Ríkisskattstjóri, sem án lagastoðar gaf út heimildir til að kvótaleiga væri undanþegin virðisaukaskatti, en gleymdi því jafnframt að ákvæðum varðandi skatta verður hvergi breytt annars staðar en á Alþingi.
Í ljósi þessarar löglausu vitleysu, hafa seljendur kvóta, svikist um að greiða ríkissjóði virðisaukaskatt af allri kvótasölu eða kvótaleigu; upphæð sem áreiðanlega nemur mörgum tugum milljarða. Þeir hafa reynt að skjóta sér undan þessu með því að segja að í verðinu á kvótanum sé ekki tilgreindur neinn virðisaukaskattur, þess vegna eigi þeir ekki að greiða hann. Þessi rök þeirra halda ekki, því í lögum um virðisaukaskatt er tekið fram að sé ekki sérstaklega tekið fram í uppgefnu verði á virðisaukaskattskyldri vöru, hver skatturinn er, sé hann innifalinn í uppgefnu verði.
Hér hefur einungis verið drepið á fáeina þeirra fjölmörgu brotaþátta sem látnir eru viðgangast við framkvæmd fiskveiðistjórnunar; þátta sem hvergi eiga sér stoð í lögum eða viðurkenndum reglum. Ég ætla ekki að hafa þetta meira að sinni. Það væri of langt mál að telja upp allt sem framkvæmt er í þessu sambandi, sem vantar allar laga- og reglustoðir fyrir.
Það erum við sem þurfum að pressa stjórnvöld til að virða lög og mannréttindi. Þau hafa greinilega ekki innbyggðan vilja til slíks, án utanaðkomandi þrýstings.
Svar sent til mannréttindanefndar SÞ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 111
- Frá upphafi: 165759
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 103
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Ekki meðan þessi ríkisstjorn situr.
Sigurður Þórðarson, 9.6.2008 kl. 23:50
Ég er búinn að lesa þennan "rökstuðning" stjórnvalda, annað hvort er ég heimskur eða ég hef ekki lesið þetta með "réttu" hugarfari (nema hvort tveggja sé), en ég gat ekki með nokkru móti skilið þetta. Fyrir það fyrsta gat ég ekki með nokkru móti séð hverju ætti að breyta, til þess að koma til móts við úrskurð nefndarinnar, í öðru lagi gat ég ekki betur séð en að þessi "rökstuðningur" væri aumt yfirklór, til þess að verja núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi og ekki gat ég lesið annað út úr þessu en að ekki stæði til að breyta einu né neinu og það væri bara verið að senda Mannréttindanefndinni langt nef.
Jóhann Elíasson, 10.6.2008 kl. 08:10
Þessi Ríkistjórn eða alla vega þeir sem ráða mest í henni eru gjörsamlega komnir út úr kortinu..
Óskar Arnórsson, 10.6.2008 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.