7.7.2008 | 11:31
Afar athyglisverð frétt
Þessi frétt er allrar athyglki verð. Þarna viðurkennir aðalbankastjóri Landsbankans að bankarnir sjálfir greiði lítið sem ekkert í tryggingasjóð innlána og að sjóðurinn sé líklega of lítill. En fari svo að að á hann reyni muni Seðlabanki viðkomandi lands taka lán til að greiða út tryggingabætur.
Með þessu er verið að segja að, eftir að áfallið er dunið yfir og tryggingabætur greiddar, muni skattgreiðendur og sparifjáreigendur þurfa að greiða niður lánið sem tekið var til að greiða tryggingarnar út, en eigendur og stjórnendur bankanna sitja að sínum auði óskertum, því bankinn var bara hlutafélag.
Er það þetta sem felst í ábyrgðinni sem stjórnendur banka segjast bera og þeir eru taldir þurfa ofurhá laun til að bera alla þessa miklu ábyrgð????
Sjá ekki fleiri þessa hrópandi vitleysu sem í þessu felst, að láta bankana sjálfa ekki fjármagna þennan tryggingasjóð, svo hann standi traustlega undir þeirri ábyrgð sem hann á að bera??
Spyrja um öryggi sparifjár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Vefurinn, Viðskipti og fjármál | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Þara verð ég að viðurkenna fákunnáttu mína, hvað þetta varðar, hef bara aldrei heyrt á svona sjóð minnst fyrr en að mínu mati er full þörf fyrir svona sjóð hér á landi (þessi sjóður ætti að virka svipað og ábyrgðasjóður launa) og það væri sko full þörf fyrir sjóðinn núna, því eftir þeim upplýsingum sem ég hef, eru bankarnir síður en svo sterkir og væru ekki í stakk búnir til að greiða út "inneignir" ef þær aðstæður kæmu upp.
Jóhann Elíasson, 7.7.2008 kl. 13:43
Sæll Jóhann. Svona sjóður er til hérna, og hefur lengi verið til. Það hafa hins vegar engar umræður farið fram hér um þessi mál, þar sem allir aðalbankar landsins hafa verið ríkisbankar. Ég hef ekki kynnt mér nýlega hve háa upphæð inneignar sjóðurinn tryggir nú, en miðað við það sem var, tel ég víst að hann tryggi inneignir alls almennings, þó stórinneignir yrðu ekki bættar að fullu.
En það er ástæða til að fólk kynni sér þessi mál og afli sér upplýsinga um tryggingasjóð innlána hjá bönkunum.
Guðbjörn Jónsson, 7.7.2008 kl. 14:12
Þakka þér fyrir þessar upplýsingar, eins og áður sagði þá vissi ég ekki að þessi sjóður væri til en þetta hlýtur að vekja upp þá spurningu, ásamt fleiru, hvers vegna er verið að borga bankastjórum og stjórnendum bankanna þessi gríðarlega háu laun ef þessi svokallaða "ábyrgð" þeirra er ekki svo mikil þegar á reynir?
Jóhann Elíasson, 7.7.2008 kl. 15:28
Góð spurning Jóhann. Í raun virðast þeir bera minni ábyrgð en konan í frystihúsinu, sem tínir orma úr fiskflaki, því ef hún vinnur illa á hún á hættu að verða rekin. Bankastjórar hafa hins vegar lengi stundað það að lána út peninga sem þeir eiga ekki sjálfir, en hafa til umsýslu og ávöxtunar fyrir aðra. Þessi lán veita þeir án þess að sannreyna möguleika lántakans til að endurgreiða lánið. Einnig vanrækja þeir í miklum mæli að hafa haldbærar tryggingar fyrir þessum útlánum sínum; sem einna best hefur nú komið í ljós nýlega, þegar upplýst var að fasteignafélagið Nýsir, skuldaði nálægt 50 milljörðum, og þar af voru meira en 10 milljarðar án nokkurra trygginga. Af fréttunum mátti ráða að bankamenn værum búnir að sætta sig við þetta og væru að leita leiða til að jafna tapinu á milli sín og sættast á hlutagreiðslur. Við, sem greiðum lánin okkar, borgum svo tapið með hinum háu vöxtum sem bankarnir ákveða sjálfir, en kenna Seðlabankanum ranglega um.
Þarna var um að ræða frétt af umtalsverðum stórafglöpum bankamanna, en engin fréttastofa virðist hafa þorað að skoða málið frekar. Meðan við höfum enga fjölmiðla sem þora að takast á við hin stóru laga- og siðferðisafbrot í samfélagi okkar, getum við varla vænst þess að sjá fram á réttlæti og kærleika virka í raunveruleikanum.
Brýnum því fjölmiðlafólkið til dáða.
Guðbjörn Jónsson, 7.7.2008 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.