12.7.2008 | 12:11
Misskilningur hjá Guðna að lántaka sé brýnust.
Ég heyrði í Guðna Ágústssyni, formanni Framsóknarflokksins í sjónvarpinu í gærkvöldi. Þar talaði hann um að brýnast væri að Seðlabankinn tæki 500 milljarða lán núna, til að efla gjaldeyrissjóðinn. Þetta er mjög alvarlega mislesið í aðstæður í þjóðfélagi okkar.
Engar stórfjárfestingar eru á næsta leiti, sem kalli á mikla aukningu gjaldeyrisforða. Engin sérstök vá, er í sjónmáli og gjaldeyrisstaða Seðlabanka virðist í þokkalegu standi miðað við eðlilegar þarfir þjóðarbúsins.
Sú vá sem fyrir dyrum er, stafar á ógætni og barnaskap stjórnenda bankanna okkar. Birtist sú ógætni í gífurlegum erlendum lántökum, langt umfram það sem þjóðfélagstekjur geta borið. Og barnaskapurinn birtist í því að þeir lána þetta fjármagn út til kaupa á verðbréfum sem um langt tímabil (nokkur ár) höfðu hækkað í verði, langt upp fyrir raunvirði þeirra fyrirtækja sem þau voru skráð á.
Nú virðist komið í ljós að mikið af þessum útlánum hafi einnig verið án haldbærra trygginga, því í Fréttablaðinu í dag er fjallað um að vegna lækkunar verðbréfa í Kauphöllinni, sé ljóst að bankarnir verði að afskrifa yfir 80 milljarða á þessu og næsta ári. Ég hef á tilfinningunni að þessi tala sé enn vanmetin og muni fara langleiðina í að tvöfaldast áður en fer að glitta í jafnvægisumhverfi.
Brýnasta verkefni stjórnvalda nú, er að auka við myndun gjaldeyristekna sem hraðast, til þess að minnka svo sem hægt er samdrátt í þjónustustarfsemi. Það er ekki heilbrigð skynsemi fólgin í því að ætla lengur að taka erlend lán til að halda uppi þjónustustarfsemi, sem tekjur þjóðarbúsins geta ekki borið uppi. Það hefur þegar verið gert of lengi.
Aukning gjaldeyristekna verður hraðast og best keyrð upp með því að auka heimildir til þorskveiða um 70 - 100 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári, eða frá sept 2008 - ágúst 209. Á sama tíma mætti vinna markvisst og hratt að uppbyggingu og fjármögnun annarra gjaldeyrisskapandi starfssemi, sem stjórnendur bankanna hafa ekki sinnt um að rækta og efla. Líklega vegna þess að slíkt er langtímafjárfesting með nokkurra ára bið eftir gróða fjárfestanna. Slík langtímahugsun er hins vegar nauðsynleg í stærstu bankastofnunum hvers sjálfstæðs þjóðfélags, vilji það ekki vera stöðugt háð fjárframlögum frá erlendum aðilum.
Þjóðin þarf festu í landstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Vefurinn, Viðskipti og fjármál | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
HÆ!
Hvað ert þú að gera með stafina mína á skyrtunni þinni
gleymi þessu ekki hehehehehe
Guðrún Jóhannesdóttir, 12.7.2008 kl. 12:30
Það er leyndamál sem þarfnast þriðju gráðu yfirhreyrslu
Það er gott að sjá og heyra að þú lifðir fríið þokkalega af
Guðbjörn Jónsson, 12.7.2008 kl. 13:53
Þarna erum við á sama máli en ég ítreka það að ég held að viðskiptabankarnir standi mun verr en látið er af.
Jóhann Elíasson, 12.7.2008 kl. 15:32
Þegar maður gengur sveittur og snöggklæddur út í frostbyl, ofkælist og fær lungnabólgu þá er ekki veðrinu um að kenna. Það er heimsku þess snöggklædda að kenna.
"Sáuð þið hvernig ég tók hann piltar?" sagði Jón sterki forðum í leikritinu alþekkta. Útrásarvíkingar okkar voru á allra vörum og forsíðuefni flestra dagblaða um nokurra ára skeið. Og ármenn frjálshyggjunnar hældust um. Þarna hafði sannast að þegar klókir og djarfir athafnamenn fengju tækifæri til að slá í gegn lausir úr fjötrum forræðishyggju vinstri sinnaðra glópa væri komið upphaf að blómaskeiði samfélagsins.
"Nú skelfur allur Vatnsdalur fyrir mér" var haft eftir Birni ríka á Löngumýri þegar hann ók jeppa sínum á sáttafund í Áshreppi. Danskir og breskir fjármálagreinendur gátu ekki orða bundist þegar íslensku glóparnir "keyptu" hvert fyrirtækið af öðru á erlendri grund og töldu sig vera arftaka stríðsmannsins Hannibals. Þeir hæddust að þessum vitleysingum sem töldu sig vera að leggja undir sig allan heiminn og það "í hvelli!" Þeir spáðu illa fyrir þessu og töldu að endirinn væri skammt undan við óbreytt vinnulag.
"Öfund!" sögðu íslensku fíflin.
Fífl er ekki vinsælt orð í rökræðum. En fífl er gott og gilt íslenskt nafnorð sem lýsir afar glöggt því sem það á við. Svo mikil fífl reyndust þessir oflátungar útrásarinar að þeir kepptust við að greiða sjálfum sér ofurlaun í formi allskyns uppbótar sem enginn skildi.
Og nú eru þessi fífl öskrandi á hjálp frá okkur skattgreiðendum. Hjálp til að bjarga sér úr ógöngunum sem þeim hafði verið spáð að þeir stefndu í.
En greiningardeildir frjálshyggjunnar á Íslandi segja að þetta vesen sé ekki fjármálaséníunum okkar að kenna. Nei, þetta er allt saman því að kenna að bandarískir húslánasjóðir fóru að braska með pappírsvöndla!
Engum dettur í hug að íslenskir stjórnmálamenn séu ábyrgir fyrir neinu. Enginn virðist sjá að það voru þeir sem fléttuðu íslenskri þjóð hálsfesti úr fíflum.
Sjálfstæðisflokkurinn ber þarna höfuðábyrgð, eða öllu heldur kjósendur sem hafa margir hverjir meiri áhyggjur af framhjáhaldi leikara í L A og úrslitum í bandarískum körfuboltaleik en smámunum eins og fávitalegri fiskveiðistjórn sem búin er að kosta þjóðina þúsundir milljarða!
Árni Gunnarsson, 13.7.2008 kl. 11:04
Þetta er mjög góð sjúkdómsgreining hjá þér Árni. Takk fyrir innlitið
Guðbjörn Jónsson, 13.7.2008 kl. 13:16
Árni er alvöru efnahagslegur Landlæknir! Takk fyrir góðan pistil Guðbjörn, og þér Árni fyrir aldeilis frábært komment! Ég get ekki bætt við neinu þarna. Enda þið augljósir ofjarlar mínir á þessu sviði...Ég er að reyna að koma þessu í Aftonbladet og þetta er of lýgilegt til að vera satt! Svo þarf að þýða allt, og það tekur tíma..
Óskar Arnórsson, 13.7.2008 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.