Hvað gera þeir við fólkið úr höfuðstöðvunum??

Í frétt Mbl. kemur fram að einungis 75 manns vinni í öllum útibúum SPRON, en 175 manns vinni í höfuðstöðvunum.

Þegar sameining/yfirtaka verður að veruleika renna höfuðstöðvar SPRON inn í höfuðstöðvar Kaupþings. Varla verður þörf fyrir allt þetta fólk til Kaupþings, þó verkefni SPRON færist þangað yfir. Væri það svo, væri kúfurinn af hagræðingunni fokin út í buskann.

En tölurnar um starfsmannafjöldann vöktu athygli mína. Þegar ég var í hagdeild banka (fyrir rúmum 20 árum) vorum við í "höfuðstöðvunum" mikið færri en fólkið í þjónustudeildunum (útibúunum). Við vorum tæpur helmingur af fjölda fólksins í útibúunum.

Nú er þetta greinilega orðið breytt. Samkvæmt tölunum sem Mbl. gefur upp, er útibúafólkið hjá SPRON innan við 50% af fjölda starfsfólks í höfuðstöðvum. Varla getur þetta verið æskileg þróun með tilliti til vaxtalækkunar?      


mbl.is Segir rangt farið með um uppsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessar tölur segja okkur að Spron sé illa rekið fyrirtæki af Guðmundi Haukssyni. Væntanlega verður flestu starfsfólki höfuðstöðvanna sagt upp og útibúum lokað. Ég treysti fullyrðingum Agnesar Bragadóttur mun betur an því sem hinn ótrúverðugi Guðmundur Hauksson hefur um málið að segja.

Stefán (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 11:09

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Auðvitað er ekki nokkur spurning að einhverjum verður sagt upp, til hvers væri þessi sameining annars? Ég á nú ekki von á því að næstum öllum starfsmönnum SPRON verði sagt upp störfum en það er pottþétt að það verða nokkuð margir sem ekki fá 13 mánuðinn greiddan þetta árið. Er ekki eitthvað að stjórnun bankans þegar starfsmenn höfuðstöðvanna eru 2,33 sinnum fleiri en í útibúunum?

Jóhann Elíasson, 23.7.2008 kl. 11:16

3 identicon

Guðbjörn, kannski þú ættir að lesa fréttina áður en þú bloggar um hana, Guðmundur Hauksson neitar þessum starfsmannatölum, segir þær beinlínis rangar og kemur með allt aðrar tölur.

Gulli (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 11:57

4 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Gulli! Takk fyrir innlitið og kommentið.

Banki er stofnun sem drifin á að vera áfram af innlánum. Innlán koma í gegnum útibú og eru lánuð út aftur á hærri vöxtum. Höfuðstöðvar bankans getur tekið lán, t. d. erlend lán, til að auka umsvif sín. Í því augnamiði voru greinilega stofnuð, við höfuðstöðvar SPRON ýmis hliðarfélög, sem höfðu það að aðalstarfi að ávaxta lán sem bankinn tók sjálfur. Fjárfestingabankinn, Factoring og Verðbréf, eru í raun allt hagdeildarverkefni. Netbankinn er líklega rekinn frá útlánadeild hagdeildar.

Ég er ekki viss um að ég hafi misskilið mikið. En hafi svo verið, biðst ég velvirðingar á því, því í raun þykir mér dálítið vænt um SPRON. 

Guðbjörn Jónsson, 23.7.2008 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband