Ef við veltum fyrir okkur hugtakinu "verðtrygging" komum við að fjölmörgum spurningum, eins og þeim; hvað verið er að verðtryggja?
Í því tilfelli sem hér verður fjallað um, er verið að tala um svonenfnda verðtryggingu sparifjár og lánsfjár, sem ákveðin er með lögum frá Alþingi.
Þá er eðlilegt að spyrja fyrst. Af hverju er verið að verðtryggja " sparifé og lánsfé" umfram annað fé landsmanna? Er Alþingi i raun stætt á því að gera greinarmun á verðgildi gjaldmiðils þjóðarinnar, í innlendum viðskiptum milli þegna landsins?
Lítum á dæmi. Fyrir nokkrum árum keypti maður sér hús í bæjarfélagi úti á landi, þar sem atvinnulíf og mannlíf var í góðu jafnvægi. Húsið kostaði 20 milljónir og átti maðurinn 11 milljónir, sem hann lagði fram, en fékk 9 milljónir lánað hjá banka sínum og lífeyrissjóði. Við kaupin var hans fjármagn til kaupa á húsinu 55% af kaupverði, en lánsfé var 45%.
Fimm árum síðar gat hann enn fengið 20 milljónir fyrir húsið sitt, aðallega vegna þess að hann hafði lagt nokkurn pening í viðhald þess og húsið leit vel út. Með því að leggja þennan pening í viðhaldið, hafði honum sem sé tekist að viðhalda verðgildi þeirra 11 milljóna sem hann setti í húsið í upphafi,,,,? eða var það ekki svo.
Nei, staðan var ekki alveg slík. 9 milljónirna sem hann fékk lánaðar til húskaupanna virðast hafa verið öðruvísi krónur en krónurnar hans. Þessar 9 milljónir voru nú orðnar rúmar 12 milljónir. Þar með var lánveitandinn, sem 5 árum fyrr hafði lánað fyrir 45% af kaupverði hússins, orðinn 60% eigandi að húsinu. Kaupandinn, sem við kaupinn hafði lagt fram sínar krónur til kaupanna og þá eignast 55% í húsinu, átti nú einungis 40% í eigninni. Þetta hafði gerst þrátt fyrir að hann hefði greitt allar afborganir af lánum, ásamt umsömdum vöxtum. Hver gat ástæða þessa verið?
Þegar að var gáð, kom í ljós að aðalástæða þessarar hækkunar á 9 milljóna lánunum, var sú að bankar og aðrar lánastofnanir þurftu að koma út á markaðinn fjármagni sem þeir höfðu tekið að láni erlendis, svo þeir fengu vaxtagreiðslur af peningunum. Þeir komu því af stað spennu verðhækkana á húsnæði í Reykjavík og höfuðborgarsvæðinu, og tilkynntu á sama tíma um hækkun á veðhlutfalli, þannig að á tímabili fór það alveg upp í 100%. Með þessari aðgerð afrekuðu bankarnir eftirfarandi: - Þeir juku útlán sín, þvert ofan í tilmæli Seðlabanka og ríkisstjórnar, sem vildu draga saman útlán. - Þeir komu af stað skriðu verðhækkana af ýmsum toga; þar á meðal mikilli verðhækkun á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Allar þessar hækkanir, sem fyrst og fremst einkenndu höfuðborgarsvæðið, hækkuðu neysluvísitöluna, sem aftur hækkaði skuldir allra landsmanna.
Af þessu má ljóst vera að forsendur laga fyrir útreikningi verðtryggingar, á grundvelli neysluvísitölu, standast ekki jafnræðisákvæði stjórnarskrár. Af dæminu hér að framan, sem ekki er einsdæmi, kemur glöggt fram að íslenskar krónur eins aðila, sem eiga að vera jafn verðmætar og krónur lánveitendanna, eru gerðar upptækar til að færa lánveitandanum hækkun eigna hans, sem til er orðin vegna hækkana kostnaðarliða utan hans búsetu- atvinnu- og athafnasvæðis. Þetta er mjög alvarleg árás á fjárhag einstaklings, þar sem 15% af eignarþætti hans í íbúðarhúsi hans, eru samkvæmt lögum, gerð upptæk til að verðbæta aðrar íslenskar krónur, sem hann fékk lánaðar til kaupa á húsinu.
Engin þjóð í hinum vestræna heimi mismunar þegnum sínum á sama hátt og Íslendingar, varðandi verðgildi gjaldmiðils þjóðar sinnar. Bandaríkjamaður getur tekið 1000 dollara lán og endurgreitt 10 árum síðar sína 1000 dollar, auk vaxta. Sama á við um Breta með pund og allar Evru-þjóðir. Yfirleitt er sama hvar maður ber niður til leita að mismunun, líkri því sem hér gerist, hún er ekki finnanleg.
En hvað er þá verðtrygging?
Þessari grundvallarspurningu hefur enginn stjórnmálamaður geta svarað með skynsamlegum útskýringum, því enginn veit hvert viðmiðið er. Svo virðist sem menn hafi ekki leitað neins raungildisviðmiðs, heldur notast við þau viðmið sem til voru í samfélaginu. Þau viðmið voru: Framfærsluvísitala og byggingavísitala. Fyrir tæpum 20 árum var leitað hjá Seðlabanka að gögnum sem gætu sýnt rannsóknir eða skoðanir á fjármunaflæði um þjóðfélagið, sem notað hefði verið sem grundvöllur undir verðtryggingu fjármagns. Engin slík gögn fundust, en í skrifborðsskúffu á skrifborði aðalhöfundar verðtryggingarinnar, fannst lítill handskrifaður miði, dags. í júní 1979, með eftirfarandi formúlu:
Grunnur 10.8354 x 67% framfærsluvísitölu og 33% byggingavísitölu, verði lánskjaravísitala 100.
Þetta voru einu forsendurnar sem til voru um þessa meintu verðtryggingu, meðan hún hét lánskjaravísitala, en síðar var nafni þessarar vísitölu breytt og hún kölluð neysluvísitala.
Þar sem aldrei hafði verið deilt um að peningar væru EIGN, fannst mér það strax falla illa að eðlilegri reiknings- og rökfræði, að verðtryggja ætti eina notkun peninga, þ. e. þá að þeir væru lánaðir öðrum til fjárfestinga eða annarra framkvæmda, gegn endurgreiðsluskilmálum og vöxtum. Þessa notkun peninga átti að verðtryggja með reikniformúlu byggðri á kostnaðarþáttum rekstrarliða.
Til að skilja þetta betur er nauðsynlegt að átta sig á grundvallarþáttum uppgjörsmála um rekstur og eignavirði.
Allar tekjur og allur kostnaður er skráður á svonefndan rekstrarreikning, sem einungis lifir í eitt ár hverju sinni. Ef tekjur eru hærri en kostnaður, verður til afgangur (haganaður) sem færist yfir á eignahlið uppgjörsins og eykur eignir. Verði kostnaður hærri en tekjurnar, á rekstrarreikningnum, verður til mínus-tala (tap), sem færist yfir á eignahlið og minnkar eignirnar sem áður höfðu skapast.
Þetta er hið eðlilega ferli og flæði milli kostnaðarþátta og eigna. Aðrar tengingar milli eignastöðu og rekstrarkostnaðar eru ekki til í eðlilegu umhverfi og t. d. getur eign aldrei farið til baka yfir í rekstrarreikning og orðið þar að tekjum.
Eðli málsins samkvæmt, verða afleiðingar allra kostnaðarhækkana, sem ekki jafnast út með tekjuaukningu, þess valdandi að uppsafnaðar eignir minnka.
Eðli viðmiðunarþáttar verðtryggingar (neysluvísitölunnar) er að allar verðhækkanir (kostnaðarauki) hækka gildi hennar, sem sjálfkrafa eykur "verðtryggða" peningaeign, þannig að sparifjáreigendur / lánveitendur, fá fleiri krónur inn á sína reikninga og skuldir þeirra sem skulda aukast í sama hlutfalli.
En hvernig gengur þetta upp. Neysluvísitalan sýndi að kostnaður jókst. Samkvæmt alþjóðlegum reikningsstaðli, þýðir það að þeir sem þurftu að taka á sig þennan kostnað, án þess að fá tekjuhækun á móti, urðu að draga úr útgjöldum eða minnka eignir.
Þannig má segja að fyrirtæki, sem ár eftir ár þarf að sæta því að neysluvísitala hækkar kostnað þess meira en tekjur aukast, endar með því að verða eignalaust og gjaldþrota.
Peningamaður sem lánað hefur þessu fyrirtæki peninga, fær hins vegar aukningu eigna sinna hjá fyrirækinu, vegna hækkunar neysluvísitölunnar.
Sjá menn ekki þversögnina í þessum óhæfa viðmiðunargrunni fyrir verðtryggingu?
Hvaða rök hníga þá að því að peningalegar eignir manna aukist við það að vöruverð, húsnæði, bílar, föt, áfengi og tóbak o.fl. hækki?
Einu rökin sem hafa verið leidd fram eru þau að eigendur peninga eigi að vera tryggðir fyrir verðhækkunum, umfram aðra neytendur í landinu.
Stenst það ákvæði 65. gr. stjórnarskrár, um að allir skuli vera jafnir fyrir lögunum?
Nei, það gerir það ekki. En Alþingi hefur enn verið ófáanlegt til að aflétta þessu stjórnarskrárbroti af þjóðinni.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Vefurinn, Viðskipti og fjármál | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Sammála þessu.
Dæmið þitt með manninn sem keypti sér hús þó hefur þann galla að reikna eignarhlut mannsins í dag út frá 5 ára gömlu kaupverði hússins - verðmat/söluverð í dag skiptir líka máli.
Þetta er svipað og að segja að ríkið hafi tekið 60kr af bensínlítranum þegar hann kostaði 100kr (60%), en sé í dag að taka 110kr, eða 110% (skáldaðar tölur).
Einar Jón, 7.8.2008 kl. 09:00
Las þetta greinilega ekki nógu vel... Fyrst húsið er ennþá á sama verði er þetta hárrétt.
Einar Jón, 7.8.2008 kl. 09:02
Sæll og blessaður Einar! Takk fyrir innlitið og álitið.
Guðbjörn Jónsson, 7.8.2008 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.