10.8.2008 | 10:23
Varla vandamál að selja íslenskan þorsk
Miðað við þann samdrátt sem orðið hefur á framboði og framleiðslu íslensks þorsks á undanförnum áratug, eru varla erfiðleikar að selja þessi kíló sem Svisslendingar vilja ekki.
Það er athyglisverð opinberun um litla þekkingu á meginstoðum atvinnulífs í viðskiptalandi, ef innflytjendur og seljendur íslenska fisksins í Sviss vita ekki að fiskveiðar á Íslandi hafa verið stundaðar með sjálfbærum hætti alla tíð. Mér finnst þessir viðskiptaaðilar sýna athyglisverða fáfræði og ótrúlega lítinn vilja til að kynna sér og kynna neytendum hvaða gæðavöru þeir eru að selja.
Getur verið að þeir séu búnir að fyrirgera trausti neytenda á þeim upplýsingum sem þeir gefa sjálfir um þær vörur sem þeir eru að selja? Sé það svo, ættu þeir fyrst og fremst að líta í eigin barm, en ekki gera kröfur á þá þjóð sem í áratugi hefur verið þekkt er fyrir að vera bestu fiskframleiðendur í heimi, um að þeir láti aðila sem takmarkaða þekkingu hafa, fá að leggja gjald á framleiðsluna fyrir stimpil sem engu breytir um áratuga gæði íslenska fisksins.
Það er nægur markaður fyrir þorskinn okkar í heiminum þó Svisslendingar vilji hann ekki.
Lokað á villtan þorsk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Vefurinn, Viðskipti og fjármál | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Við skulum nú ekki vera svo heimatamir og halda að þorskurinn bara renni út eins og heitar lummur. Á mörgum stöðum og jafnvel veitingahúsum erlendis eru þeir hættir að selja þorsk.
Austursjóþorskur er að eyðast út og þetta hefur verið mikið til umræðu sérstaklega á Norðurlöndum. Þorskur er þorskur, og sama hvar hann kemur frá. Íslenskur eða ekki, þá er staðreyndin sú að fólk er farið að hugsa sig um áður en það verslar fisk og annað.
Það er bara að sjá till þess að merkja þorskinn eins og kúninn vill hafa hann. Það er sama lögmál um fisk eins og aðra vöru. Viðskiptavinurinn ræður.
gunnar (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 11:02
Sæll Gunnar! Þakka þér fyrir innlitið og athugasemdina. En mig langar til að spyrja þig hvort þú vitir um einhverjar birgðir af óseldum þorski hjá okkar? Ég veit að það er hægt að selja töluvert af þorskinum okkar, einkanlega af því að hann er veiddur í svo hreinum sjó.
Þó þorskkvótinn yrði aukinn um 100 þúsund tonn, myndu ekki safnast upp neinar birgðir hjá okkur. Eigum við að fara að skjálfa yfir sérvisku Svisslendinga? Ekki ég:
Guðbjörn Jónsson, 10.8.2008 kl. 13:17
Gleymist okkur kannski að leita uppruna þessarar ákvörðunar?
Hafró hefur boðað það leynt og ljóst að ástand þorskstofnsins við Ísland sé svo alvarlegt að sé ábyrgðarhluti að veiða nema þriðjung þess afla sem við drógum á land fyrir aldarfjórðungi!
Hefur fjallaþjóð eins og Sviss betri upplýsingar til að byggja á?
Árni Gunnarsson, 10.8.2008 kl. 23:40
Góðir punktar hjá þér Árni. Takk fyrir.
Guðbjörn Jónsson, 11.8.2008 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.