28.8.2008 | 10:57
Er þetta ekki hinn dæmigerði stjórnmálamaður nútímans???
Það þarf ákveðið virðingarleysi fyrir eigin sjálfsmynd, sem og gagnvart fólkinu í landinu, til að koma fram eins og Guðni gerir. Hann er búinn að sitja á þingi og í ríkisstjórn í áraraðir og þegjandi horfa á að þjóðinni sé steypt í þær ógöngur sem hún er nú komin í.
Þær tillögur sem hann hefur lagt fram, lúta að því að þjóðnýta tapið og óráðsíuna sem bankarnir hafa viðhaft síðustu árin, með því að Seðlabankinn taki erlent stórlán til að fjármagna töpuð útlán, vegna gengisfallinna verðbréfa; lán sem skattgreiðendur munu síðar þurfa að borga.
Ætli þetta flokkist ekki undir að tala mikilúðlegur og með spekingssvip um málefni sem engin þekking er að baki. Er ekki hugsanlegt að álíka þekkingarleysi sé að baki núverandi málflutningi hans?
En, af hverju skyldu Þingeyingar einblína svona á álver, þegar fyrirsjáanlegt er að olíuleit er að hefjast á Drekasvæðinu. Slík starfsemi þarf áreiðanlega mikla þjónustu frá landi; hvað þá ef olía eða gas finnst þarna í vinnanlegu mæli. Þau umsvif yrðu tvímælalaust meiri framtíðarmúsik fyrir atvinnulíf á svæðinu, því álið verður á undanhaldi eftir örfá ár, vegna nýrra léttmálma sem eru í uppsiglingu.
Fyrir fáum áratugum sátum við uppi með stórfjárfestingar í síldabræðslum, nokkuru síðar með ónýtar fjárfestingar í loðdýrabúum, þá tóku við tugir milljarða í fiskeldisævintýrinu, framundan er margra milljarða afskriftir vegna offjárfestingar í fiskiskipum sem ekki geta borið sig af eigin tekjum og í nálægri framtíð verðum við með miklar fjárfestingar í ónothæfum álverum, vegna verðhruns og minnkandi notkunar á áli.
Hafa stjórnmálamenn okkar ekki verið einstaklega glöggir á uppbyggingu gjaldeyrisskapandi starfsemi þjóðarinnar???????
Sagt er að sporin hræði. Hvaða spor hafa stjórnmálamenn okkar skilið eftir sig? Pólitískt óðagot hefur aldrei skilað þjóðinni hagnaði.
![]() |
Kreppa af völdum ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Vefurinn, Viðskipti og fjármál | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.2.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 165885
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur
Athugasemdir
Já, ef olía finnst á Drekasvæðinu, þá er ég vissu um að umhverfis-talíbanarnir mun rísa gegn því að olía yrði unnin þar og krefjast umhverfismats á olíuvinnslunni og þjónustmannvirkjum í landinu er tengjast ættu olíuvinnslunni.
Þetta væri líkt umhverfis-talíbönum, á móti öllu sem framkvæmt er úti á landi, þeir mynda líklega koma með þau rök að þetta væru einstök ósnortin svæði þarna undir landgrunninu og betra væra að láta olíuna þar ósnortna því vernargildið væri svo mikilvægt.
Friðrik Bj. Haraldsson (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 12:49
Þakka þér frábærlega uppbyggilegt innlegg Friðrik. Þetta bætir athyglisverðum rökum við umræðuna.
Guðbjörn Jónsson, 28.8.2008 kl. 13:22
Heill og sæll; Guðbjörn, og aðrir skrifarar !
Hygg; að erfitt reynist, að komast nærri nokkrum kjarna máls, sem þú gerir hér, á einstaklega raunsæjan, en jafnframt myndrænan hátt, Guðbjörn.
Hafir þú; beztu þakkir, sem endranær, fyrir árveknina, sem skrumlausa framsetningu, á hverju máli. Og með beztu kveðjum, sem fyrr.
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 02:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.