Ekki meiri pólitíska vanþekkingu takk.

Það hlýtur að flokkast sem afar alvarleg tíðindi þegar utanríkisráðherra sjálfstæðrar þjóðar og formaður stærsta stjórnamálaflokks landsins, opinberar svo alvarlega vanþekkingu sína, eins og ISG gerir í þessari frétt.

Bankana skortir ekki lánsfé. Þeir hafa nú þegar verulegar upphæðir lánsfjár, umfram mögulega vaxta og afborgunargetu, sé horft á stöðuna út frá gjaldeyristekjum þjóðfélagsins. Þeir eru því í sömu stöðu og aðrir yfirskuldsettir aðilar, meiri lán eru ekki þeirra rétta leið.

Eiginfjárstaða bankanna, að uppgerðum öllum skuldum þeirra og innlánum, er að stærstum hluta uppreiknað yfirverð hlutafjár þeirra. Verðmæti slíkra talna sem "eiginfjár" er afar lítið, því fáir munu vilja breyta þeim tölum í peninga, kæmi til uppgjörs nú.

Fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar er afar mikilvægt nú að stjórnmálamenn þegi frekar en gaspra af þekkingarleysi um skuldastöðu þjóðarbús vegna lántök lánastofnana. Stjórnmálamenn verða að koma niður á jörðina og tala af skynsemi við þjóðina, svo samstaða myndist til að sigla frá hinum óraunverulega draumi sem kallað hefur verið "góðaæri", til þess raunveruleika sem tekjur þjóðarinnar bjóða okkur uppá, sem hin raunverulegu lífsgæði,  er við sköpum okkur.

Á svona tímum er pólitískur fagurgali stórhættulegt BÚMMERANG.               


mbl.is Ekki meiri bankabónus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk fyrir góðan pistil!

Vona bara að ISG sé ekki eins hryllilega út úr raunveruleikanum eins og þegar Geir Haarde skýrði frá að Íslendingar hefðu fengið 25.millj. evru lán á góðum kjörum og þess vegna værum við orðnir ríkari enn flest önnur norðurlönd.

Hann talaði um að ráðherrar yrðu að tala varlega bæði inn á við sem útávið og þeir sem væru að krítisera efnahag vissu ekki hvað þeir væru að tala um..  :)

Alveg ótrúlegur maður! Getur ekki einhver rekið hann áður enn allt fer í kaldakol..ef það er þá ekki orðið það núþegar..!

Óskar Arnórsson, 3.9.2008 kl. 05:31

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Því miður Óskar, við kusum Geir og Sollu yfir okkur og getum ekki losnað við þau fyrr en í næstu kosningum, ef við höfum manndóm í okkur þá.

Jóhann Elíasson, 3.9.2008 kl. 09:51

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

..mér finnst vanþekking þeirra og margt annað ótrúlegt sem hefur skeð, vera nægt tilefni til að rjúfa þing! Forseti hefur það vald og ættu sem flestir að skora á hann að gera það sem fyrst..

Svo mætti kjósa þessa verðtryggingu í burtu! Undarlega lítið tala um hluti sem gerir það að verkum að menn þurfa ekkert að kunna til að stjóna banka á Íslandi... fólk er orðið svo gegnsósa af stjórnarháttum hér á Íslandi, að það sættir sig við alveg ótrúlega hluti án nokkurra mótmæla!

Þetta er ekki manndómsleysi Jóhann, þetta er besta mæling á gáfnafari Íslendinga almennt sem til er...ef við miðum bara við aðrar norðurlandaþjóðir..

Óskar Arnórsson, 6.9.2008 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 165772

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband