Braut Alþingi stjórnarskrána???????????????

Í fljótu bragði sýnist svo að Alþingi sjálft hafi brotið 57 gr. stjórnarskrár með því að loka dyrum sínum fyrir ljósmæðrum.   Í 57. gr. segir svo:

Fundir  Alþingis skulu haldnir í heyranda hljóði. Þó getur forseti eða svo margir þingmenn, sem til er tekið í þingsköpum, krafist, að öllum utanþingsmönnum sé vísað burt, og sker þá þingfundur úr, hvort ræða skuli málið í heyranda hljóði eða fyrir luktum dyrum.  (leturbreyting G.J.)

Í stjórnarskrá er hvergi heimild til að takmarka fjölda áheyrenda; einungis heimild til að loka fundi og þá fyrir öllum áheyrendum. Fróðlegt verður að fá upplýsingar um hvaða þingmenn greiddu því atkvæði að fara svona út fyrir lagaheimildir og brjóta um leið 65 gr. stjórnarskrár, að... [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum. Þarna var takmörkunum og mismunun beitt án lagaheimildar.

Eins og málið lítur út, verður ekki betur séð en forseti Alþingis hafi brotið grundvallarreglu lýðræðisskipulags okkar.  Eðlileg viðbrögð við slíku er tafarlaus afsögn og afsökunarbeiðni.

EKKERT MINNA ER ÁSÆTTANLEGT.             


mbl.is Lokað og læst á ljósmæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

athyglivert

Hólmdís Hjartardóttir, 3.9.2008 kl. 17:42

2 identicon

Hvar eru feður verðandi barna? Mana ykkur til að mótmæla á Alþingi. Fjármálaráðherra gerir sig sekan til að fórna framtíð landsins: ófæddu börnunum. En það er svo sem engin frétt að svo gerist.

ee (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 21:29

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Það hefur verið regla fjármálaráðuneytis í áratugi að semja ekki fyrr en búið er að skapa ákveðna neyð hjá viðsemjendum, þannig að einungis fáist  hluti af kröfunum fram.  Ég sé engin teikn á lofti að venja þeirra sé neitt að breytast.

Því miður hafa launþegasamtök ekki geta staðið saman til að knýja fram breytingar á þessu.

Að sjálfsögðu vona ég að ljósmæðrum gangi vel. Þær eiga svo sannarlga inni þá leiðréttingu sem þær eru að fara fram á. 

Guðbjörn Jónsson, 3.9.2008 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband