Afgerandi munur á Bandarískum og Íslenskum aðstæðum

Ekki hvarflar að mér að Sigurður landlæknir vilji ekki vel. Ég tel víst að hann leggi sig fram um að leysa sem best úr þeim vandamálum sem á borð hjá honum koma. Þau mál geta hins vegar orðið viðkvæm úrlausnar, m. a. vegna þess hve samfélag okkar er lítið.

Smæð samfélagsins veldur því að læknar eru flestir í sama félaginu, þekkja eitthvað til hvers annars og eru því afar tregir á að gagnrýna sjúkdómsgreiningu eða vinnubrögð hvers annars. Öðru máli gegnir með Bandaríkin, þar sem auðvelt er að finna lækna sem engin tengsl eru milli.

Vegna þessarar sérstöðu okkar, þurfum við líka að hugsa út frá öðrum forsendum en stórþjóðir gera, þegar við hugum að öryggisþáttum í samskiptum við fámenna sérsviðshópa, líkt og lækna, lögfræðinga, endurskoðendur o. fl. slíka, sem byggja á sérmenntun og sérþekkingu. Við verðum að hafa með í hugmyndafræðinni, hina miklu nálægð milli manna í þessum hópum. Sú nálægð getur gert að engu möguleika skjólstæðinga þeirra til að leita álits fagaðila á sama sviði.

Menn geta deilt um rétt Tryggingastofnunar, samkvæmt lögum eða reglugerðum, til að neita greiðslu á læknishjálp fyrir Ellu Dís. Við verðum hins vegar öll að horfast í augu við, að við munum aldrei geta sett lög sem ná yfir alla mögulega þætti heilsufarsmála. Það er grundvöllurinn fyrir því að fólk með ætlaða færni í heilastarfsemi er ráðið til að stjórna þessari stofnun, en henni ekki stjórnað af vel forritaðri tölvu, sem svarar öllum fyrirspurnum nákvæmlega eins. Það er hinn fjölbreytilegi mannlegi veruleiki, samhliða þeim siðfræðilegu gildum sem við viljum að ríki í samfélagi okkar, sem valda því að við viljum hafa lifandi mannlega ályktunarhæfni við stjórnun svona stofnana, en ekki eingöngu blinda stýringu samkvæmt lagatexta eða reglugerðum.

Þess vega verða menn, eins og Sigurður landlæknir, að hefja sig upp fyrir lagaramma og reglugerðir, í tilvikum eins og þessu með Ellu Dís, og leysa svona mál frá grunni siðfræðinnar, með stuðningi af stjórnarskrá, lögum og reglugerðum, með heilsu og hagsmuni þolenda í forgrunni.

Ég ber þá von í brjósti að menn muni rata þá leið.                 


mbl.is Fólk leiti annars álits
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 165590

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband