27.9.2008 | 17:58
Setur offramboð á peningum heimilin á hausinn?
Þessi undarlega yfirskrift er á einskonar fréttaskýringu á bls. 4, í blaðinu 24 stundir í dag, laugardainn 27. sept. Það er í raun verulega ámælivert þegar víðlesið dagblað, sem jafnframt birtist á netinu, setur fram jafn mikið rugl og fram kemur í þessum umræddu skrifum.
Skrifin bera með sér fullkomna vanþekkingu á því efni sem til umfjöllunar er. Þannig segir í fyrsta lið þessara skrifa:
Verðbólga er það þegar verð á hlutum hækkar á ákveðnu tímabili. Hún verður vegna þess að peningum í umferð fjölgar hraðar en vörunum sem hægt er að kaupa fyrir þá.
Verðbólga er að nokkru leiti hliðstæð við yfirdrátt á heimilisreikningnum. Yfirdrátturinn verður til vegna þess að eytt hefur verið meiri fjármunum en til voru. Þegar bankinn krefst greiðslunnar eru engir peningar til. Sá sem á að greiða yfirdráttinn reynir því hvað hann getur til að afla peninga til greiðslunnar og til þess vinnur hann jafnvel fyrir þó nokkuð lægra kaup en eðlilegt gæti talist.
Sama munstrið er hvati verðbólgunnar. Þegar notkun okkar á gjaldeyri verður meiri en gjaldeyristekjurnar, þurfum við með einhverjum ráðum að fá keyptan gjaldeyri til að greiða innflutninginn. Seljendur gjaldeyris vita af þessari brýnu þörf, og segjast því vilja fá fleiri krónur fyrir mynt sína en eðlilegt gæti talist.
Til þess að brúa það bil sem þannig myndast, reyna innflytjendur að selja vörurnar fyrir fleiri ísl. krónur, til að fá örugglega fyrir kostnaðinum af innflutningnum.
Undanfarinn áratug höfum við geta tekið erlend lán til að greiða þennan innflutning, þannig að ekki hefur borið á þessum eiginleikum umframeyðslunnar fyrr en nú, þegar ekki er meira lánsfé í boði.
Einnig segir í fyrsta lið hinna umræddu fréttaskýringar: leturbr. G.J.
Seðlabanki Íslands ákveður stýrivexti en þeir stjórna öðrum vöxtum.
Þetta er ekki rétt. Í landinu er fullt frelsi ALLRA LÁNASTOFNANA til ákvörunar vaxta. Seðlabankinn ákvarðar einungis vexti af sínum eigin lánum til lánastofnana, en þau lán eru afar takmörkuð samanber lög um bankann. Svokallaðir stýrivextir hétu áður REFSIVEXTIR, því þegar lánastofnanir voru farnar að þurfa lánveitingar frá Seðlabanka, væru þær orðnar með hættulega mikil útlán miðað við eigið fé og lauasfé. Stýrirvexti þykir greinilega þægilegra að tala um.
Í 10. grein laga um Seðlabanka segir svo um vaxtaákvarðanir bankans: leturbreyting G.J.
Seðlabanki Íslands ákveður vexti af innlánum við bankann, af lánum sem hann veitir og af verðbréfum sem hann gefur út.
Af þessu má sjá að það er ekki Seðlabankinn sem ákvarðar útlánavexti lánastofnana í landinu, því lán lánastofnana frá Seðlabanka er óverulegt hlutfall þess heildarfjár sem þessar stofnanir eru með í útlánum.
Af því sem hér hefur verið ritað má sjá að hin umrædda fréttaskýring á bls. 4 í 24 stundum, í dag, byggir í meginatriðum á rangfærslum, sem líklega stafa af þekkingarskorti. Mælst er til að blaðið dragi þessi skrif til baka og biðjist velvirðingar á, með fyrirheitum um að slíkt endurtaki sig ekki.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Enski boltinn, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:00 | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.