Þarf að loka gjaldeyrismarkaðnum ???????????

Staðan í gjaldeyrismálum er orðin svo alvarleg að Seðlabankinn hlýtur að íhuga það alvarlega að loka gjaldeyrismarkaði og láta fara fram opinbera rannsókn á notkun gjaldeyris undanfarna mánuði.

Sé þessi mikla lækkun krónunnar nauðsynleg, er ljóst að stjórnendum fjármálastofnana okkar hafa sýnt meiri óvitaskap en ég hafði ímyndað mér. Hafi þeir skipulagt svona miklar endurgreiðslur gjaldeyrislána, á sama tíma og þeim var vel ljós gjaldeyrissköpun í þjóðfélaginu, mundi ég segja að um glæpsamlega háttsemi væri að ræða.

Sé litið á veltu á gjadleyrismarkaði, út frá þeim erlendu skuldum sem skráðar eru hjá Seðlabanka, virðist augljóst að einhverjir eru að fara ógætilega með fjöregg þjóðarinnar. Seðlabankinn getur skoðað þetta og upplýst hverjir standa fyrir þessari niðurkeyrslu krónunnar; og ég tel að í ljósi aðstæðna eigi hann ekki að bíða lengur með HARÐAR aðgerðir gegn þessum aðilum.

Fjárhagslegir hagsmunir þjóðfélagsins eru ekki leikföng fyrir ábyrgðarlausa fjárhættuspilara eða græðgisfíkla.                     


mbl.is Krónan veiktist um 5,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 165581

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband