2.10.2008 | 23:33
Það er ekki gott að sofa á stýrisvaktinni
Það var fljótlega eftir síðustu aldamót sem ég fór að aðvara stjórnmálamenn um að tekjuöflunarkerfi þjóðarinnar bæri ekki þá þenslu sem væri að verða á þjónustugreinum þjóðarinnar, með tilheyrandi erlendu lántökum.
Það var hins vegar á árinu 1998 sem ég byrjaði að vara menn við hættulegum leikfléttum með krosseignatengsl í fyrirtækjum, þar sem greitt væri fyrir hlutabréf í fyrirtækjum með hutabréfum í öðrum fyrirtækjum, jafnvel í eigu sama aðila. Benti ég á raunhæf dæmi þar sem þrjú fyrirtæki juku eiginfjárstöðu sína um tvo milljarða með svona krosseignatengslum, án þess að til kæmi ein einasta króna í peningum.
Það hafa aldrei þótt farsælir stjórnendur sem hafa enga fyrirhyggju og sinna ekki hættumerkjum, en sofa rólegir þar til skipið er strandað. Það er einmitt það sem stjórnmálamenn hér á landi hafa gert, og eru einungis nýbyrjaðir þingmenn þar undanskildir. Þeir eru ýmist reynslulausir eða hafa tekið upp svefngengislhátt hinna reyndari þingmanna, í von um að þóknast forystunni.
Kannski látum við þetta verða okkur til varnaðar og höfum mikið meiri fyrirhyggju í stjórnun okkar á þjóðfélaginu í framtíðinni. Verði það svo, eru núverandi fórnir þjóðarinnar ekki til einskis.
Ná þarf sátt um nýtt siglingakerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Vefurinn, Viðskipti og fjármál | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Annar ríkistjórnarflokkanna hefur gleymt sér við að halda lærðar ræður um að leysa vanda þjóðarinnar með því að taka upp evru. Hann Einar gamli í Hvalnesi sagði að allur bölvaður vandræðagangurinn hefði byrjað þegar við hættum með rentuna og tókum upp vextina í staðinn. Ég veit ekki hvor ályktunin er spaklegri en sýnist þó að viðskiptaráðherrann hefði átt að gefa því meira ráðrúm að huga að sínum málaflokki í ríkisstjórninni.
Sjálfur held ég að þetta vesen stafi mestan partinn af bilun í Exel forritinu.
Árni Gunnarsson, 3.10.2008 kl. 00:04
Trúlega hittir þú naglann á höfuðuð Árni. Takk fyrir innlitið
Guðbjörn Jónsson, 3.10.2008 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.