Það er ekki gott að sofa á stýrisvaktinni

Það var fljótlega eftir síðustu aldamót sem ég fór að aðvara stjórnmálamenn um að tekjuöflunarkerfi þjóðarinnar bæri ekki þá þenslu sem væri að verða á þjónustugreinum þjóðarinnar, með tilheyrandi erlendu lántökum.

Það var hins vegar á árinu 1998 sem ég byrjaði að vara menn við hættulegum leikfléttum með krosseignatengsl í fyrirtækjum, þar sem greitt væri fyrir hlutabréf í fyrirtækjum með hutabréfum í öðrum fyrirtækjum, jafnvel í eigu sama aðila. Benti ég á raunhæf dæmi þar sem þrjú fyrirtæki juku eiginfjárstöðu sína um tvo milljarða með svona krosseignatengslum, án þess að til kæmi ein einasta króna í peningum.

Það hafa aldrei þótt farsælir stjórnendur sem hafa enga fyrirhyggju og sinna ekki hættumerkjum, en sofa rólegir þar til skipið er strandað. Það er einmitt það sem stjórnmálamenn hér á landi hafa gert, og eru einungis nýbyrjaðir þingmenn þar undanskildir. Þeir eru ýmist reynslulausir eða hafa tekið upp svefngengislhátt hinna reyndari þingmanna, í von um að þóknast forystunni.

Kannski látum við þetta verða okkur til varnaðar og höfum mikið meiri fyrirhyggju í stjórnun okkar á þjóðfélaginu í framtíðinni. Verði það svo, eru núverandi fórnir þjóðarinnar ekki til einskis.               


mbl.is Ná þarf sátt um nýtt siglingakerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Annar ríkistjórnarflokkanna hefur gleymt sér við að halda lærðar ræður um að leysa vanda þjóðarinnar með því að taka upp evru. Hann Einar gamli í Hvalnesi sagði að allur bölvaður vandræðagangurinn hefði byrjað þegar við hættum með rentuna og tókum upp vextina í staðinn. Ég veit ekki hvor ályktunin er spaklegri en sýnist þó að viðskiptaráðherrann hefði átt að gefa því meira ráðrúm að huga að sínum málaflokki í ríkisstjórninni.

Sjálfur held ég að þetta vesen stafi mestan partinn af bilun í Exel forritinu.

Árni Gunnarsson, 3.10.2008 kl. 00:04

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Trúlega hittir þú naglann á höfuðuð Árni. Takk fyrir innlitið

Guðbjörn Jónsson, 3.10.2008 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband