Töluð orð verða ei aftur tekin

Ekki er erfitt að fallast á að Gylfi hafi reitt óþarflega hátt til höggs i fréttum RÚV. Þó vandinn sé mikill og Glitnismálið virkað eins og sprunga í stífluvegg uppistöðulóns, tel ég þó víst að fjármálaöfl heimsins hafi ekki áhuga á að búa til óþarfan vanda.  Í því ljósi, að öll þau lán sem nú þegar eru í gangi, þurfa áfram að vera í gangi til að vextir greiðist af fjármagninu, tel ég lánveitandann ekki skipta öllu máli hvað lántakandinn heitir, sé endurgreiðslan líkleg.

Ég tel því afar líklegt að samningar náist um endurskipulagningu þessara lána, sem enn er von til að endurgreiðist. Hins vegar er spurningin um hvað mikið af lánum þarf að afskrifa vegna tapaðra útlána.  Slíkt tap er hægur vandi að auka verulega með ógætilegu orðfæri hagfræðinga, fjölmiðla eða annarra framámanna sterkra stofnana í þjóðlífinu. Slíkt tap er einnig hægt að lámarka með yfirvegaðri ró og vel ígrundaðri tjáningu á vandaðri yfirsýn yfir stöðu mála.

Sama á raunar við um ummæli Árna Odds, stjórnarformanns Marels. Þar gætir nokkurs óþarfa hroka og fljótfærnislegrar ályktunar, sem til þess er fallin að gefa ranga mynd af því sem hann leggur upp með.

Flest útrásarfyrirtækin eru með rekstur sinn á erlendri grund. Af því leiðir að allur rekstrarkostnaður er í erlendri mynt sem og meginþorri þeirra þúsunda starfsmanna sem hann vitnar til. Auk þess er líklega megnið af lánsfé þeirra í erlendri mynt og þar með greiddar afborganir og vextir af þessum lánum með erlendu tekjunum. Þær erlendu tekjur sem fara í að greiða þennan erlenda kostnað, koma aldrei inn í Íslenskt tekjuumhverfi, því þær verða aldrei að gjaldeyrisforða okkar eða breytast í íslenska mynt.

Í ljósi alls þessa tel ég réttara að Árni og félagar hans í útrásinni gefi upp hreinar gjaldeyristekjur til íslensku þjóðarinnar, frekar en tala um að fyrirtæki þeirra hafi tekjur sínar í erlendri mynt. Það vita allir. Við vitum hins vegar ekki hver hreinn hagur þjóðar okkar er af þessari starfsemi, nema leita sérstaklega eftir því. Fljótlegra væri að þeir gæfu þetta bara upp, svona þrjú ár aftur í tímann.             


mbl.is Ummæli Gylfa Magnússonar óábyrg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svo er komið að ég tek ekki mark á neinu því sem fulltrúar stjórnvalda og peningastofnana, item útrásarfyrirtækja svonefndra segja um ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar. Þessir spekingar hafa þrásinnis verið spurðir um ástandið á undangengnum missirum og lokið upp einum munni um að engin vá væri hugsanleg. Nú er komið í ljós það sem öllum mátti vera ljóst fyrir allnokkru að erlendar skuldir fésýslustofnana og viðskiptafyrirtækja voru komnar langt upp fyrir öryggismörk íslenska hagkerfisins.

Af því munum við súpa seyðið og það mun taka langan tíma að vinna upp tapaðan trúverðugleika. Þangað til mun hagkerfi okkar verða undir smásjá alþjóðlegra eftirlitsstofnana.   

Árni Gunnarsson, 3.10.2008 kl. 18:21

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Já Árni. Það er óþægilegt hve menn í opinberri umræðu ljúga hiklaust um alvarleg málefni.

Á árinu 2001 byrjaði ég að vara við of miklum erlendum lántökum, miðað við gjaldeyristekjur; sérstaklega vegna þess að þetta lánsfé var ekki notað til að efla tekjuskapandi starfsemi, heldur var féð notað til að auka viðskipti og neyslulán.

Á þeim tíma var gert grín að mér, líkt og árið 1981 þegar ég fór að gagnrýna lánskjaravísitöluna.

Líklega lærir þjóðin seint að umgangast lífsgæði af viðhlýtandi varfærni og virðingu. Við skulum samt vona það besta. 

Guðbjörn Jónsson, 3.10.2008 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 165772

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband