Eitthvað misskilur Steingrímur ástandið

Úrlausnir þeirra vandamála sem þjóðfélagið setndur frammi fyrir snýst ekki um pólitískan meirihluta fyrir einhverri lausn.  Ríkissjórnin hefur afgerandi meirihluta á Alþingi og afgreiðir, með eða án samþykkis stjórnarandstöðunnar, þau atriði sem hún og aðilar atvinnu- og viðskiptalífsins, geta barið saman og fengið traust gagnvart hjá erlendum Seðlabönkum, eða Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. 

Stjórnarandstaðan, rétt eins og fjöldi hagfræðinga og margra umtalsvert meiri reynslubolta en finnast í röðum stjórnarandstöðunnar, verða að sætta sig við að standa við hliðarlínuna. Það skynsamlegasta, og besta fyrir þjóðina, er að þessir aðilar gefi vinnufrið til leitar að lausn vandans, því þeir búa augljóslega ekki yfir lausn hans, því þeir lýstu engu hættuferli áður en Glitnir var þjóðnýttur.             


mbl.is Sáttahöndin að þreytast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ég tek bara undir það sem sagt vari í Silfri Egils núna áðan, að það væri kominn tími á að skilja hafrana frá sauðunum. Gjammararnir hafa nefnilega vaðið uppi allt of lengi. Þá er að sjálfsögðu að finna jafnt í stjórn- og stjórnarandstöðu sem og í röðum hagfræðinga. Mér er slétt sama hvort gjammarinn heiti Steingrímur eða Pétur Blöndal. Það þarf að hugsa alla hluti upp á nýtt og fara að gefa þeim sem raunverulega hafa eitthvað til málanna að leggja meiri athygli -  og biðja hina náðsamlega um að láta sig hverfa. 

Atli Hermannsson., 5.10.2008 kl. 14:41

2 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Guðbjörn!

Það er verið að stefna að þjóðarsátt!  Er þá ekki eðlilegt að stjórnarandstaðan komi þar að - frá upphafi - rétt eins og þeir bankastjórar sem stýrt hafa fjármálalífinu, algerlega eftirlitslaust og komið íslendingum í þá hrikalegu skuldastöðu sem nú blasir við.

Þess verður að geta að steypa er ekki og verður aldrei raunverulegt fast verðmæti, það eru matarholurnar og nauðsynjarnar, náttúru-auðlindirnar því án þeirra komumst við ekki af.  Við komumst fullkomnlega af án alls þessa ónýtta steypumagns - sem í dag er ákaflega lítils virði - kannski raunvirði - en það er hugtak sem ekki hefur verið til í orðaforða okkar all-lengi.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 5.10.2008 kl. 15:01

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Atli!  Ég sá viðtalið við Þorvald og Jónínu, í Silfrinu, og get að mestu tekið undir það sem fram kom hjá þeim. Hagfræðimenntun er engin trygging fyrir þjóðhagslega hagkvæmum leiðum eða niðurstöðum. Þar ræður meiru velvilji til samfélagsins og virðing manna fyrir eigin niðurstöðum. Því miður hefur sú virðing verið lítt áberandi hjá greiningardeildum bankanna undanfarin ár. Takk fyrir innlitið.

Sæl Alma Jenny!  Mér sýnist gæta sama misskilnings hjá þér og virðist vera hjá Steingrími. Það  viðfangsefni sem nú er til úrlausnar er ekki á pólitísku plani. Það snýst um að skapa trúverðugt umhverfi um fjármálastarfsemi lánastofnana, þannig að erlendir aðilar fái aftur trú á að fjármálastofnanir okkar geti staðið við skuldbindingar sínar. Slíkt er meginviðfangsefni þeirra sem yfir fjármagni ráða, en því er stýrt af ríkisstjórn og væntanlega hagfræðingum Seðlabanka. Niðurstaða úr þessari vinnu er ekki pólitísk niðurstaða, heldur aðgerðaplan fjármálastofnana sem Seðlabankar þeirra landa sem munu lána okkur samþykkja. Í endanlegri útgáfu þess plans, má reikna með að verði einhver krafa þeirra Seðlabankanna sem lána okkur, að ríkissjóður og Seðlabanki okkar, verði á einhvern hátt í bakábyrgðum fyrir því fjármagni sem þarna verður lánað.

Innlend flokkapólitík á ekkert erindi inn í þessa vinnu, eða þær lausnir sem hugsanlega finnast. Við erum ekki í neinni samningsstöðu í þessu máli og verðum því að taka þeirri lausn sem býðst.  Þegar sú lausn er fundin, getur pólitíkin hér innanlands tekist á um það hvernig ábyrgð verður látin ganga yfir þá  sem sköpuðu þau vandamál sem nú er verið að leysa.  Takk fyrir innlitið. 

Guðbjörn Jónsson, 5.10.2008 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband