6.10.2008 | 14:56
Fjölmiðlar þurfa að slaka á taugaspennunni
Ég held að fjölmiðlar þurfi að fara að átta sig á að með svona taugaspennu auka þeir frekar erfiðleikana en leysa þá. Viðfangsefnið er afar eldfimt. Þess vegna er mikilvægt, eins í öllum öðrum tilvikum, þegar fengist er við ofurviðkvæm úrlausnarefni, að stíga hvert skref með gáta og yfirvegun. Slíkt er afar erfitt með tugi taugaveiklaðra fjölmiðlamanna hangandi yfir sér, spyrjandi eins og óráðssjúklingar.
Setjum upp líkingadæmi af því sem við er að fást. Í júní árið 2004, skuldaði fjölskylda 10 milljónir. Framundan var nokkuð traust vinna og tekjur sem væntanlega hækkuðu lítillega, en ekki mikið. Þess vegna var ljóst að ekki væri framundan mikil raunaukning eigna.
Enginn fjölskyldumeðlima er neitt sérstaklega að fylgjast með því sem fjármálamaður fjölskyldunnar er að gera. Þess vegna verður öll fjölskyldan klumsa og hrædd, þegar í ljós kemur í júní 2008, (4um árum síðar) að fjármálamaður fjölskyldunnar hefur með blekkingum aukið skuldir fjölskyldunnar í 100 milljónir; eða tífaldað skuldir fjölskyldunnar.
Peningunum hafði, að verulegu leiti, verið varið til kaupa á hlutabréfum í fyrirtækjum sem ýmist eru farin í gjaldþrot eða verðmæti hlutabréfanna lækkað allt að 80%, þannig að þó ætlaðar eignir verði seldar, duga þær einungis að litlu leiti til að borga þessar 100 milljónir sem fjölskyldan skuldar.
Á þessu sama tímabili höfðu tekjur fjölskyldunnar lítið aukist, en fjölskyldan aukið útgjöld sín til neyslu um töluverðar fjárhæðir. Nú er komið að fyrstu afborgunum af þessum skuldum og fjölskyldan fer í panik.
Lítum nú á stóra dæmið. Í júní 2004 voru erlendar skuldir þjóðarinnar rúmir 1.000 milljarðar. Í júlí 2008, (4um árum síðar) eru erlendar skuldir þjóðarinnar orðnar sem næst 10.000 milljarðar. Þessar skuldir hafa sem sagt tífaldast á fjórum árum, án þess að nokkur umtalsverð tekjuaukning hafi orðið.
Þessi erlendu lán voru svo, að nokkru magni, lánuð út frá bönkunum, án haldbærra trygginga, til kaupa á hlutabréfum, sem nú eru næsta verðlaus. Litlir peningar koma því til baka til bankanna, til að greiða hin erlendu skammtímalán, því flest erlend lán bankanna eru skammtímalán en útlán þeirra til töluvert lengri tíma; allt að 40 árum.
Svo er spurningin. Hverjir eiga að fá skammirnar og pressuna vegna þessa háttalags bankamannanna?
Er það ríkisstjórnin? Já, að þeim hluta að hún hafði ekki gát á því hvernig þjóðin var skuldsett.
Á að láta bankamennina sleppa við pressu frá þjóðinni og fjölmiðlum, vegna þess að það eru jú þeir sem eru hugmyndasmiðirnir og framkvæmdaaðilar að öllum þessum lántökum. Eiga þeir rétt á að vera í skjóli, að tjaldabaki þegar þjóðin og fjölmiðlar kerfjast svara um lausnir þess vandamáls sem bankarnir bjuggu til?
Mér finnst að það séu fyrst og fremst bankamenn sem fjölmiðlar eiga að krefja svara.
Alvarlegri en talið var | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Vefurinn, Viðskipti og fjármál | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 165584
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Hárrétt Guðbjörn.
Mér finnst nóg um hvernig fjölmiðlar eru að haga sér. Halda fjölmiðlar að það sé hægt að vinna svo viðkvæm mál bara fyrir opnum tjöldum, sérstaklega þar sem flestir fjölmiðlamenn hér á landi virðast hártoga allt um allar trissur.
Einar Örn Einarsson, 6.10.2008 kl. 15:05
Sæll Einar! Ég er alveg á sama máli. Mig undrar mest að stjórnendur fjölmiðla skuli ekki setja starfsfólki sínu einhver skynsemismörk.
Guðbjörn Jónsson, 6.10.2008 kl. 15:19
Guðbjörn: Sennilega er þetta skíringin á hegðan fréttamanna, ef það talar eins og Önd-æðir um eins og Önd-er frekar líklegt að fyrirbærið sé Önd, þannig að víðáttu vitlausar spurningar og hlaup á eftir fólki sem greinilega ætlar ekki að tjá sig um meitt er í besta falli kjánaskapur. :)
Magnús Jónsson, 6.10.2008 kl. 18:50
Þetta er alveg rétt hjá þér Guðbjörn, undanfarið hefur mér fundist fréttamenn og aðrir fjölmiðlamenn haga sér eins og stjórnlaus hjörð.
Jóhann Elíasson, 6.10.2008 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.