13.10.2008 | 23:54
Beina þarf athyglinni að hugsunarhættinum sem framkallaði vitleysuna
Afar mikilvægt er, þegar þjóðin fer að ná jafnvægi aftur, að fólk leiði hugann að því hvað varð þess valdandi að svona atburðir gátu gerst.
Mikilvægt er, að gleyma ekki grunneðli mannsins; þ. e. þeim eiginleika okkar allra að reyna á þolmörk þeirra reglna sem afmarka okkur farveg fyrir lífsleiknina.
Ef við horfum í eigin barm, finnum við vafalaust öll innra óþol gagnvart einhverju sem okkur finnst þrengja að okkur. Flestir kannast við að aka aðeins hraðar en reglurnar segja til um; fara alveg að ystu mörkum þess að lögreglan sekti okkur, og fara enn hraðar þegar við teljum okkur örugg með að lögreglan sé hvergi nærri.
Þegar þessi eiginleiki er skoðaður; eiginleiki sem býr í okkur flestum, tel ég víst að það opni okkur nýja sýn á svonefnda "útrás". Margir geta að einhverju leiti samsamað sig spennuþættinum sem kom mönnum til að reyna aðeins meira á þolmörk reglna og hversu langt menn kæmust upp með að mistúlka lög og leikreglur.
Hér er á engan hátt verið að byggja upp afsökun fyrir því sem gerðist; heldur verið að leitast við að opna sýn að þeim hvata sem dregur fólk áfram. Mikill fjöldi fólks þekkir teygjanleikann í þolmörkum á greiðlsubyrgði af lánsfé; þar sem okkur er sérlega eiginleikið að fara alveg að ystu mörkum og iðulega vel út fyrir þau.
Það sem hér er verið að vekja umhugsun um, er að líklega er það einkum tvennt sem eru höfuðástæður þess hvernig fyrir okkur er komið.
Annars vegar er það nokkur oftúlkun fólks á hugtakinu "frelsi". Vegna þess óþols fyrir hömlum, sem býr í grunngerð okkar, greip fólk það fagnandi hendi að stjórnvöld boðuðu aukið frelsi einstaklingsins. Margir skyldu þetta hugtak þannig að þeir mættu, hver um sig, gera það sem þá langaði, þegar þá langaði. Afraksturinn varð 300 þúsund manna eyja í miðju Atlandshafi þar sem verulegur fjöldi einstaklinganna hugsaði einungis um sitt eigið frelsi en höfnuðu þeim hömlum sem frelsi annarra veldur. Þeir, urðu bara að sjá um sig sjálfir.
Afleiðingin varð dvínandi hugsun um skyldur og ábyrgð gagnvart samfélagslegum þáttum, en í vaxandi mæli litið á stjórnvöld sem einskonar foreldra, sem ættu að skaffa einstaklingunum það sem þeir vildu fá til að fullkomna sitt frelsi.
Í öllum mikilvirkum hugmyndaheimum eru öfl sem leita að drifkrafti sem færir þeim þann ávinning sem sóst er eftir. Ávinningur frjálshyggjunnar eru völd og auðæfi og í gegnum þá tálsýn að stýra í atferli sem stæstum hópi einstaklinga, í von þeirra um að verða sjálfir í fyllingu tímans aðnjótandi þess valds og auðæfa sem þeir hlýða og tilbiðja.
Þetta er grunnástæða þess að frjálshyggjan nær einstaklega vel til ungs fólks. Í fyrsta lagi vegna þess að vegna ungs aldurs eru varfærniþættir í heilabúi þeirra ekki enn orðnir virkir. En einnig vegna þess að hugmyndafræðin um að stjórnvöld eigi að skaffa þeim lífsþægindi, fellur vel að hugsunarhætti ungmennisins, sem hefur einungis mótaðar hugmyundir um hlutverk skaffarans, sem fram til fullorðinsára hafa verið foreldrarnir.
Vegna allra þessara gullnu drauma, er auðvelt að fá unga fólkið til að samlaga sig hugsuninni um að það þurfi strax að fá öll lífsgæði upp í hendurnar. Það verði að geta uppfyllt ákveðna staðalímynd af einstakling sem er framarlega í goggunarröðinni um að verða verðugur til valda og auðæfa.
Til uppfyllingar þessarar staðalímyndar, vinnur unga fólkið svo langan vinnudag að það hefur ekki tíma til að njóta hins raunverulega lífs, vegna tímaskorts við að uppfylla ímyndina um selskapshæfni og tekjur þeirra sem keppa að því að vera fremstir í goggunarröð verðugra valdhafa og auðjöfra.
Afleiðingar alls þessa fyrir mikinn meirihluta þátttakenda, er langavarndi ofkeyrsla og streita, sem leggur lífshamingju meirihluta þátttakenda í rúst.
Þegar við leitum ástæðna fyrir þeim hörmungum sem nú ganga yfir okkur, þurfum við að spyrja okkur sjálf, í einlægni, hvaða þátt við höfum átt í að skapa þær aðstæður sem urðu okkur ofviða.
Hafi einhverjir leikendur í þessari atburðarás gerst sekir um ámæliverð brot á leikreglum eða lögum, á að sjálfsögðu að draga þá menn til ábyrgðar á gjörðum sínum. Hins vegar verður þjóðin að horfast í augu við það að hún lét ginnast af óraunsæum fagurgala, og framtaksleysið getur hún engum um kennt öðrum en sjáum sér.
Ólafur Ragnar: Ótrúleg ósanngirni breskra stjórnvalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Vefurinn, Viðskipti og fjármál | Breytt 14.10.2008 kl. 00:04 | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 8
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 165772
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Takk fyrir góð ráð. Ætla nú að skammast aðeins við sjálfan mig. Hef þó ekki enn séð villu míns vegar. Verið æðrulaus og sinnt minni skyldu só-far. Ekki ein stöðumælasekt eða mætt seint á alþýðuviðburði.
Finn i ég þessa skekkju sem þjóðfélagsþegn, sé hún mín megin, mun ég eflaust refsa mér grimmilega.
Kristján Þór Árnason (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 00:22
Heill og sæll, Guðbjörn. Afar áhugaverð nálgun hjá þér. Í 5. klausu (málslið) að neðan kemur mér í hug viðhorf margra til íbúðarmálanna, hvernig bráðung fjölskylda á strax að hafa mjög rúmt um sig í sem fínastri íbúð – sem þess vegna er greidd með sem allra mestum lánum! Já, margt er sorglegt við þessa mótun, sem þú lýsir, t.d. "skaffara"-sjónarmiðið, sem hefur jafnvel vaxið upp úr æskunni til að stýra mörgu í pólitíkinni; og hugleiðing þín um frelsið er líka talandi sönn. ––Með kærri kveðju,
Jón Valur Jensson, 14.10.2008 kl. 00:28
Allt er þetta rétt Guðbjörn. Og sjálfur sé ég mörg ný tækifæri framundan í dag. Það er mikið rætt um það að nú eigi þjóðin að sameinast og allt er það nú gott og blessað. Það er lögð áhersla á að við eigum ekki að horfa til baka og að við eigum ekki að leita uppi sökudólga og ekki að hrópa á hefnd. Ég skal eftir atvikum fallast á þetta með hefndina en ég tel mikilvægt að leita uppi sökudólga og jafnvel að virkja reiðina upp að ákveðnu marki. Þetta er okkur mikil nauðsyn til þess að forða þjóðinni og okkur sjálfum frá frekari pólitískum afskiptum þeirra manna sem stýrðu þjóðarskútunni í sannan voða með hreinni heimsku og jafnvel enn verri samfélagslegum ágöllum sem ég kýs að nefna ekki.
Við þurfum að sjá þá menn axla pólitíska ábyrgð sem töpuðu gífurlegum verðmætum með pólitískum aulahætti og við þurfum að láta þá axla fjárhagslega ábyrgð sem höndluðu af gáleysi og vítaverðu ábyrgðarleysi með annara manna fé. Þá sem véluðu grandvart fólk til þess að afhenda þeim sparifé sitt og ruku svo með það í alþjóðlega spilakassa en tóku fyrst umsýslukostnað sem ekki var skorinn við nögl.
Og þarna vil ég að nýtt sé til hins ítrasta löggjöf um refsiábyrgð..
Fyrst og fremst vil ég nýtt fólk í stjórnsýslu og nýtt fólk í allar eftirlitsstofnanir fjármálaumsýslu. Og það án tafar.
Árni Gunnarsson, 14.10.2008 kl. 00:34
Mikið er þetta rétt hjá þér, og það á ekki að ráða uppgjafa pólítíkusa í áhrifastöður. Hverjum er um að kenna?? ég veit ekki, held mörgum samverkandi þáttum. Og margt ungt fólk tók lán fyrir flottu græjunum, húsgögnunum, bílunum og bara öllu.(Borga seinna) Þetta hefur verið kjörorð okkar Íslendinga. Borga seinna.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 14.10.2008 kl. 00:57
Sæll Kristján! Eins og skrif mín bera með sér, er ég ekki að lýsa ÖLLUM einstaklingum samfélags okkar, heldur þeim hrópanda sem bergmálaður er. Ég þekki marga afar heilbrigt hugsandi einstaklinga sem hrista hausinn yfir þeirri græðgi og streitu sem samfélagið bergmálar. Ég held þú sleppir við refsingu. Takk fyrir innlitið.
Sæll Jón Valur! Þakka þér fyrir þitt innlegg. Þetta efni kom í huga minn eftir að hafa hlustað á kastljósið, sem uppfletting á minningum frá hugsnum ungs fólks sem ég skuldbreytti fyrir hér á árum áður. Það var hálf nöturlegt að skynja þá kvöð og kröfu sem þetta fólk fann hjá sér til að uppfylla tiltekna "staðla" um húsnæði, bíla og lífsmunstur, til að "vera með" í þeim standard sem það vildi fylgja. Af eðlilegum ástæðum gat þetta unga fólk ekki tengt saman skyldur sínar til að gefa upp til skatts allar tekjur sínar, þeirri kröfu að stjórnvöld ættu að skaffa þeim ákveðin tiltekin lífsskilyrði. Í raun er þetta eðlilegt, þegar þess er gætt að fæst ungt fólk nú til dags, hefur raunhæfa reynslu af því að vinna fyrir lífsafkomu sinni. Flest ungt fólk þarf nú orðið einungis að vinna fyrir eysðlueyri, en framfærslan kemur frá skaffara, foreldrum eða lánasjóði námsmanna. Þetta er breytt lífsmynd, sem þarf að hugsa til þegar gerðar eru kröfur til heildrænnar hugsunar ungs og reynslulauss fólks.
Guðbjörn Jónsson, 14.10.2008 kl. 01:01
Aftur athyglisverð orð frá þér, Guðbjörn, einkum þetta ín seinni helmingi innleggsins til mín. Kærar þakkir – og með góðri kveðju til Árna, sem skortir nú ekki hreinskilnina fremur en fyrri daginn.
Jón Valur Jensson, 14.10.2008 kl. 01:23
Sæll Árni! Þakka þér fyrir innleggið. Vaxtartækifæri samfélags okkar í framtíðinn er afar mörg, ef okkur auðnast samstaða til nýtingar þeirra, en föllum ekki enn einu sinni í oftrú á einni framleiðlugrein sem eigi að treysta lífsafkomu okkar. Við reyndum síldina, loðdýraræktina, fikseldið og nú er það álið; sem fljótlega verður á útleið vegna nýrra sterkara og léttara byggingarefnis.
Það er í eðli þroskans að líta yfir farinn veg og læra af því sem ekki gafst vel. Að vilja ekki líta til baka, er að afneita lærdómi reynslunnar. Slíkt er ekki góð meðmæli fyrir stjórnendur þjóðfélags. Það sem ég er að vekja athygli á með þessum skrifum, er mikilvægi þess að endurskoðun okkar beinist að pólitískri hugmyndafræði, þeim öflum sem keyra hana áfram og að hvaða þjóðfélagshópum slík hugmyndafræði beinist. Við þurfum líka að vera betur vakandi fyrir því sem gert er í samfélagi okkar og bregðast fyrr við en nú er ljóst, þegar áróður og ógnarstjórnun fer að aftra eðlilegum samskiptaháttum í þjóðfélaginu. Einhverjir einstaklingar verða áreiðanlega í slíku uppgjöri, en mikilvægast væri að þeir yrðu afleiðing uppgjörsins en ekki aðalástæðan. Aðalástæðan væri hugmyndafræðin sem skapaði núverandi ástand.
Sæl Guðrún! Þakka þér innleggið. Það er rétt hjá þér að mjög margt ungt fólk hefur orðið fórnarlömb þeirrar streitu og ímyndarkapphlaups sem hefur tröllriðið þjóðfélagi okkar undanfarin ár. Við þurfum að finna leið til að beina þessu fólki inn á varanlegri lífsgæði þar sem er pláss fyrir lífshamingju fjölskyldunnar.
Guðbjörn Jónsson, 14.10.2008 kl. 01:35
Þú hittir naglann beint á hausinn. Auðviðað reynum við alltaf að teygja reglurnar, fara aðeins hraðar, gera aðeins betur. Það er eiginleikinn sem gerði frummanninum mögulegt að þróast til nútímans. Án þessa eiginleika v´rum við enn í hellum Evrópu... Afríku jafnvel.
Villi Asgeirsson, 14.10.2008 kl. 08:53
Ég var ekki búinn að lesa seinni hluta færslunnar og athugasemdir þegar ég skrifaði mína. Ég vil spyrja þig, af hverju ertu fyrrverandi ráðgjafi? Allt sem þú segir meikar svo rosalegan sens að það ætti næstum því að vera skyldulesning í framhaldsskólum. Ég vil svo taka undir allt sem Árni segir. Hann bullar ekki nú, frekar en áður.
Ég bý í Hollandi og hef lært mikið af ostahausunum (þeir kalla sig þetta sjálfir). Ég keypti mér 13 ára gamlan Sunny, keyrðan 47.000km á 100.000 fyrir þremur árum því ég vildi ekki taka bílalán. Vonandi lærir landinn að haga sér svona. Það er erfitt að lýsa því hvað maður er feginn að eiga góðan, en skuldlausan, bíl nú þegar kreppir að.
Villi Asgeirsson, 14.10.2008 kl. 09:13
Sæll Villi! Þakka þér fyrir innlitið og ummælin. Ég er fyrrverandi ráðgjafi vegna þess að ég er kominn með Parkinson sjúkdóm, sem rænt hefur frá mér verulegri orku og framkallað mikla styttingu á einbeitingargetu minni.
Ég öðlaðist mikla lífsreynslu við að aðstoða mikinn fjölda ungs fólk út úr skuldafeni í gjaldþrotahrynunni áranna ´85- ´92. Ég vona svo sannarlega að ekki sé í uppsiglingu álíka brjálæði nú, og átti sér stað þá.
Það mun ævinlega vera áskrift að betra og heilbrigðara lífi, að lágmarka skuldir sínar eins og kostur er. Þess vegna tek ég undir með þér, og vona að landinn læri af þeirri dýrkeyptu lexíu sem nú er til úrlausnar. Með kveðju. G.J.
Guðbjörn Jónsson, 14.10.2008 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.