Er ESB næsti sýndarveruleiki sem við tökum kollsteypu í ???

Á undanförnum áratugum hef ég oft oðað það svo, að við Íselndingar séu einkennilega háðir því að lifa einlægt í einskonar "sýndarveruleika"

Á ég þar við einskonar múgsefjun sem einlægt verður að einskonar þráhyggju, sem fram til þessa hefur, í raunveruleikanum, ævinlega reynst allt annað en sá sýndarveruleiki sem boðaður var, og blessaður í hástert.

Það vekur óþægilegar spurningar um raunveruleikaskyn þeirra sem enn sjá framtíðarljós Íslands einungis loga glatt, sé því stjórnað frá Brussel. Nú síðustu daga höfum við áþreifanlega orðið vör við ósamstöðu stærstu og sterkustu ríkja ESB, þegar þau gátu ekki orðið samstíga í vörnum gegn fjármálakreppunni, heldur fóru hvert sína leið, eins og ESB væri ekki til.

Vitað er, að ESB er í botnlausu skuldafeni og það hefur ekki geta fengið endurskoðaða ársreikninga sína í mörg ár (nálgast áratuginn). Í því efnahagsástandi sem öflugustu ríki ESB eru að fást við núna, er afar ólíklegt að þau finni sig aflögufær, til aukins stuðnigs við fjármálastöðu ESB, hvað þá til að auka útgjöld vegna reksturs samsteypunnar.

Í þeirri stöðu sem fjármál hins þróaða heims eru nú, þar sem ríkissjóðir flestra landa þurfa að leggja fram ævintýralegar fjárhæðir til að bjarga bankakerfum sinna landa, er afar ólíklegt að þessar ríkisstjórnir verði nú (fyrst það hefur ekki verið samþykkt á undanförnum árum) tilbúnar til að veita ESB samsteypunni auknar ábyrgðir vegna langtímalána, til lækkunar þeirra óreiðuskulda, sem greinilega eru að hindra endurskoðendur í að skrifa upp á ársreikningana.

Ég minnist þess ekki, að hafa heyrt fréttir frá hinu eftirsótta hringborði ESB ríkjanna, að þaðan komi einhverjar niðurstöður sem eigi upptök sín hjá fulltrúum hinna smærri ríkja Evrópu, þó þau séu umtalsvert margfeldi þjóðar okkar; auk þess að vera á meginlandi Evrópu en ekki lítið eyland, í mörg hundruð mílna fjarlægð frá meginlandinu.

Ég vil síður en svo gera lítið úr þeim sem horfa á heimsmynd komandi áratuga, í gegnum hin lítt gegnsæju ESB gleraugu. En mér finnst óþægilega lík röksemdafærsla þeirra, þeim röksemdafærslum sem settar voru fram fyrir þeirri miklu útþennslu bankakerfisins, sem uppi voru fyrir fáeinum árum.

Í ljósi alls þessa, og miklu fleiri alvarlegra atriða, spyr ég hvort íslenska þjóðin sé reiðubúin að stiga sér í enn einn drullupollinn, þar sem þeir verði að öllum líkindum meðhöndlaðir með sömu hugmyndafræðinni og lýst er í sögunni um naglasúpuna góðu.                  


mbl.is Innganga í ESB eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta eru barnaleg ummæli jafnaðar-manna og lýsa algerri vanþekkingu. ESB og evruaðild er ekki hlaðborð. Þess fyrir utan þá mun verða húnæðiskreppa á evrusvæði næstu mörg árin. Fármögnun verður mjög erfið því skuldabréfamarkaðir verða í miklu ólagi eftir að ríkissjóðir flestra ESB landa er gengir í ábyrgð fyrir skuldbindingum bankageirans. Fjármagn mun því ekki leita á þessa skuldabréfamarkaði einfaldlega vegna þess að þeir geta ekki keppt við ríkisábyrgðir bankakerfisins. Því mun þurfa að hækka vexti á húsnæðisskuldabréfamarkaði upp út öllu valdi til þess að laða að fjármagn til handa fjármögnunar á húsnæðismarkaði. Þetta mun einnig pressa verð á húnsæði niður og valda miklu öngþveiti á húsnæðismörkuðum ESB. Ég gæti trúað að það yrði mun betra að fá fjármögnun á Íslandi á næstu mörgum árum. 

 

Vextir og afföll á evrusvæði  

Húseigendur sumra landa skuldbreyta húsnæðislánum sínum að meðaltali þriðja hvert ár. Í hvert skipti kemur nýr höfuðstóll og ný vaxtaprósenta og ný afföll. Því er lítið að marka vaxtatölur nema þú takir fasta vexti og skuldbreytir aldrei. En þessi húsnæðislánafyrirtæki lifa að stórum hluta til á gjaldtökum við þessar skuldbreytingar.

Vextir eru alls ekki eins á evrusvæðinu. Þeir eru háðir aðstæðum. 

Það er svo innilega sprenghlægilegt að halda að Íslendingar myndu fá húsnæðislán á þessum vöxtum, með enga verðtryggingu! Það er alltaf horft til verðbólguáhættusögu landins (og jafnvel héraðsins) og áhættuþóknunin (risk pemium) er sett eftir því. Þetta eru dagdraumar óskhyggjumanna. Eru þeir búnir að gleyma fortíðinni.

Sjá nokkur dæmi úr rannsóknum Deutsche Bank

-------------------------------------------

 

European mortgage rates converging 

PROD0000000000228683

Between the mid-1990s and 2006, nominal mortgage rates were significantly higher in Germany than in the other countries of the euro area. Since mid/end-2006, however, the mortgage rate level in Germany has converged with the European average. In fact, it slipped below the average in 2007.

There has been protracted debate on the reasons for the interest rate divergences within Europe in the past 15 years. Three possible causes have been identified: first, the differences in the efficiency of the national banking systems; second, varying degrees of competition in the respective national banking markets; and third, country-specific differences in risk pricing.

The fact that German mortgage rates have converged with the EMU average during the subprime crisis provides empirical evidence for the third explanation in particular. In many EMU countries, nominal interest rates fell in the course of the euro’s introduction, triggering an upswing in the real estate sector among others. Because of the longlasting upswing, the banks in these countries may have been overly optimistic when calculating risk premia. With the subprime crisis reaching Europe, however, banks in many countries face higher default rates. This is forcing them to assess risk as realistically as German banks have already been doing for years. The bottom line is that German mortgage rates have lost their “lead” relative to the European average: Slóð: European mortgage rates converging

 

Gunnar Rögnvaldsson, 14.10.2008 kl. 11:26

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Gunnar og takk fyri þetta innlegg.  Ég verð að segja að mig undrar kannski ekki hve illa þjóðin okkar er stödd í efnahagsmálum þegar forystusveit, núverandi stærsta stjórnmálaflokksins, lokar sjálfa sig inni í slíkum óraunveruleika sem orð þeirra og skrif benda til.

Það hefur aldrei verið til farsældar fallið, að vera svo sannfærður um að grasið sé grænna annars staða, en hægt sé að gera það í eigin túni. Slíkt lýsir einungis hugmyndafátækt og minnimáttarkennd, en hvorugur eiginleikinn er sérlega vel til forystu fallinn.  Með kveðju.  G.J.

Guðbjörn Jónsson, 14.10.2008 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 164839

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband