24.10.2008 | 18:07
Hugsunarháttur okkar er lykillinn að árangrinum
Ég tel mig þekkja hvernig Paul Thomsen hefur liðið þegar hann var að tilkynna þjóðinni í hve alvarlegri stöðu fármál hennar eru. Hér áður fyrr þurfti ég oft að tilkynna stoltu og dálítið sjálfbirgingslegu fólki að það væri búið að skuldsetja sig svo mikið að tekjur þeirra dygðu ekki til framfærslu og greiðslu afborgana.
Flestir sem hafa ábyrga hugsun, telja stóran hluta af sjálfsvirðingu sinni felast í fullu fjárhagslegu sjálfstæði; og skilja þá hugtakið "sjálfstæði" þannig að allir séu að sjálfsögðu tilbúnir til að lána þeim vörur eða önnur verðmæti, gegn því að þau greiði það síðar. Þeir hafi óskert traust og áreiðanleika.
Þeir sem af einhverri tegund ábyrgðarleysis, lenda utan við þetta umhverfi trausts og áreiðanleika, upplifa mikla höfnun. Viðbrögð flestra við slíku er líka höfnun. Þeir hafna þeim aðstæðum sem þeir höfðu sjálfir skapað sér með einhverskonar ábyrgðarleysi, og fá oft útrás í því að vera ósanngjörn eða ókurteis við þann sem er að hjálpa.
Líkt og við greiðsluerfiðleika einstaklings, er hugarfarið lykillinn að markvissri lausn úr þeim aðstæðum sem uppi eru. Afneitun þess raunveruleika sem skapaður var, er einungis flótti frá ábyrgð á eigin athöfnum eða athafnaleysi og skortur á hurekki til að takast á við þann raunveruleika sem lífið leggur að fótum manns. Raunveruleika sem búinn var til með fyrri athöfnum eða athafnaleysi.
Þegar við, hvert fyrir sig, höfum skilgreint stöðu okkar og skapað okkur hugrekki til að leita skilmerkilegra lausna, til að komast úr þeim vanda sem við erum í, er alltaf hægt að finna lausn sem skapar leið til bjartari framtíðar.
Þegar við, hvert um sig, finnum lausnir á vanda okkar og vinnum okkur markvisst frá þeim erfliðleikum sem við skópum, öðlumst við í leiðinni afar dýrmætan þroska og fáum um leið nýjan skilning á þeim mikilvægu gildum í lífinu sem byggja upp hina raunverulegu lífshamingju.
Mig langar að biðja fólk að hafa hemil á hroka og hleipidómum, því slíkt lýsir fyrst og fremst innri líðan þess sem slíkt sýnir. Við munum geta náð árangri gagnvart þeim sem misnotað hafa aðstæður í þjóðfélagi okkar, þó við spörum heift og reiði. Auk þess er slíkt eyðsla á dýrmætri orku og tíma, því þeir sem eru hugarfarslega fastir í heift eða reiði, hafa ekki eðlilega dómgreind til úrlausnar aðsteðjandi viðfangsefna.
Mjög erfiðir tímar framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 165769
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Guðbjörn.svona íhaldslummur meltast illa,ég hálf hissa á þinni rökfræði,hún kann þó að nýtast auðtrúa fólki.Þú veist mætavel að þeir sem búa við mikla fátækt áratugum saman njóta ekki lífshamingju og finna því ekki lausn á sínum vanda.Oft eru veikindi meðspilandi í fátæktinni og þyngist þá enn róðurinn.Aðstæður í þjóðfélaginu eru heldur ekki upplífgandi .
Kristján Pétursson, 24.10.2008 kl. 20:25
Sæll Kristján! Takk fyrir innlitið og athugasemdina. En með fullri virðingu fyrir þér og þínu lífshlaupi þá VEIT ég að ég hef margfalda reynslu á við þig í þessum málum. Það sem ég segi þarna eru viðurkennd fræði, auk þess að hafa í marga áratugi verið sönnuð í raunverulegri framkvæmd.
Afbrigðilegir þættir, eins og þeir sem þú nefnir eru, og hafa ævinlega verið, úrlausnarþættir velferðarsviða, en ekki leystir innan tekjuramma einstaklinga eða fjölskyldna. Með kveðju. G. J.
Guðbjörn Jónsson, 24.10.2008 kl. 23:48
Guðbjörn: Góður minn að vanda, það er hugarfarið sem gerir og heldur mönnum í örbyrgð og vanda, ef andinn er jákvæður eru öll vandamál yfirstíganleg ekki satt, það er kjarninn ástandið er aldrei verra en hugurinn leifir, eða eins og einn róninn sagði eftir að hafa kúgast og ælt, eftir að hafa drukkið hárnæringu sem innihélt alkóhól, það er verst hvað mér þykir þetta gott..... kvölin verður völinn.
Magnús Jónsson, 25.10.2008 kl. 00:52
Sæll Magnús! Takk fyrir innlitið og athugasemdina. Það er rétt að hugarfarið skiptir afar miklu máli. Sé það framsækið og jákvætt, stutt jarðbundnu raunsæi á aðstæður í nútíð og horfum til framtíðar, er yfirleitt hægt að finna leiðir að ásættanlegu marki.
Guðbjörn Jónsson, 25.10.2008 kl. 11:15
Góð úttekt hjá þér Guðbjörn eins og þinn er vandi. Vitaskuld er metur vandinn tengdur hugarfari og það er svosem ekki nýtt. Þjóðin er búin að temja sér lífshætti sem fáir höfðu efni á en var teymd út í með ofbeldisfullum árásum skefjalausra "non stop" auglýsinga sem neytendur að sjálfsögðu greiddu margföldu kostnaðarverði. Daglega komu greiningardeildir bankanna á vettvang og skýrðu frá batnandi horfum að uppfylltum kröfum vinavæddra eigenda meginhluta þjóðarverðamæta. Og þegar allt um þrýtur grípur ráðlaus þjóð fegins hendi þær stóru lausnir sem eigendur stærsta stjórnmálaaflsins býður upp á.
Ég óttast að í næstu Alþingiskosningum komi fram að þessi þjóð lærði ekki neitt af sinni skelfilegustu reynslu af valdhöfum sínum á sögulegum tíma.
Bestu kveðjur!
Árni Gunnarsson, 26.10.2008 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.