Finnur Samfylkingin ekki til neinnar ábyrgðar ????????

Það hefur undrað mig mikið að Samfylkingin skuli aldrei vera spurð um ábyrgð sína á því að erlendar skuldir bankanna tvöfölduðust á þeim tíma sem leið frá því þau tóku sæti í ríkisstjórn og fram að bankahruninu. Þó þjóðfélagið gæti klárað sig af erlendum skuldum upp á u. þ. b. 6.500 milljarða, eins og þær voru þegar Samfylkingin tók við, var varla við því að búast að þjóðfélagið þyldi svona hraða skuldaaukningu, að verða nær 13.000 milljörðum á innan við tveimur árum. Slíkt var vonlaust að þjóðfélagið gæti borið.

Í ljósi þessara staðreynda finnst mér Samfylkingin sleppa billega frá skeytingaleysi sínu varðandi hina hröðu skuldaaukningu. Einkanlega sé líka litið til þess hvernig virðist hafa verið farið með þetta fjármagn, sem virðist hafa verið lánað út aftur gegn afar hæpnum tryggingum.

Í öllu þessu ferli sýndi Samfylkingin afar litla þekkingu á nauðsynlegu og eðlilegu fjárstreymi um þjóðfélagið. Og sama þekkingarleysið er enn á ferðinni þegar þau telja það til hagsbóta fyrir þjóðfélag okkar nú, að ganga í Evrópusambandið og taka upp Evru.

Á undanförnum vikum hefur það sýnt sig að engin biðröð er hjá fjármagnseigiendum til að koma hingað með peninga. Við munum ekkert frekar fá Evrur til okkar, þó við höfum þær sem okkar gjaldmiðil, nema sem greiðslu fyrir þær vörur eða þjónustu sem við seljum, líkt og við fáum nú.

Seðlabanki okkar mun starfa áfram þó við tökum upp Evru og hann mun áfram stýra fjárstreymi um atvinnulíf landsins. Hann og ríkisstjórnin munu áfram bera ábyrgð á því að skapa þjóðinni nægar tekjur (Evrur) til þess að reka þjóðfélag okkar. Við munum hins vegar ekki geta aukið innlenda veltu til atvinnusköpunar eða til að bregðast við bráðaaðstæðum, með því að auka peningamagn í umferð, ef við skiptum yfir í mynt annarrar þjóðar. Til slíks munum við þurfa samþykki yfirstjórnar gjaldmiðilsins (Evrunnar), sem getur orðið tímafrekt að fá samþykki fyrir, þar sem 27 þjóðir þurfa að samþykkja.

Það hryggir mig mjög, sem jafnaðarmann frá blautu barnsbeini, að sjá hve svokallaður jafnaðarmannaflokkur okkar virðist rúinn allri raunhæfri þekkingu á nauðsynlegu fjárstreymi sjálfstæðs þjóðfélags. Það er undarlegt til þess að hugsa að á liðlega 50 árum skuli raunverulegri þekkingu á rekstri sjálfstæðs þjóðfélags hnygnað eins svakalega og raunin virðist vera.

Það eru afar lélegir arfberar frelsins og sjálfstæðis (sem var gunnfáni jafnaðarmanna fyrir liðlega hálfri öld), sem nú sjá eina ljós framtíðarinnar felast í því að skríða hundflatir undir verndarvæng ímyndaðrar auðsældar, hjá valdabandalagi sem er að líða undir lok, vegna innri sundrungar.

Við slíka framtíðarsýn er eina gleðin að vera orðinn gamall og þurfa ekki að lifa lengi við slíka niðurlægingu.        


mbl.is Stjórnarsáttmáli heyrir sögunni til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tetta er hormulegt tad er mikid satt hja ter.

Samfylkingin er ordinn LANDRADAFLOKKUR !

Segi og skrifa og stend vid tad !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 12:46

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég hefði haldið að það hefðu verið pólitískt skipaðar stöður í öllum þessum bankaráðum þrátt fyrir að þetta hefði allt verið selt!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.11.2008 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband