Eru friðsömu mótmælin að baki ???????????????

Jæja, þá virðist ófriðarhópnum í samfélagi okkar vera að takast að breyta þeim friðsömu mótmælum, sem verið hafa undanfarnar vikur, í gamalkunna ofbeldistaktík. Þar með geta stjórnvöld andað rólega, því friðsamir borgarar munu forðast þessar samkomur þegar þær fá á sig slíkan ofbeldisblæ sem urðu á laugardaginn.

Sá ágæti og skeleggi skipuleggjandi mótmælanna við Austurvöll, Hörður Torfason, gerði alvarleg og afgerandi mistök þegar hann hrópaði í lok fundarins á Austurvelli, að næst væri það lögreglustöðin við Hverfisgötu.

Ljóst er, og fram hefur komið, að sá blessaður maður sem handteinn var, var ekki handtekinn vegna þátttöku sinnar í mótmælunum, eða af því að hafa klifrað upp á Alþingishúsið og flaggað Bónusfána. Hann var handtekinn vegna dómsúrskurðar sem fallið hafði, þar sem aðalrefsing var sekt, en vararefsing fangelsun.

Það var því mjög andstætt eðli og tilgangs mótmælanna á Austurvelli, að gera brot þessa manns á íslenskum lögum, og flótta frá eðlilegri ljúkningu þeirrar refsingar sem hann ávann sér, að virkum dagskrárlið mótmælanna á Austurvelli. Slíkt mun fæla heiðarlegt fólk frá þessum fundum, enda vandséð að aftur verði snúið til þeirra friðsömu mótmæla sem að var stefnt í upphafi.

Já, við getum áfellst stjórnvöld fyrir ýmsa þætti í skipulagi þjóðmálanna, en meðan við getum ekki skipulagt og framfylgt friðsömum mótmælum á afmörkuðu svæði í miðborginni, mun ástandið líklega lítið batna þó valdhafarnir væru hraktir úr stólunum en mótmælendur kæmu í staðinn.

Því fylgir ábyrgð á mótmæla röngum vinnubrögðum. Árangur slíkra mótmæla getur aldrei byggst á lögbrotum eða ofbeldi. SEM BETUR FER.                  


mbl.is Fráleitt ólögmæt handtaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur þú mætt á Mótmælin

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 15:22

2 identicon

Hörður Torfason er fífl. Nafn hans verður eitt þeirra sem rituð verða í sögubækurnar þegar fjallað verður um fall lýðveldisins.

Atli (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 16:03

3 identicon

Mér skildist nú á einhverri frétt að hann hefði verið að þvælast með þessu Saving-Iceland liði fyrir austan. Það er alveg ljóst að maðurinn verður að bera ábyrgð á sínum gjörðum og hann getur engum nema sjálfum sér um kennt um að hafa verið handtekinn daginn fyrir mótmælin.

Ég gæti helst ímyndað mér að þetta sé svona artie maður, hlustar á Sigurrós, styður við Vinstri græna, á móti öllum framkvæmdum, ómenntaður (nema mögulega með stúdentspróf af listnámsbraut í MH), reykir maríuana og hefur sterkar skoðanir á öllum málefnum þrátt fyrir að hafa í flestum tilvikum ekki hugmynd um hvað hann er að tala ... og jú, meigum ekki gleyma treflinum...

Axel (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 16:19

4 Smámynd: Heidi Strand

Það er rétt hjá Skorrdal.

Heidi Strand, 23.11.2008 kl. 16:33

5 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Æsir!  Nei, ég hef ekki mætt á mótmælin á Austurvelli. Ég hef verið að undirbúa árás á "verðtrygginguna", eins og þú getur séð smávegis vikið að ef þú lest fleiri færslur hér á síðunni. Fólki verður meira gagn að vinnu minni við það, en að ég standi niðri á Austurvelli.  Ég er ekki reiður, og í augnablikinu höfum við enga betri aðila í sjónmáli til að taka við af Geir og félögum. Við þurfum að byrja á að finna fólkið til að taka við. Annað er bara útrás fyrir reiði.

Sæll Skorrdal!  Ég var ekki að KENNA Herði um mótmælin við lögreglustöðina, en sagði að honum hefðu orðið á alvarleg msitök, sem skipuleggjanda mótmæla gegn ríkissjórninni, að ljúka þeim með hvatningu til mótmæla gegn lögreglunni.

Atli og Axel!  Líður ykkur betur þegar þið getið kastað skít í einhvern, án málefnalegra ástæðna?????? 

Guðbjörn Jónsson, 23.11.2008 kl. 17:18

6 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Skorrdal!  Líklega til lítils að rökræða við þig fyrst þú þekkkir ekki leikreglur lýðræðis og manréttinda.

Guðbjörn Jónsson, 23.11.2008 kl. 17:56

7 identicon

Nei þetta er nú líklega rétt hjá ykkur, tók aðeins of sterkt til orða þarna en ég stend hins vegar við það sem ég segji um það að maðurinn verður að bera ábyrgð á sínum gjörðum og ef hann hefur tekið þátt í þessum ólátum með Saving Iceland fyrir austan þá þykir mér eðliegt að hann sé handtekinn fyrir mótmælin hérna í ljósi þess að menn óttist það að hann endurtaki leikinn.

Axel (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 18:29

8 Smámynd: Ingibjörg SoS

Ég á nú bara ekkert einasta orð. - Hef verið að lesa yfir þessar samræður. Engin furða að þessi ríkisstjórn sé við völd. Engin furða að ríkisstjórnin sé búin að sigla þjóðinni í strand og gott betur. Engin furða meðan til eru einstaklingar sem syngja ástaróð til lágkúrunnar.    Atli, Axel og Guðbjörn! Hvurslags eiginlega stöðnun á andlegum þroska. - Engin hætta á að þið missið siðblingjahetjurnar úr stjórnklefanum á hinu "strandaða skipi". Nei nei nei nei. Með ykkar líka um borð, þá mun hið laskaða skip hökta þetta áfram eitthvað lengur. - Eitthvað smá lengur. Góða ferð. Góða skemmtun. Ég enda þetta með tilvitnun í hreint gífurlega málefnalegan texta þinn, Axel, sem segir öllum viti bornum mönnum, að þetta segir meir um þig sjálfan, -  þínar eigin takmarkanir, en persónu einstaklings sem er þó alltént með hressilegu lífsmarki.

TILVITNUN Í TEXTA

 "Ég gæti helst ímyndað mér að þetta sé svona artie maður, hlustar á Sigurrós, styður við Vinstri græna, á móti öllum framkvæmdum, ómenntaður (nema mögulega með stúdentspróf af listnámsbraut í MH), reykir maríuana og hefur sterkar skoðanir á öllum málefnum þrátt fyrir að hafa í flestum tilvikum ekki hugmynd um hvað hann er að tala ... og jú, meigum ekki gleyma treflinum..."

Ingibjörg SoS, 24.11.2008 kl. 01:12

9 identicon

Sæll Guðbjörn, Þú virðist apa allt uppúr fjölmiðlum eins og margi. Sér einhverja frétt og byrjar að blogga án þess að kynna þér málavexti, allavegna skaltu gera það næst aður enn þú kemur með fullyrðingar sem standast ekki.

Atli og Axel hverskonarhugdun er hjá ykkur eða hafið þið enga réttlætiskend?

Mosfeld (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 01:19

10 identicon

Það er rækilega búið að sanna sig að "friðsöm" mótmæli skila akkúrat ENGU, sá tími er runnin upp að við sem viljum breytingar í átt til ALVÖRU lýðræðis hér á landi grípum til þess eina sem eftir er..valdbeitingar,við MUNUM ná völdum hér með góðu eða íllu,sumir kalla það valdarán ég kalla það ást á landi mínu sem hefur verið nauðgað og gerendur ganga lausir en allir vita hverjir þeir eru, ást á LÝÐRÆÐI sem er einsog misnotað barn og þarf að komast í hendur á ÁBYRGUM aðilum sem sýna því það sem það þarf skilning ástúð og umhyggju. Sá tími er er runninn upp að hér verður barist um sjálfstæði þjóðar og lífsafkomu hennar.

Fylkið liði um ykkar málstað, hver hann er verðið þið að gera upp við ykkar samvisku...við sjáumst á vígvellinum

Atvinnumaður (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 13:01

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Valdbeiting er aldrei lýðræðisleg.  Atvinnumaður ætti að líta í eigin barm og Mugabes. 
Staðreyndin er sú að þorri íslensks almennings vill að misheppnuðum stjórnmálamönnum og embættismönnum þeirra verði komið frá völdum á friðsamlegan hátt.  Örfá hundruð ofbeldissinnaðra  mótmælenda fá engu um það breytt og geta ekki gert sér vonir um að komast í embætti og valdastöður á vegum sjálfskipaðs valdaræningja.

Byltingin étur börnin sín - alltaf.

Kolbrún Hilmars, 24.11.2008 kl. 19:07

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mér finnst ég ekki ofbeldissinnaður að vilja taka völdin á þessu landi með vopnavaldi. Mér finnst það nauðsynlegt til að koma á lýðræði aftur, því það er ekkert núna. Enn andstaðan gegn vopnaðri valdatöku, skil ég ekki. það er eitthvað séríslenskt. Annars bý æeg ekki á Íslandi, hús-skammbyssa er eins sjálfsagður hlutur og málbandið eða hamarinn í verkfæraskúffunni. Það er heldur ekki verið að tala um að ræna völdum heldur til að búa til þjóðstjórn.

Ég er svo mikill karlremba, að mér finnst að allar konur ættu að draga sig í hlé..bara af því að þær eru konur... 

Óskar Arnórsson, 25.11.2008 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 165584

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband