4.1.2009 | 22:20
Óhugnanleg frétt um ásetningsmorð á saklausum borgurum
Ef einhver hefur efast um ásetning ísraelsmanna um að drepa samklausa borgara annars ríkis, þá er staðfestingu þess að fá í þessari frétt. Í henni er staðfest að Ísraelsher lagði á sig umtalsverðan kostnað og fyrirhöfn, til að ÆFA innrás á annað menningarsamfélag, utan landamæra ríkis þeirra.
Í fréttinni segir að allt að 300 þúsund manns hafi særst á Gasa á fáeinum dögum. Athyglisvert, í ljósi þess að þetta er svipuð tala og fjöldi Íslendinga er. Þetta jafngildir því að Ísraelsher hafi sært eða limlest nánast ALLA Íslensku þjóðina á u. þ. b. tveimur vikum.
Eru Íslensk stjórnvöld tilbúin að horfa þegjandi á svona framkomu öflugs herveldis, gagnvart fólki sem það hefur kúgað í áratugi? Er það manngildið, sem býr í brjóstum stjórnmálamanna okkar og þá sérstaklega ráðherrana? Að rétt aðeins orða það, svona eins og fyrir siðasakir, að þetta sé óheppileg framkoma hjá Ísraelsher.
Ísraelar segjast vera Guðs útvalda þjóð. Er þetta skilningur þeirra á mannkærleika Guðs? EÐA - er ríki þeirra stjórnað af mönnum sem bera djúpt hatur til annarra kynþátta; og þá kannski sérstaklega þess kynþáttar, sem á árþúsunda sögulegan rétt til landsins sem þeim var fengið til afnota.
Heimsbyggðin getur ekki lengur horft á þessa atburði eins og leikmynd. Þarna er um raunveruleika að ræða, sem öllu siðuðu fólki er smán að, ef ekki verður VARANLEGA stöðvaður yfirgangur ísraela gagnvart Palestínumönnum.
Æfðu innrásina í átján mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Nú er tvennt í þessu, annaðhvort ertu ekki meðalgefinn og fattar ekki að hér er um ritvillu að ræða, og þarna ætti að standa 3000, eða þú ert ekki meðalgefinn og heldur að þessi nauðgun þí á staðreyndum skilji eftir sig meiri samúð með hryðjuverkamönnum Hamas.
Hilmar (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 22:50
Sá sem ber í bætifláka fyrir það að einum besta her heimsins er beitt gegn mönnum með nokkrar heimasmíðaðar eldflaugabyssur er minna en meðalgefinn. Sá sem getur horft upp á sundursprengd lík og blóðugt, stórslasað fólk, karla, konur og börn, borin inn í yfirfull sjúkrahús, bara til þess að deyja, hann er tilfinningalaus. Sá sem reynir enn að finna einhver rök fyrir þeim hryllingi sem þarna er að gerast, skriðdrekum beitt á fólk sem þegar hefur verið girt inni af háum múr svo það getur ekki forðað sér undan sprengjunum, svelt vikum saman, samfélagið eyðilagt, allt lagt í rúst, hann er siðspilltur. Þetta er FÓLK, það er verið að drepa FÓLK, murka úr því lífið, þetta er þjóðarmorð, sem hefur í rauninni staðið í 60 ár. Enda má sjá á ritsmíðum þessara manna að þeir eru ekki burðugir.
Þorgrímur Gestsson, 4.1.2009 kl. 23:34
Af hverju er Ísraelsher jafn "góður" her og raun ber vitni Þorgrímur? Jú, af því að þeir hafa meiri æfingu en aðrir herir. Því enginn her hefur þurft að berjast jafn oft og jafn lengi gegn "fólki" sem hefur það á stefnuskránni að eyða heilu þjóðfélagi.
Engin þjóð hefur þurft að þola jafn takmarkalausar árásir hryðjuverka"fólks" og Ísrael. Það gildir jafnt innan sem utan landamæra Ísrael. Og við skulum muna það, að þessi þjóð barðist ein og óstudd þar til ríkisstjórn Richard M. Nixon ákvað að veita henni stuðning árið 1973.
Kannski það sé málið, ykkur vinstrimönnunum hefur alltaf sviðið að skjólstæðingar Sovétssins hafi tapað öllum stríðum gegn þessari fámennu þjóð eins oft og illa eins og sagan sýnir, og tengingin við hið illa í Bandaríkjunum hafi verið það sem gaf ykkur hina endanlegu ástæðu til að gefa hatrinu lausan tauminn.
Þorgrímur, ég sé á þinni síðu að þú titlar þig blaðamann. Ef þú ert enn blaðamaður, þá er það "blaðamennska" gamla Þjóðviljans sem spilar í þér. Gamla kaldastríðshatrið sem sumum tekst ekki að komast yfir.
Þessi tilraun þín til tilfinningakláms er tilgangslaus. Það er búið að sprengja, skjóta, stinga og kyrkja saklaus börn í Ísrael frá því 1929, án þess að vinstrisinnaðir Þjóðviljablaðamenn heimssins hafi haft neitt sérstakt við það að athuga.
Hilmar (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 05:27
Hilmar: "Það er búið að sprengja, skjóta, stinga og kyrkja saklaus börn í Ísrael frá því 1929..."
Þú sakar blogghöfund um staðreyndanauðgun en hikar ekki við það sjálfur. Ísrael var ekki til 1929.
Karma (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 10:57
Mbl.is leiðrétti fréttina þannig að hinir særðu eru 3000 en ekki 300 þúsund, eins og stóð fyrst í fréttinni. Þó umtalsverður munur sé á þessum tveimur tölum, breytir það ekki þeim óhæfuverkum sem Ísraelar eru að gera á Gasa.
Guðbjörn Jónsson, 5.1.2009 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.