Ætlast stjórnvöld ekki til árangurs rannsókna eða ákæruþátta ?

Ég verð að viðurkenna að ég hef verið mjög hugsi yfir ákvörðun stjórnvalda, og þá sérstaklega þáverandi dómsmálaráðherra, Björns Bjarnasonar, að skipa þennan mann sem sérstakan saksóknara í málaflokki sem krefst sérstaklega yfirgripsmikillar þekkingar á bókfærslu og uppgjörsmálum.

Ég dreg ekki í efa að Ólafur getur verið ágætis maður, og haft fjölmarga góða kosti, en þekkingu á bókfærslu- og/eða uppgjörsmálefnum hefur hann enga. Það margsannaðist í framgöngu hans sem sérstaks saksóknara í málaferlum ríkisins gegn Eggert Haukdal.

Í því máli gengu maður undir manns hönd, endurskoðendur, prófessorar og doktorar í endurskoðunarfræðum, við að sýna hinum sérstaka saksóknara fram á að þeir sömu þættir sem ég benti á í skýrlsu minni til Hæstaréttar á árinu 2001, voru nákvæm og glögg lýsing á öllum þeim atriðum sem að ákærunum lutu. Allir þessir aðilar voru sammála um að ekkert saknæmt hafði verið gert í rekstri sveitarfélagsins, heldur væru hinir ákærðu þættir til komnir vegna ótrúlega litillar kunnáttu endurskoðanda sveitarfélagsins, í  færslu og uppgjöri bókhalds sveitarfélaga. Við það bættist svo einkennilegur ásetningur endurskoðanda hjá KPMG, við að búa til saknæmt athæfi til að geta ákært Eggert, sem þá hafði ætlað að yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn og fara í framboð fyrir Frjálslynda flokkinn.

Engin fær leið fannst til að fá hinn sérstaka saksóknara til að lesa eðlilegt og rétt ferli út úr bókfærslu og uppgjörsgögnum sveitarfélagsins. Dómarar Hæstaréttar höfðu líka látið ginnast til að sakfella Eggert. Það var því ekki fyrr en gerð var krafa um að dómstóllinn Hæstiréttur yrði skipaður algjörlega nýjum dómurum, sem engin afskipti hefðu áður haft af málinu, sem niðurstaða dómstólsins varð í fullu samræmi við lög og vinnureglur um bókhaldsuppgjör. Dómurinn ógilti allar ákærur hins sérstaka saksóknara, þar sem engar þeirra byggðust á traustum lagagrunni.

Þegar til þess er litið, að þau atriði sem rannsaka þarf í sambandi við hugsanleg brot í tengslum við bankahrunið, byggjast nánast eingöngu á yfirgripsmikilli þekkingu á færslum viðskipa, bókhalds og reikningsskilum, átti fyrrverandi dómsmálaráðherra að hafa fulla yfirsýn yfir þekkingarleysi hins sérstaka saksóknara á þessu sviði.

Í ljósi þess sem hér hefur verið rakið, hef ég ítrekað spurt sjálfan mig, hvort það geti verið, að þessi maður hafi verið settur í þetta embætti, einmitt vegna þess hve litlar líkur væru á að hann mundi finna eitthvað saknæmt, þar sem þekking hans á viðfangsefninu væri svo lítil.             


mbl.is Eignir auðmanna verði kyrrsettar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er bara algjörlega sammála, fyrst BB var að ráða mann, hvers vegna réði hann ekki mann með endurskoðun með lögfræðingnum svo það væri eitthvert vit í þessu. Þetta er allt orðið eitt stórt rugl, enda er hlegið að okkur út um allan heim. Málið er að stjórnmálamenn okkar verða aldrei aftur teknir alvarlega. Og þegar þeir fara í ræðupúlt einhvers staðar erlendis, þá munu menn halla saman öxlum og hvísla í annara hvors eyra einhverju fyndnu um klikkaða stjórnmálamanninn frá litla Íslandi sem einu sinni vildi verða stórt.

Mig langar samt til að spyrja í leiðinni, hvað er að hægrimönnum, í alvöru, hvar er réttlætikennd þessara manna? Hvernig hefur þetta fólk eiginlega verið alið upp? Indriði Þorláksson fyrrverandi ríkisskattstjóri vildi setja kafla um skattaskjól og undanskot frá skatti í skýrslu sem nefnd á vegum Árna Matt var að vinna að í september í fyrra, en tveir menn voru á móti því. Þegar ég var að lesa fréttina þá datt mér strax í hug að hér hefðu það verið hægrimenn sem hefðu verið á móti. Og mikið rétt, Tryggvi Þór Herbertsson frjálshyggjubrjálæðingur og Vilhjálmur Egilsson framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins og Sjálfstæðismaður með meiru voru á móti. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru það einkum þessir nefndarmenn sem voru andvígir því að fjallað yrði um þessi mál í skýrslunni. Þess vegna spyr ég, hvenær ætlar fólk að vakna og fatta fyrir hvað þessi flokkur stendur? Hvenær ætlar fólk að gera sér grein fyrir því að þessi flokkur snýst ekki um neitt nema völd og peninga og sérhagsmuni ákveðinna aðila. Mikill er undirlægjuhátturinn að þurfa stöðugt að kyssa vöndinn á fjögurra ára fresti. Það fer að líða að því að maður fer að kalla 30% þjóðarinnar fífl, fólk sem tendur við bakið á mönnum sem hika ekki við að svíkja þjóð sína.

Valsól (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 07:28

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Takk fyrir innlitið Valsól.  Ég er svo hjartanlega sammála því sem þú skrifar þarna. Ég er farinn að velta fyrir mér hvort þessi greindarskortur Sjálfstæðismanna fari ekki að flokkast sem heilaskemmd.

Guðbjörn Jónsson, 26.2.2009 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 165580

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband