16.5.2009 | 12:18
Lánveitingar lífeyrissjóðanna
Í Morgunblaðinu í dag, laugardaginn 16. maí 2009, er frétt á bls. 26, sem greinir frá því að Bakkavör Group geti ekki greitt skuldabréf sem var á gjalddaga í gær (15. maí) að fjárhæð sem næst 20 milljörðum króna. Meðal kaupenda þessara skuldabréfa voru lífeyrissjóðir "sem nú fá lán sín ekki endurgreidd" eins og segir í fréttinni.
Í fréttinni er lýst hinni lögformlegu innheimtuleið, með fjárnámi og síðar kröfu um gjaldþrotaskipti. Síðan segir í fréttinni:
"Þetta er ekki borðleggjandi ákvörðun fyrir þessa kröfuhafa. Bakkavör Group á engar eignir sem hægt er að ganga að. Stórir lánveitendur eru með veð í rekstrarfélögunum, sem eru undir Bakkavör Group. Lífeyrissjóðir og aðrir sem keyptu skuldabréfin halda því á bréfum án nokkurar trygginga eða veða." (leturbreyting er mín)
Það vekur athygli mína að lífeyrissjóðir hafi keypt skuldabréf sem ekki höfðu trygg veð. Ég veit ekki betur en að slík meðferð fjár hjá lífeyrissjóðunum sé með öllu bönnuð, enda eru lífeyrissjóðirnir ekki áhættusjóðir og stjórnendum þeirra ber skylda til að ávaxta höfuðstól sjóðanna á tryggan máta, þar sem höfuðstóllinn er undirstaða lífeyris sjóðsfélaga.
Í ljósi þess sem þarna kemur fram, sem og mörgum fyrri fréttum af gífurlega tapi lífeyrissjóða í bankahruninu, virðist augljóst að stjórnendur þessara sjóða hafi farið æði frjálslega með starfsumboð sitt. Þeir ættu því að sjá sóma sinn í að víkja sjálfviljugir úr starfi NÚ ÞEGAR, svo ekki þurfi að safna liði til að reka þá. Þeir hafa augljóslega nú þegar fyrirgert öllu trausti sjóðsfélaga, til gæslu hagsmuna þeirra. Áframhaldandi seta þessara manna við stjórnun og við rekstur þessara sjóða, er því augljós yfirgangur gagnvart eigendum þessara sjóða og blind frekja til að halda þeim völdum sem þeir telja sig hafa, í skjóli eigna sjóðsfélaga.
Betra er seint en aldrei, að gripið sé í taumana og hreinsað út úr sukkhreiðri lífeyrissjóðanna.
Bakkavör í vanskilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 8
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 165772
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Heilbrigð skynsemi tekur undir alla þína speki, enda er meiriháttar gaman að lesa þína gagnrýni, hún er málefnaleg & rétt....! Augljóst að þeir sem stýrðu lífeyrissjóðunum hafa algjörlega brugðist sjóðsfélögum, bæði stjórnirnar og forstjórar þessara félaga. Þeir spiluðu með "skúrkunum..." og ég leyfi mér að efast um heiðarleika þessara manna..! Ég vil að þetta lið verði allt rekið og látið sætta rannsókn, sú rannsókn á að ná 10 ár aftur í tímann...!
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 13:48
Takk fyrir Jakob, og ég tek undir það sem þú segir hér.
Kveðja, G.J.
Guðbjörn Jónsson, 16.5.2009 kl. 16:42
Þú veist nú greinilega lítið um starfsemi lífeyrissjóða og fjárfestingaheimildir þeirra. Það er enn fullkomlega löglegt fyrir lífeyrissjóð að kaupa fyrirtækjaskuldabréf, þ.e. ef það væru einhver fyrirtæki að selja slík bréf ...
LM, 16.5.2009 kl. 16:47
LM: Það efr alveg rétt af þér að láta ekki vita af nafni þínu, miðað við þá glöggskyggni sem fram kemur í skrifum þínum.
Guðbjörn Jónsson, 17.5.2009 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.