Smáralind vonlaust dæmi frá upphafi

Hugmyndafræðin um Smáralind var vonlaus frá upphafi, því engin leið var að slík fjárfesting gæti borið sig hér á okkar litla landi. Fleiri verslunarhallir munu verða gjaldþrota áður en jafnvægi næst, því þjóðin getur ekki borið alla þessa fjárfestingu og það byrgðahald sem svona mörgum stórverslunum fylgir.

Þjóðin verður að fara að átta sig á, að gjaldeyrir kemur ekki til landsins á annan veg en gegnum sölu okkar á vörum eða þjónustu, til anarra landa. Endalaust innstreymi lánsfjár er liðin tíð og komið að því að lifa af þeim tekjum sem við búum til sjálf, með hugviti okkar og atorku.

Margir lifa í þeim falsdraumi að lífið verði eins og fyrir bankahrun ef við göngum í ESB eða töku upp evru. Þetta er sama villan og hjá vímuefnaneytandanum sem telur sér trú um að heimurinn sé svo mikið betri þegar hann er undir áhrifum vímu, en þegar hann þarf að upplifa veruleikann.

Í samlíkingunni við vímuefnaneytandann, má segja að þjóðin sé enn í afeytrun og sé að verða tilbúin til að fara í meðferð til endurhæfingar að venjulegu og eðlilegu lífi, í venjulegu og eðlilegu samfélagi. Þegar því endurbatastigi er náð, fer þjóðin að undrast hve illa við höfum farið með gjaldeyristekjur okkar og hvernig í ósköpunum við höfum látið okkur detta í hug að borga alla þá peninga (álagningu) sem þarf til að halda öllum þessum verslunum gangandi.              


mbl.is Fall Saxbygg fleytir Smáralind í fang ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það kostar 6500 kall á fermetrann að leigja í Kringlunni.  Ábyggilega svipað í Smáralind. Sjálfar verslunarmiðstöðvarnar eru því að fá rosalega peninga inn í gegnum leigu. Veit ekki hvernig þeir geta ekki rekið þetta... enda er ekkert víst að Smáralind sé skuldug, frekar en t.d. Vodafone er ekkert endilega stórskuldugt þó snillingarnir sem keyptu Vodafone hafi farið á hausinn.  Þetta eru flókin mál.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 22:36

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Bragi Þór.  Takk fyrir innlitið og athugasemdina. Því miður er það ekki svona einfallt að meta stöðu fyrirtækja. Þegar litið er til þess verðs á fermetra sem þú nefnir, er líka ljóst að svona verlsunarmiðstöðvar leigja ekki út nema lítinn hluta alls þess fermetrafjölda sem húsnæði þeirra er.

Aðrar tekjur svona verlsunarmiðstöðvar geta einnig verið einhverjar auglýsingatekjur, en um aðrar tekjur er varla að ræða.  Til viðbótar fermetrafjölda húss verslunarmiðstöðvarinnar þarf miðstöðin einnig að greiða kostnað vegna  margfallt stærra svæðis fyrir bílastæði, sem ekki skapar beinar tekjur. Það er því alvarlegt fjármálaólæsi að setja sjálfgefið merki á góða afkomu svona verslunarmiðstöðva þó leiga  fyrir fermetra verlsunarhúsnæði sé há upphæð.

En lítum aftur að upphafi þess sem þú segir. Við erum einungis 300 þúsund og þegar litið er til þess hvernig við erum dreifð um landið, er ljóst að einungis þriðjungur þess fjölda getur talist til kjarna- viðskiptavina þeirra verslunarmiðstöðva sem þú nefnir. Ferðamannaviðskipti þessara verslunarmiðstöðva eru tvímælalaust minni en eðlileg teljast í öðrum löndum, þar sem eitt 300 þúsund manna borgarhverfi hefur einungis EINA verslunarmiðstöðu eins og Kringluna eða Smáralind. Þeir telja sig ekki hafa efni á tveimur; hvað þá fórum eða fimm.

Leiddu líka hugann að því hvað kostar allur sá lager sem á hverjum degi þarf að fylla hillur allra þessara verslana. Sá kostnaður er tvímælalaust mun hærri en húsnæðiskostnaðurinn. Þá er eftir að líta til alls annars rekstrarkostnaðar.

Ef við reynum að hugsa rökrétt, getum við vel fundið skýra heimatilbúna ástæðu fyrir því hvers vegna vöruverð á Íslandi er mikið hærra en í öðrum löndum, sem við berum okkur saman við. Ástæðan er algjörlega okkur sjálfum að kenna, og mun ekkert breytast þó gengið verði í ESB. Hins vegar þurfum VIÐ SJÁLF að breyta þessu TIL ÞESS að geta fengið aðild að ESB.

Það væri svo sem eftir öðrum efnahagslegri rökfræði íslendinga að leggja mikið á sig til að breyta þessum þáttu, svo við gætum fengið inngöngu í ESB, en vilja alls ekki taka á þessum málum, eingöngu fyrir afkomu okkar sjálfra. 

Guðbjörn Jónsson, 18.5.2009 kl. 20:36

3 identicon

Blessaður.

Mín litla verslun er staðsett í sjónfæri við Smáralind - ég get sagt þér að þar eru aldrei færri en ca. 500 bílar og yfirleitt miklu miklu fleiri.  Íslendingar hafa greinilega ekkert minnkað eyðsluna.  Ég las í gær e-s staðar hvað Smáralind skilaði í gróða síðasta ári (700 milljónir?)... en eins og týpískt er man ég ekki lengur hvar ég sá það.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 21:46

4 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Bragi Þór. Kannski er þessi mikli gróði ástæðan fyrir því að félagið sem átti Smáralind rúllaði og Lindin nú að mestu komin í eigu ríkisbankana. Það er slæmt þegar gróðinn getur ekki haldið uppi verði hlutabréfanna í fyrirtækinu og eigendurnir ekki heldur getað selt gróðafyrirtækið nýju hlutafélagi, fyrst hið gamla var að rulla.

Kannski þarftu að skoða þetta dálítið betur. Ég kem stundum í Smáralind með vörur sem þar eru seldar. Yfirleitt eru afar fáir á ferli um verslanagötur lindarinnar. Kannski notfærir fólk sér, sem vinnur í hverfinu, hin ókeypis bílastæði sem eru við Smáralindina.  

Guðbjörn Jónsson, 19.5.2009 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 165584

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband