Meira um erlendu lánin

Nokkuð hefur verið leitað eftir frekari rökstuðningi mínum fyrir því að nýju ríkisbankarnir hafi ekki heimild til yfirtöku erlendra fasteignalána, umfram þá fjárhæð sem nemur ætluðu söluverði veðandlagsins (íbúðarinnar), á þeim tíma sem lánið er yfirtekið.

Í því sambandi er mikilvægt að hafa í huga, hvað þetta varðar.

Sú staðreynd óhrekjanleg, að stjórnendur nýju bankanna hafa ekki heimild til að skuldsetja ríkisbankana, gagnvart gömlu bönkunum, með fjárhæðum sem eru hærri en fullgilt veð er fyrir. Til heimildar fyrir slíku dugar ekki ríkisstjórnar eða ráðherraákvörðun, því ríkisstjórn og ráðherrar hafa ekki heimildir til að skuldsetja ríkissjóð. Slík heimild er einungis hjá Alþingi og þarf til slíks sérstök lög, samaber fjárlög og önnur lög um fjármögnun framkvæmda.

Nokkuð skýr mörk um sjálfstæða valdheimild ráðherra, voru dregin fram þegar - með dómi - var hafnað heimild þáverandi menntamálaráðherra til að flytja lögheimili og aðsetur Landmælinga Íslands frá Reykjavík til Akraness, án samþykkis til slíks frá Alþingi. Slíkt var sagt utan valdheimilda ráðherra, nema með samþykki Alþingis.

Ef nýju ríkisbankarnir yfirtaka hærri fjárhæðir á hverju skuldabréfi, frá gömlu hlutafélagabönkunum, en nemur raunvirði þeirra veða sem eru til tryggingar lánum, eru þeir farnir að ráðstafa ríkisfjármálum, því engin trygging er frá hendi skuldara fyrir þeirri upphæð sem er umfram raunverðmæti veðtryggingarinnar.

Hver á að bera tjónið af gengisfallinu?

Almenna regla skaðabótaréttar er sú að  sá sem veldur tjóni á að bera skaðan eða bæta tjónið sem hann veldur.

Í því tilfelli að erlend húsnæðislán hækkuðu verulega í íslenskum krónum, í framhaldi af hruni gömlu bankanna, ber að líta á hvað það var sem olli hruninu. Það voru ekki íslenskir lántakendurnir húsnæðislánanna sem ollu hruninu. Hrunið varð vegna þess að bankarnir sjálfir, gátu ekki fjármagnað rekstur sinn og voru settir í skilaferli og skilanefnd sett til að stjórna því uppgjöri.

Það voru því gömlu bankarnir sjálfir, sem voru valdir að því mikla hruni sem varð á verðgildi íslenskrar krónu. Lántakendurnir áttu engan þátt í því hruni, því vanskil þeirra á þessum lánum voru svo lítil að slíkt gat ekki valdið hruni.

Í ljósi grundvallarreglu skaðabótaréttar eru það því gömlu bankarnir sem eiga að bera tjónið af eigin gjörðum (eða misgjörðum). Þeir verða að taka á sig tjónið sem þeir voru valir að.

Það er ævinlega svo, við yfirtöku á verðmætum hjá aðilum í nauðungarstöðu, að yfirtaka skulda er aldrei jafnhá verðgildi veðtrygginga. Yfirtaka skuldar er ævinlega einhverjum hlutföllum lægri en verðgildi tryggingar eða eignar, þannig að hinn nýi eignaraðili skuldarinnar sitji ekki uppi með hærri skuld til innheimtu en nemur raunvirði tryggingar eða eigna.

Af öllu þessu er ljóst að yfirfærsla erlendra húsnæðislána, frá gömlu hlutafélagabönkunum yfir til nýju ríkisbankana virðist utan lögformlegra réttarheimilda. Enn er ekki farið að leggja hreina yfirtökuskýrlsu fyrir Alþingi, til ákvörðunar um hvort ríkissjóður vilji greiða allar þær fjárhæðir fyrir gömlu bankana, sem þar virðast vera um að ræða.

Ef rétt er að núverandi staða flestra þessara lána sé tvöfalt verðmæti þeirra fasteigna sem til tryggingar eru fyrir lánunum, virðist sjálfgefið, miðað við reynslu síðastliðinna áratuga, að u.þ.b. 65 - 70% af heildarskuldum erlendra húsnæðislána lendi á skattgreiðsndum, því nauðungarsölur hafa yfirleitt ekki skilað nema 30 - 35% af höfuðstól skuldar.

Af öllu þessu er ljóst að brýna nauðsyn ber til að taka þessi mál föstum tökum, með raunverulega verðmætamyndun í forgrunni; en ekki reyna að innheimta hjá lántakendum það tjón sem gömlu bankarnir voru valdir að.

Er fólkið í forystu stjórnmálanna virkilega búið að tapa dómgreind og skynjun fyrir réttlæti?  Spyr sá sem ekki veit, en er óneitanlega orðinn frekar vonlítill um vitrænt ferli í þessum málum.        


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Næstum ávalt sammála þér og þinni speki....  Talsmaður neytenda og aðrir eru að tala á sömu nótum og þú:

"Í því tilfelli að erlend húsnæðislán hækkuðu verulega í íslenskum krónum, í framhaldi af hruni gömlu bankanna, ber að líta á hvað það var sem olli hruninu. Það voru ekki íslenskir lántakendurnir húsnæðislánanna sem ollu hruninu. Hrunið varð vegna þess að bankarnir sjálfir, gátu ekki fjármagnað rekstur sinn og voru settir í skilaferli og skilanefnd sett til að stjórna því uppgjöri. Það voru því gömlu bankarnir sjálfir, sem voru valdir að því mikla hruni sem varð á verðgildi íslenskrar krónu. Lántakendurnir áttu engan þátt í því hruni, því vanskil þeirra á þessum lánum voru svo lítil að slíkt gat ekki valdið hruni. Í ljósi grundvallarreglu skaðabótaréttar eru það því gömlu bankarnir sem eiga að bera tjónið af eigin gjörðum (eða misgjörðum). Þeir verða að taka á sig tjónið sem þeir voru valir að."

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 18:50

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gæti þetta fallið undir neyðarlögin sem sett voru í haust? Hitt má öllum vera ljóst að allar lánsforsendur eru löngu brostnar. Allir nýir lántakendur húsnæðislána gengu gegn um greiðslumat og gerð var greiðsluáætlun samkvæmt því mati.

Sú röksemd að yfirskuldsettir húsnæðiseigendur séu skyldugir til að halda áfram að greiða en fái í staðinn að kasta greiðslunum aftur fyrir sig er ljósárum frá allri skynsemi. Rökin eru þau að ef fólk hættir að borga þá fara bankarnir í þrot! Sá sem átti 10 milljónir í húseign sinni og skuldaði 20 milljónir 2006 á núna óseljanlega húseign og skuldar jafnvel 20 milljónir eða meira en virði eignarinnar var 2006. Hefur þá misst allt eigið fé og skuldar 20 milljónir að auki þrátt fyrir að hafa staðið í skilum. Honum býðst engin niðurfelling. Hann gerir sig gjaldþrota og bankinn tapar 20 milljónum auk þess að virði eignarinnar hefur fallið um 10 milljónir það minnsta en eignin þrátt fyrir það óseljanleg.

Væri ekki sæmd ríkisstjórnarinnar meiri ef skuldaranum yrði sent bréf svohljóðandi:

-Í guðs bænum bjargaðu bankanum okkar og settu líf þitt og barnanna að veði um nokkurra áratuga framtíð svo áætlanir okkar gangi upp! 

(manndjöfullinn á að borga !!!)

Árni Gunnarsson, 17.5.2009 kl. 19:01

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

leiðr.....skuldar jafnvel 20 milljónum meira en upphaflegt virði, þ.e. 40 millj.

Árni Gunnarsson, 17.5.2009 kl. 19:04

4 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Takk fyrir innleggið, Jakob og Árni.   Það sem felst í því sem ég er að segja er í raun það að nýju ríkisbankarnir hafa enga heimild til að skrá skuld neins lántakanda erlendra húsnæðislána hærra í yfirtöku frá gömlu bönkunum, en sem nemur í mesta lagi 80% af raunverulegu söluvirði veðandlagsins (eignarinnar) á þeim tíma sem lánið er yfirtekið til ríkisbankans, frá hlutafélagsbankanum.  Málið er ekki flóknara en það.

Þessi þáttur hefur í raun ekkert með neyðarlögin að gera, því þetta fellur undir endurbyggingu bankakerfisins en ekki aðfarar og greiðslustöðvun vegna gömlu bankanna, sem var meginintak neyðarlaganna. 

Guðbjörn Jónsson, 17.5.2009 kl. 21:07

5 identicon

Guðbjörn á Íslandi er ennþá grasserandi spilling í öllu kerfinu. Lýtur út fyrir að menn geri það sem þeim dettur í hug bakvið luktar dyr. Skiptir þá engu máli hvað stjórnarskrá lög landsins eða reglugerðir segja til um. Reyndar er það svo þessa pappíra er búið að eyðileggja markvisst með það í huga að fámennir hópar geti hagnast á gjörningum sem fara gegn almannahagsmunum. Ekkert vestrænt ríki stendur sig jafn illa í að verja almannahagsmuni.Sumir sem komnir eru yfir miðjan aldur eru búnir að missa aleiguna tvisvar verðbólgubáli og gengissveiflurugli. Svo er verið að rembast við að bera okkur saman við hin norðurlöndin, þvílíkar blekkingar.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 165584

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband