Tónlistarhúsið mistök frá upphafi ?

Það er afar merkilegt að skoða fyrirætlanir og markmið þess að byggja þetta tónlistarhús sem nú er að rísa. Í fyrsta lagi var gert þarna skipulag af stóru hóleli og höfuðstöðvum Landsbankans. Í skipulagsáætlun er talað um að, í tengslum við hótelið, skuli byggja tónlista og ráðstefnuhús.

Þegar eitthvað hús er byggt í tenglsum við eitthvað annað hús, er venjan að húsið sem á að tengjast - eins og í þessu tilfelli - að hótelið komi á undan, þar sem byggja á tónlistarhúsið í tengslum við hótelið.

Ein af meginforsendum nýtingar á ráðstefnusölum tónlistarhússins, var að erlendir ráðstefnugestir gætu gist á hótelinu og nýtt ráðstefnusalina. Ekki eru miklar líkur á að arsemismat verði jákvætt fyrir byggingu hótels á þessum stað, eftir að alþjóðlegt veisluborð ábyrgðarleysis í fjármálum hrundi á síðasta ári.

Nú þegar, er til staðar í mörgum núverandi hótelum borgarinnar, nægt salarrými fyrir þær ráðstefnur sem hingað gætu komið. Þeir sem skipuleggja slíkar ráðstefnur, munu varla fara að bóka ráðstefnusali fjarri aðsetursstað ráðstefnugesta; allra síst að hausti eða vetri. Tekjuforsendur tónlistarhússins - næstu áratugina - eru því verulega skertar og ekki fyrirsjáanlegur rekstrargrundvöllur fyrir því á komandi áratugum.

En það sem vekur mér enn alvarlegri spurninga en að rekstrargrundvöll vanti, er það hvernig var staðið að ákvarðanatöku um byggingu tónlistarhúsins. Hvergi er finnanlegt í gögnum Alþingis, að Alþingi hafi heimilað stofnun hlutafélagsins Austurhafnar ehf. sem sagt er vera í eigu ríkis og borgar, og sér um byggingu tónlistarhússins. Í skráningu Austurhafnar ehf. hjá fyrirtækjaskrá, er engin staðfesting þess að Alþingi hafi heimilað skráningu þess félags sem að hluta eign ríkisins á móti hlut borgarinnar.

Sagt er að gerður hafi verið samningur af hálfu ríkisins um greiðslu hárrar fjárhæðar á hverju ári, í nokkra áratugi, til stuðnings tónlistarhúsinu. Ekki verður séð í gögnum Alþingis að þessi samningur hafi verið lagður fyrir þingið. Þar af leiðir að ríkið er ekki enn orðið skuldbundið til neinnar greiðslu til tónlistarhússins, því Alþingi er eini aðilinn sem hefur heimild til að skuldbinda ríkissjóð.

Það er svo spursmál út af fyrir sig, hvor Alþingi, sem einungis er kjörið til fjögurra ára í senn, eigi að hafa heimild til að skuldbinda ríkissjóð út fyrir það kjörtímabil sem sitjandi þingmenn hafa umboð þjóðarinnar til ákvarðanatöku. Er það eðlilegt að sitjandi Alþingi, geti bundið komandi ríkisstjórnum næstu kjörtímabila, skyldur til að greiða háar fjárhæðir, vegna ákvarðana sem kannski hefur aldrei verið formlega afgreitt eða samþykkt á Alþingi.

Ég held að fólk ætti nú þegar að stöðva þá óábyrgu vitleysu sem felst í byggingu þessa húss, því sú ákvörðun var ekki tekin af yfirvegun, heldur í vímu hins ímyndaða góðæris.            


mbl.is Vill að áform um tónlistarhús verði endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 164810

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband