28.5.2009 | 18:47
ESB sinnar - Í leit að nýju foreldrahúsi
Það er dapurlegt að horfast í augu við þá staðreynd hve fáir stjórnmálamenn okkar eru tilbúnir til að hugsa eins og fullþroska fullorðið fólk, sem tilbúið er til að taka ábyrgð á eigin lífi og axla sjálft þá ábyrgð sem því tilheyrir að vera sjálfstæður einstaklingur.
Allar helstu væntingar þeirra sem telja ESB aðild færa okkur einhverjar lausnir, eru í raun að segja að þeir séu ekki orðnir það þroskaðar persónur að þeir treysti sér til að taka ábyrgð á þeim aðstæðum sem fylgja því að vera sjálfstæður. Þeir leita því örvæntingarleit að nýju foreldrahúsi, til að skríða í skjól í, fyrir þeim aðsteðjandi erfiðleikum sem takast þarf á við í nánustu framtíð. En hverjir eru svo þessar miklu væntingar sem bera til ESB aðildar.
MEIRI STÖÐUGLEIKI: ESB sinnar segja að með því að ganga í ESB muni verða hér meiri stöðugleiki. Enginn þeirra hefur útskýrt með hvaða hætti slíkur stöðugleiki verði til, við það eitt að ganga í ESB.
Staðreyndin er hins vegar sú, að TIL ÞESS AÐ FÁ AÐ GANGA Í ESB, þurfum við sjálf að koma á stöðugleika í efnahagslífi. Við þurfum að sýna fram á, yfir nokkurra ára tímabil, að við getum haldið ríkisfjármálum innan tilskilinna jafnvægismarka, þannig að halli á ríkissjóði verði ekki nema tiltekin prósentuhlutfall af tekjum. Þetta þurfum við að gera sjálf, og ef við getum þetta til að gerast meðlimir í ESB, þá getum við þetta líka fyrir okkur sjálf, án aðildar að ESB.
Viðskiptajöfnuður við útlönd þarf að vera innan tilskilinna marka. Þeim árangri þurfum við sjálf að ná. Ef við getum það til að verða aðilar að ESB, þá getum við það líka, bara fyrir okkur sjálf.
LÆGRI VEXTIR: Ein af þeim gulrótum sem ESB sinnar beita óspart, er að með því að ganga í ESB, fáum við lægri vexti. Þetta er ekki rétt. Hins vegar þurfum við sjálf að lækka hjá okkur vextina til að fá inngöngu í ESB. Við þurfum líka sjálf, að koma jafnvægi á gjaldmiðilsmál okkar, þannig að tiltekin stöðugleiki sé á milli verðgildis krónunnar okkar og evrunnar. ESB yfirstjórnin gerir ekkert af þessu fyrir okkur; við verðum algjörlega að ná þessum árangi sjálf, með tilheyrandi aga á viðskiptalífi okkar og fjármálastarfsemi.
VIÐ GÆTUM FENGIÐ AÐ TAKA UPP EVRU: Það er á engan hátt sjálfgefið að þó við gerðumst aðilar að ESB, þá fengjum við að taka upp evru. Sú heimild er háð mörgum ströngum skilyrðum, m. a. um þá stöðugleikþætti sem að framan eru nefndir.
Nú er það svo, að þó við fengjum heimild til að kalla mynt okkar evru, þá fáum við einungis heimild til að prenta eða slá ákveðna upphæð í þeirri mynt, sem jafngilti verðgildi þess magns af krónum sem hjá okkur væri í umferð. Allar ESB þjóðir sjá sjálfar um útgáfu sinnar grunnmyntar, þó ein evra sé allstaðar ein evra innan ESB; þá eiga þær sér allar ákveðið upphafs og heimaland.
Sagt hefur verið að með því að taka upp evru, munum við losna við Seðlabankann okkar. Þetta er ekki rétt, eins og allir geta athugað sem áhuga hafa á. Því, allar evruþjóðirnar hafa sína egin Seðlabanka, þó Seðlabanki Evrópu sé samræmingarmiðstöð, sem hafi tiltekna möguleika til að veita einhverja skammtímaaðstoð, komist einhver af Seðlabönkum þjóða ESB í fjárhagsvanda. Seðlabanki Evrópu veitir enga styrki eða framlög, heldur einungis lán, sem tvímælalaust verður að endurgreiða.
Af máli margra ESB sinna má merkja, að með inngöngu í ESB og upptöku evru, fáum við aðgang að miklu fjármagni til allskonar verkefna sem okkur muni langa til að framkvæma. Raunveruleikinn er allt annar.
Eins og að framan segir, fengjum við einungis heimild til útgáfu ákveðinnar upphæðar af evrum, við inngöngu í evrusvæðið. Ef við vildum fá fleiri evrur í umferð, væru til þess aftirafandi leiðir.
Við gætum lagt fyrir hjá miðstjórn evrusvæðisins, umsókn um að fá að gefa út meiri upphæðir af evrumynt (seðlum eða sleginni mynt) en það sem við hefðum fengið. Slíkri umsókn þyrfti að fylgja skýr og traust röksemdafærsla, sem miðstjórn myntsambandsins tæki gilda til að heimila aukningu peningamagns í umferð.
Við gætum tekið tiltekið magn af evrum að láni, frá einhverjum aðila sem vildi lána okkur, en slíkt lán yrði að endurgreiða á tilteknum gjalddaga. Slíkt lán væri ekki hægt að nota til langtíma fjárbindinga eða neyslu, nema vera tilbúinn til að draga saman í útgjöldum yfir það árabil sem það tæki að endurgreiða lánið.
Við gætum framleitt hér innanlans, helst að sem mestu úr innlendu hráefni og sem minnstu af innfluttum aðföngum, vörur eða þjónustu sem við gætum selt öðrum þjóðum; hvort sem þær væru á evrusvæði eða utan þess. Þær evrur sem við fengjum þannig inn í fjármálaumhverfi okkar, væru okkar eign, með alveg sama hætti og sá gjaldeyrir sem við fáum nú fyrir útflutningsafurðir okkar.
Eins og hér hefur verið rakið, er mikilvægasti ókostur þess að hafa fyrir þjóðarmynt, gjaldmiðil sem við ráðum ekki sjálf, að við höfum ekki sjálfstætt vald eða heimilt til að auka peningamagn í umferð. Komi til þess að slíks sé brýn þörf, vegna utanaðkomandi áfalla eða þjóðfélagslegra hamfara, t. d. náttúruhamfara.
Ef við hefðum t. d. verið með evru, þegar Suðurlandsskjálftinn reið yfir núna síðast, hefðum við trúlega ekki geta brugðist eins hratt við til úrbóta og endurreisnar á svæðinu, því við hefðum þurft að sækja um heimilt til að auka svo mikið útgjöld þjóðfélagsins, fram yfir þær tekjur sem mynduðust (snarauka hallarekstur samfélagsins). Einhvern tiltekinn tíma hefði tekið að fá slíka heimild og á meðan hefði fólkið þurft að hafast við í þeim aðstæðum sem fyrir hendi voru, eftir skjálftann.
Hér hefur einungis verið drepið á fáein atriði sem þarf að hafa í huga, ef tekin verður ákvörðun um að sleppa fjárhagslegu sjálfsforræði þjóðarinnar. mörgum fleiri atriðum væri hægt að velta upp, en læt þetta nægja í bili.
Sögulegur dagur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 20:47 | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Við erum ekki lengur bankaland við erum hráefnaframleiðendur á fiski. Ef það fer saman lágt verð og lítill afli á fiskafurðum þurfum við gengisfellingar verkfærið. Ég tala nú ekki um ef þorskstofninn myndi sýkjast eins og síldin og loðnan og síldin myndi hverfa á sama tíma. ENGA EVRU TAKK enda þetta handónýtur gjaldmiðill. Hlustið nú og sannreynið síðar.
Hörður Valdimarsson, 28.5.2009 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.