Athyglisverð ummæli, án sýnilegs innihalds eða raunskilnings á því hvað tölurnar segja

Mér finnst það dálítið léttúðugt hjá Jóhönnu að skauta í gegnum þessi málefni á ósamtengdum prósentuþáttum, sem löngu er vitað að segja EKKERT um raunveruleikann; en það er einmitt hann sem verið er að fjalla um.

Í fréttinni koma fram þessar sundurlausu upplýsingar:

tæplega 5.000 heimili séu með neikvæða eiginfjárstöðu upp á 5 milljónir kr. eða meira. Þau skuldi samanlagt tæplega 20% af öllum heildar húsnæðisskuldum.  

Neðar í þessari upplýsingagjöf er talað um fjölda heimila í prósentutali, en þess er ekki getið hvað þessi 5.000 heimili eru mörg prósent af heimilum landsins.

Þarna er einnig talað um að skuldir þessara heimila séu 20% af öllum heildar húsnæðisskuldum. Ekki er hægt að vita hver upphæðin er, vegna þess að upphæð heildarskulda er ekki getið í krónutölu.

Jóhanna segir jafnframt, að 60% heimila séu með meira en 5 milljónir kr. í jákvæða eiginfjárstöðu og á þeim hvíli samtals um 44% af heildar húsnæðislánum.

Sama á við um þessar upplýsingar. Þarna er talað um 60% heimila en þess ekki getið hvað þessi 60% séu mörg heimili. Þessi fjöldi heimila skuldar 44% af heildar húsnæðislánum, en fjárhæðin er ekki gefin upp, hvorki þessi 44% hluti eða heildar húsnæðislánin.

En lítum örlítið betur á þær tölur sem þarna eru settar fram.

60%  heimilanna, sem best eru stödd, skulda 44% heildar húsnæðislána.

5.000 heimil sem verst eru stödd, skulda 20% heildar húsnæðislána. Að vísu vitum við ekki hvað þessi 5.000 heimili er há prósenta af heildarfjölda heimila í landinu, en ef við gefum okkur að heildarfjöldi heimila sé u.þ.b. 120.000, eru þessi 5.000 heimili sem verst eru stödd, u.þ.b. 4% af heildinni.

Af þessum upplýsingum vitum við þá að samtals eru skuldir 60% heimila sem best eru stödd og 4% heimila sem verst eru stödd, með samanlagt 64% af heildarskuldum húsnæðislána.

Við vitum hins vegar ekkert um þau 36% heimila sem þarna eru á milli, og skulda samanlagt 36% af heildar húsnæðislánum. Þeirra er ekkert getið.  Með sömu forsendum og að framan er getið um heildarfjölda heimila, gæti hér verið um að ræða 43.200 heimili, sem ekki er getið í upplýsingagjöf forsætisráðherra.

Er hægt að bera traust til þeirra sem ekki vanda betur upplýsingagjöf sína, svo skömmu eftir að hafa gefið fjálgleg fyrirheit um gagnsæi upplýsinga og opna stjórnsýslu og umræðu?

Ég held að fólk þurfi að vanda sig betur.        


mbl.is Skuldavandinn minni en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég geri ráð fyrir að allar þessar upplýsignar, sem þú talar hér um að vanti séu í skýrslunni, sem Jóhanna tekur þarna tölur upp úr í ræðu á Alþingi. Það tíðkast ekki að lesa skýrslur í heild sinni í ræðustól á Alþingi enda fá þingmenn væntanlega skýrsluna sjálfa í hendur og væntanlega fjölmiðlar líka. Ég geri líka ráð fyrir að lesa megi þessa skýrslu á netinu þannig að allir, sem vilja fá að sjá allar tölur í henni geti gert það.

Sigurður M Grétarsson, 3.6.2009 kl. 18:45

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Sigurður.  Takk fyrir innlitið og innleggið.  Ef þú lest vandlega fréttina sem ég skrifa út frá, þá sérðu að ég fjalla EKKERT um þær upplýsingar sem eiga að vera í hinni væntanlegu skýrslu. Þegar kemur að þeim upplýsingum sem vísað er til að séu í skýrslunni, stoppa ég athugasemdir mínar; einmitt vegna þeirra atriða sem þú nefnir.

Guðbjörn Jónsson, 3.6.2009 kl. 20:48

3 Smámynd: Elfur Logadóttir

Grunnupplýsingar um fjölda heimila og fleiri stærðir geturðu fengið í bráðabirgðaniðurstöðum Seðlabankans sem birtar voru 11. mars sl. Ég efast ekki um að fjölmiðlarnir munu flytja okkur fréttir af því þegar ný greining á þessum tölum og viðbótarupplýsingunum koma fram.

Elfur Logadóttir, 3.6.2009 kl. 21:35

4 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæl Elfur.  Takk fyrir innlitið og innleggið.  Ég er vel meðvitaður um þessa þætti. Ég var ekki að tala um eitthvað sem ég vissi ekki. Ég var að tala um hvert var innihald í því sem forsætisráðherra þjóðarinnar lét frá sér fara í ræðustól Alþingis. Er til of mikils mælst að æðsti ráðherra þjóðarinnar bulli ekki samhengislausa og ótengdar setningar, þegar gefnar eru upplýsingar úr ræðustól Alþingis?

Guðbjörn Jónsson, 3.6.2009 kl. 22:00

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Í ræðustól á Alþigni tíðkast ekki að lesa skýrslur í heild heldur aðeins að nefna það helsta, sem fram kemur í skýrslunni. Vilji menn vita meira þá lesa menn bara skýrsluna.

Sigurður M Grétarsson, 3.6.2009 kl. 23:41

6 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sigurður!   Jóhanna VAR EKKI að lesa skýrslu. Hún var að svara fyrirspurn. Það er EKKI hægt að gera minni kröfur til forsætisráðherra en þá, að það sé eðlilegt samhengi í því sem sá ráðherra segir í ræðustól Alþingis. Ég hélt að þessir þættir hefðu alveg komið skýrt fram í því sem ég skrifaði í upphafi, svo kannski þarft þú að athuga með lesskilning þinn.

Guðbjörn Jónsson, 4.6.2009 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 109
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 102
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband