Er heilbrigð skynsemi í löngu fríi frá opinberri stjórnsýslu hjá okkur ????

Ég hélt að við værum með þokkalega menntað fólk á Alþingi og að í framvarðarsveit stjórnsýslunnar væri einnig vel menntað fólk. Reyndar má vel vera að svo sé, en opinberlega er nú orðið afar ljóst að sú menntun sem þetta fólk hefur hlotið, hefur ekki aukið skynsemi þess eða dómgreind.

Sífellt talar þetta fólk um "skuldir okkar Íslendinga", þegar fjallað er um glæfralega stjórnunarhætti stjórnenda sjálfstæðs hlutafélags. Að vísu er þetta hlutafélag skráð hér á landi, en AÐ ENGU LEITI á ábyrgð ríkissjóðs.

Þá er því ekkert haldið til haga, að Íslensk lög eða stjórnunarhættir, gilda ekki um starfsemi íslenskra fyrirtækja á erlendri grundu. Í slíkum tilvikum gilda lög hvers lands fyrir sig. Í tilfellum Landsbankans, varðandi IceSave reikningana, giltu lög Bretlands og Holands um starfsemi bankans í þeim löndum.

Eftirlitsskykldan var því ALFARIÐ á ábyrgð stjórnenda fjármálastarfsemi í þessum löndum, en á ENGAN  hátt hægt að tengja hana ábyrgð ÍSLENSKS samfélags. Vankunnátta, vanþroski og helber aumingjaskapur svokallaðrar "menntaelítu" okkar, verður þess hins vegar valdandi að meginþorri þessara kunnáttulausu og vanþroskuðu aumingja, ÞORA EKKI að standa með þjóð sinni og verjast ódrengilegu áhlaupi þekktra ofbeldisafla.

Sagt hefur verið, að ef við Íslendingar stæðum á rétti okkar og færum með kröfu Breta og Hollendinga fyrir, til þess bæran dómstól, værum við að vega að undirstöðum Evrópska fjármálakerfisnins. Enginn þessara vanþroskuðu aumingja okkar virðast átta sig á að áhættan af slíku er ALLS EKKI hjá okkur Íslendingum, og því engin ástæða fyrir okkur að taka á okkur óþægindi vegna vitlausra lagaforsendna hjá ESB samsteypunni. Við áttum engan þátt í samningu slíkra laga og því verður engin sök felld á okkur vegna hættulegra áhrifa frá þeirri vitleysu, í þeirra eigin lögsögu.

Sú staðreynd, að öll áhætta málsóknar okkar vegna framkomu Breta, voru þau áhrif sem slíkt hefði haft á fjármálaumhverfi Breta sjálfra; sem og aðrar þjóðir innan Evrusvæðisins. sýnir þessi stað, lítið þjálfuðum skákmanni, hve gífurlega sterka stöðu við höfðum í þessu máli, starx í upphafi. Við höfum í raun afar litlu tapað af réttarstöðu okkar enn, því þær kröfur sem uppi eru, snerta á engan hátt ríkissjóð Íslands, heldur beinast ALGJÖRLEGA að Íslensku hlutafélagi, sem ríkissjóður á engan eignarhlut í, og bar ENGA ÁBYRGÐ á starfsemi þessa hlutafélags á erlendri grundu, þar sem Íslensk lög eða reglur náðu ekki til afskipta af daglegum rekstri þess.

Það er afar sorglegt, þegar maður hlustar ítrekað á helstu fyrirsvarsmenn þjóðfélags okkar, og flesta þá menntamenn sem fjölmiðlar ræða við, telja háskalega starfsemi Landsbankans á erlendri grundu, vera á ábyrgð ríkissjóðs okkar. Þessir menn opinbera svo alvarlega heimsku sína að þeim ætti ekki að vera treystandi fyrir ábyrgðarmiklu stjórnunarstarfi; og alls ekki til að fara með fyrirsvar eða ábyrgð ríkismálefna.

Það mætti skrifa langa greinargerð um þá heimsku sem viðgengist hefur í öllum þessum IceSave umræðum. Kannski verður það gert síðar, en hér verður látið staðar numið í bili.                   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er aumt að horfa upp á Steingrím J lyppast niður.

Sigurjón Þórðarson, 8.6.2009 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband