Minnisblađ, hefur ekkert ákvörđunargildi, er einungis áminning um hugsanlegan áfanga ađ endamarki.

Á undanförnum árum hef ég ćđi oft talađ um óvitaskap hjá stjórnendum fjármálafyrirtćkja. Sá óvitaskapur hefur nú heldur áţreifanlega sannađ sig, ţó orđum mínum hafi ekki veriđ veitt nein athygli ţá. Ég vćnti ţví ekkert meiri athygli nú, ţegar ég vek athygli á skelfilegum óvitaskap stjórnmálamanna, varđandi skuldsetningu ţjóđarinnar út af IceSave reikningum Landsbankans.

Eins og máliđ virđist liggja fyrir; ég segi VIRĐIST, ţví fjölmiđlar hafa ekki enn leitađ nothćfra skýringa á ţeim kröfugerđum sem Bretar og Hollendingar leggja fram. En svo virđist sem hvorug ţessara ţjóđa hafi lagt fram kćrur eđa kröfur á hendur stjórnendum eđa stjórn Landsbankans, vegna ţess tjóns sem ţessir ađilar ollu í viđkomandi löndum. Svo virđist sem stjórnvöld ţessara ţjóđa hafi EINGÖNGU lagt fram kröfur gagnvart Íslenska ríkinu, en ríkissjóđur Íslands ER EKKI AĐILI AĐ ŢESSU MÁLI.

Íslensk  stjórnvöld hafa ALDREI VERIĐ KRAFIN UM AĐ UPPLÝSA um, hvađan ţeim kemur sá réttur ađ telja ríkissjóđ Íslands bera skađabótaábyrgđ gagnvart ţriđja ađila, vegna starfsemi Landsbankans í öđrum löndum. Hvers vegna voru Bresk og Hollensk stjórnvöld algjörlega ófáanleg til ađ leggja ţessa deilu fyrir, ţar til bćran hlutlausan dómstól?  Svariđ er mjög augljóst.

Ríkissjóđur Íslands er ekki ađili ađ ţví tjóni sem fólk í ţessum löndum varđ fyrir.  Ekki frekar en stjórnvöld annarra landa eru ekki ábyrg fyrir ţví tjóni sem Íslendingar verđa fyrir, af völdum einstaklinga eđa fyrirtćkja (gervifyrirtćkja), sem skráđ eru í öđrum löndum, látum viđ glepjast af gillibođum ţeirra fjárglćframanna sem bjóđa okkur skjótfenginn gróđa. Viđ berum sjálf skađann ţegar í ljós kemur ađ innihald gillibođanna var ekkert. Ţessa grundvallarreglu ţekktu ráđgjafar Breskra og Hollenskra stjórnvalda vel, og voru ţví fullviss um ađ hlutlaus dómstóll mundi sýkna Íslenska ríkiđ af öllum kröfum ţeirra.

Sá ađili sem hótar ađ taka nauđbjargir frá ţeim sem hann gerir vafasamar kröfur á; kröfur sem hann ţorir ekki međ fyrir hlutlausan dómstól, er ekki ađ leita réttlćtis. Hann vćri vís til ađ drepa eđa ointa börnin til ađ fá föđurinn til ađ greiđa.  Er ţetta ekki sama ađferđin og glćpaheimurinn notar til ađ ná sér í peninga?

Hver skildi svo vera ástćđan fyrir ţví ađ ţeir bjóđa afborgunarleysi á ţessum lánum í mörg ár?  Hún er afar augljós.  Ţeir vita sem er, ađ ef hćgt verđur ađ pressa í gegn formlega samţykkt fyrir ţessum lánum, og fólkiđ í landinu verđur ekki vart viđ áhrif frá láninu um einhvern tíma, fennir í slóđ ţeirra sem beittu óheiđarlegum og ódrengilegum ađferđum viđ ţvingunarsamningana. Ţegar svo kemur ađ ţví ađ greiđa ţarf af lánunum, og hinar alvarlegu afleiđingar koma í ljós, er liđinn svo langur tími frá samningsgerđinni ađ endurupptaka eđa áfrýjun er útilokuđ. Afkomendur okkar sitja ţví uppi međ ţessa vitleysu stjórnvalda, í ofanálag viđ hörmulegar vitleysur hinna óvitanna, í fjármaláheiminum.

Eins og stađan er í dag, sé ég ekki fram á ađ lýđveldi á Íslandi nái ţví ađ verađa 100 ára; stór spurning hvort ţađ verđi 80 ára, nema ţjóđin hristi af sér aumingjaskapinn og hreinsi alvarlega til ađ pólitíkinni og stjórnsýslunni.                  


mbl.is Minnisblađinu stöđugt veifađ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 164809

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband