Minnisblað, hefur ekkert ákvörðunargildi, er einungis áminning um hugsanlegan áfanga að endamarki.

Á undanförnum árum hef ég æði oft talað um óvitaskap hjá stjórnendum fjármálafyrirtækja. Sá óvitaskapur hefur nú heldur áþreifanlega sannað sig, þó orðum mínum hafi ekki verið veitt nein athygli þá. Ég vænti því ekkert meiri athygli nú, þegar ég vek athygli á skelfilegum óvitaskap stjórnmálamanna, varðandi skuldsetningu þjóðarinnar út af IceSave reikningum Landsbankans.

Eins og málið virðist liggja fyrir; ég segi VIRÐIST, því fjölmiðlar hafa ekki enn leitað nothæfra skýringa á þeim kröfugerðum sem Bretar og Hollendingar leggja fram. En svo virðist sem hvorug þessara þjóða hafi lagt fram kærur eða kröfur á hendur stjórnendum eða stjórn Landsbankans, vegna þess tjóns sem þessir aðilar ollu í viðkomandi löndum. Svo virðist sem stjórnvöld þessara þjóða hafi EINGÖNGU lagt fram kröfur gagnvart Íslenska ríkinu, en ríkissjóður Íslands ER EKKI AÐILI AÐ ÞESSU MÁLI.

Íslensk  stjórnvöld hafa ALDREI VERIÐ KRAFIN UM AÐ UPPLÝSA um, hvaðan þeim kemur sá réttur að telja ríkissjóð Íslands bera skaðabótaábyrgð gagnvart þriðja aðila, vegna starfsemi Landsbankans í öðrum löndum. Hvers vegna voru Bresk og Hollensk stjórnvöld algjörlega ófáanleg til að leggja þessa deilu fyrir, þar til bæran hlutlausan dómstól?  Svarið er mjög augljóst.

Ríkissjóður Íslands er ekki aðili að því tjóni sem fólk í þessum löndum varð fyrir.  Ekki frekar en stjórnvöld annarra landa eru ekki ábyrg fyrir því tjóni sem Íslendingar verða fyrir, af völdum einstaklinga eða fyrirtækja (gervifyrirtækja), sem skráð eru í öðrum löndum, látum við glepjast af gilliboðum þeirra fjárglæframanna sem bjóða okkur skjótfenginn gróða. Við berum sjálf skaðann þegar í ljós kemur að innihald gilliboðanna var ekkert. Þessa grundvallarreglu þekktu ráðgjafar Breskra og Hollenskra stjórnvalda vel, og voru því fullviss um að hlutlaus dómstóll mundi sýkna Íslenska ríkið af öllum kröfum þeirra.

Sá aðili sem hótar að taka nauðbjargir frá þeim sem hann gerir vafasamar kröfur á; kröfur sem hann þorir ekki með fyrir hlutlausan dómstól, er ekki að leita réttlætis. Hann væri vís til að drepa eða ointa börnin til að fá föðurinn til að greiða.  Er þetta ekki sama aðferðin og glæpaheimurinn notar til að ná sér í peninga?

Hver skildi svo vera ástæðan fyrir því að þeir bjóða afborgunarleysi á þessum lánum í mörg ár?  Hún er afar augljós.  Þeir vita sem er, að ef hægt verður að pressa í gegn formlega samþykkt fyrir þessum lánum, og fólkið í landinu verður ekki vart við áhrif frá láninu um einhvern tíma, fennir í slóð þeirra sem beittu óheiðarlegum og ódrengilegum aðferðum við þvingunarsamningana. Þegar svo kemur að því að greiða þarf af lánunum, og hinar alvarlegu afleiðingar koma í ljós, er liðinn svo langur tími frá samningsgerðinni að endurupptaka eða áfrýjun er útilokuð. Afkomendur okkar sitja því uppi með þessa vitleysu stjórnvalda, í ofanálag við hörmulegar vitleysur hinna óvitanna, í fjármaláheiminum.

Eins og staðan er í dag, sé ég ekki fram á að lýðveldi á Íslandi nái því að veraða 100 ára; stór spurning hvort það verði 80 ára, nema þjóðin hristi af sér aumingjaskapinn og hreinsi alvarlega til að pólitíkinni og stjórnsýslunni.                  


mbl.is Minnisblaðinu stöðugt veifað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband