Mér sýnist augljóst að stjórnvöld og stjórnendur ráðuneyta, skilji ekki grundvallarþætti ábyrgðar í þessum málum og ætli að setja ríkissjóð í ábyrgð sem hann á alls ekki að bera

Ég hef ekki trú á að Steingrímur hafi orðið óheiðarlegur við að setjast í ráðherrastól. Ég óttast frekar að hann skilji ekki flókna réttarstöðu okkar í málinu og treysti um of á ráðgjafa sem hugsa meira um fjármunalegan hreyfanleika en heildarhagsmuni samfélags okkar og þjóðarinnar sem heildar.

Mér blöskraði líka alveg þegar ég heyrði í þættinum "Ísland í dag" á Stöð2, er Ólafur Arnarson, kynntur sem hagfræðingur, lagði að jöfnu réttarstöðu innlánseigenda hjá Landsbanka og réttarstöðu almennra kröfuhafa, sem höfðu lánað bankanum peninga.

Innlán eru alltaf forgangskrafa, vegna þess að þau eru einungis í geymslu hjá bankanum á fullri skilaábyrgð hans, en peningar sem bankinn hefur fengið að láni, gegn útgáfu skuldabréfs, verða að eignarfé bankans. Í stað peninganna fær lánveitandinn skuldabréfið sem ávísun á endurgreiðslu peninganna síðar.

Á þessum tveimur formum er reginmunur, réttarfarslega og afar hjákátlegt að heyra menn fjalla um jafnstöðu almennra kröfuhafa, við hlið innlánseigenda.

 
Er virkilega svona lítið til af heiðarlegu fólki, með heilbrigð sjónarmið, á þessu fallega landi okkar?                


mbl.is Blekkingar, heimska og hótanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einhver Ágúst

eeee....já greinilega.

Einhver Ágúst, 8.6.2009 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband