Krafan um að Sigríður víki sæti, bendir til órólegrar samvisku

Mér finnst nokkuð athyglisvert að Jónas skuli vera svona viðkvæmur fyrir þeim ummælum sem þarna virðast hafa birst. Á engan hátt er vikið að óheiðarleika  einstakra aðila, í starfi eða starfsháttum. Auk þess er um margar stofnanir að ræða og sumar þeirra með stærra ábyrgðarhlutverk en sú stofnun sem Jónas veitti forstöðu. 

Margar staðreyndir, um starfshætti lánastofnana okkar, hafa nú þegar verið bornar fram í fjölmiðlum, sem engin skynsamleg skýring er til á önnur en öfgakennd græðgi. Ég efa ekki að sú skoðun er afar víðtæk á fræðasviði viðskipta- og fjármála um víða veröld. Sigríður er því einungis afar lítill minnihluti þeirra sem nú þegar eru með afar sterka tilfinningu fyrir að framangreind orsök sé ástæða hrunsins.

Tómlátt andavaraleysi, getur annað hvort stafað af illa skilgreindir lagaumgjörð um fjármálastarfsemina, eða frá því að þeir sem áttu að framkvæma lögin, hafi hugsanlega ekki haft fullan skilning á mikilvægi embættis síns eða sínu hlutverki í heildarmyndinni. Hvergi er vikið að óheiðarleika. Um það hver þessara þátta sé ástæða hinnar mjög svo útbreyddu skoðunar, sem Sigríður setur varfærnislega í orð, segir hún ekkert um. Það bíður hinnar faglegu niðurstöðu.

Staðreyndin er engu að síður sú; og á vitorði flestra sem til þekkja í viðskipta- og fjármálum, að á undanförnum 5 árum, eða svo, var starfsemi fjármálastofnana í þessu landi ekki í neinum takti við rauntölu efnahagslífs þjóðarinnar og víðs fjarri því að eftirlit með fjármákerfinu hafi miðað að því að sjá um fjármálalegan stöðugleika í landinu.

Þetta er á vitorði flestra nú þegar; og var löngu áður en Sigríður lét sín orð falla um umræddu blaðaviðtali. Hún var því ekki að ljóstra neinu upp.

         


mbl.is Hefur engin áhrif á vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband