21.6.2009 | 14:21
Gleggsta dæmið um að stjórnvöld hafa ekki heildarsýn á stöðuna og finna þess vegna ekki leiðina til viðhalds atvinnulífinu
Í ljósi þessara frétta virðist sem stjórnvöld hvorki skilji né hafi yfirsýn yfir það sem gerðist hér við bankahrunið. Það var ekki bara það að bankarnir hefðu skuldsett sig, með skammtímalánum, út fyrir öll mörk greiðslugetu. Heldur lánuðu þeir þessa fjármuni út frá sér af yfirþyrmandi ábyrgðarleysi og barnaskap, svo lítillar endurgreiðslu útlána var að vænta.
Hinn þáttur þess sem gerðist; og sá þáttur sem nánast EKKERT hefur verið ræddur, var uppþurkun bankanna á meginþorra þess fjármagns sem þarf að vera í gangi í þjóðfélagi okkar, svo eðlilegt efnahagslíf geti þrifist. Svo fyrirtæki, stofnanir og heimilin hafi eðlilegt rekstrarfé til að drífa þjóðfélagið áfram.
Þessi þáttur lagast ekki með upptöku nýrrar myntar, inngöngu í ESB, eða auknum erlendum lántökum. Við þessum vanda hefði þurft að bregðast STRAX s.l. haust, með því að frysta allar eigur eigenda og stjórnenda bankanna og frysta allar eignatilfærslur sem áttu sér stað, vegna tilfærslu fjármuna í gegnum bankana, síðustu þrjá mánuði fyrir hrun bankanna. Með þeim hætti hefði verið hægt að ná tangarhaldi á megninu af því fé sem virðist hafa verið rænt frá þjóðinni, og erlendir kröfuhafar fengið meira til baka af sínum útlánum en nú virðist verða raunin.
Eina raunhæfa leið þjóðarinnar út úr því öngþveiti sem hún er nú stödd í, er að taka ákvörðun um að auka peningamagn í umferð um 500 til 800 milljarða (tilað byrja með) og binda þetta fé notkun til aukningar á innlendu fjárstreymi, með því að tilkynna EES og ESB að vegna efnahagshruns verði stöðvað um ótiltekinn tíma, frjálst flæði fjármagns milli landa, þar til þjóðin hafi náð enduruppbyggingu gjaldeyrisskapandi atvinnustarfsemi, sem geri meira en að standa undir býnustu nauðþurftum þjóðarinnar.
Þessi aðferðarfræði mundi kalla á nokkurra ára handstýringu peningamála. En ef við ætlum að byggja grunnfjárþörf eðlilegs efnahagslkífs þjóðarinnar á erlendum lántökum, til öflunar eðlilegs rekstrarfjár fyrir atvinnulíf og heimili, erum við að tala um verulegar þrengingar og fátækt í landinu í hart nær 40 ár. Því miður virðist mér þekkingarleysi stjórnamálamanna og helstu "svokallaðra fræðimanna" stefna þjóðinni í síðarnefnda kostinn.
Hætt við öll útboð í vegagerð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 14:25 | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Sæll Guðbjörn - hér er klausa frá höfuðstöðvunum. Þetta er viðtal við sendifulltrúa AGS hér á landi.
IMF Survey online: Finally, how do you make sure that the IMF’s resources are being used as intended?
Flanagan: The program contains conditions: a floor on international reserves, limits on government deficits, and limits on the creation by the central bank of liquidity. These conditions ultimately help ensure that IMF resources are used as intended, and that the objectives of the program are met. What’s more, the loan to Iceland will be disbursed over two years in the context of regular quarterly reviews of policies and prospects. This provides additional safeguards that the money is being put to good use.
Sjá hér.
Planið er semsagt að kyrkja restina af atvinnulífinu, leggja síðan allt í rúst með niðurskurði hjá ríkinu, nota lán frá AGS og vinaþjóðum til að fjármagna fjárflóttann úr landi á þokkalegu skiptagengi. Að þessu loknu er unnt að ganga til nauðarsamninga við íslendinga um hvað sem er þar sem við verðum gjörsamlega á þrotum.
Ólafur Eiríksson, 21.6.2009 kl. 15:14
Heill og sæll; Guðbjörn, æfinlega !
Þakka þér; yfirgripsmikla úttekt, í stuttu máli. Eins; og Ólafur Eiríksson bætir við; réttilega, eru þetta meginmarkmið AGS/ESB samsteypunnar, að svæla út alla sjálfsbjargarviðleitni Íslendinga - og verst er; alls, að þeir njóta innlends tilstyrks, til óhæfunnar.
Með beztu kveðjum; sem áður og fyrri, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 16:30
Sælir Ólafur og Óskar. Takk fyrir innlitið og innleggið. Það sem ég velti oft fyrir mér er það, hvort stjórnendur AGS, ESB og jafnvel ýmissa erlendra þjóða, telji þjóðina sem heild jafn vitlausa í fjármálum og ráð má af framgöngu óvitanna sem stýrðu bönkunum og þeirra ráðamanna þjóðarinnar sem sátu við völd fyrirhrunið. Ljóst er að aðstæður okkar hafa EKKERT batnað við þann stjórnarmeirihluta sem nú er, því þetta fólk sýnir svo áþreifanlega að þau hafa EKKERT vit á hvernig eigi að koma þjóðinni út úr þeim ógöngum sem fylgdu bankahruninu.
Það sorglega við stöðuna er, að hvorki ráðamenn né fjölmiðlar eru fáanleg til að hlusta á raunhæfar leiðbeiningar um leiðir til lausnar. Þeir eru fastir í frösum sömu óvitanna og tóku þátt í að steypa þjóðinni í þann vanda sem hún er nú. ALLT þetta fólk, var LÖNGU komið með mentun sína og reynslu, áður en bankahrunið varð. ÞETTA FÓLK varaði EKKERT við þeim óförum sem verið væri að stefna þjóðinni í. Hvers vegna skildi það hafa verið? Sá þeir hagfræðingar, sem sífellt er veifað í fjölmiðlum, ekki hvert hin óhóflega skuldasöfnun bankanna var að stefna þjóðinni? Vildu þeir ekki rugga bátnum, meðan þeir áttu möguleika á að ná til sín einhverjum litlum afleggjara af þeim peningastraumi sem rann í gegnum bankana? Eða, var þekking þeirra á heildarhagsmunum þjóðfélags ekki meiri en raun bar vitni?
Við eigum ekki von á miklum úrbótum meðan þessir menn eru í innsta hring ráðgjafa stjórnvalda og helstu viðmælenda fjölmiðla.
Guðbjörn Jónsson, 21.6.2009 kl. 17:37
Sviss vill víst ala sína stjórnendur upp innan bankanna. Verkleg reynsla einfaldra grunnforsenda er að mínu mati líka 1000 sinnum verðmætari en meint fræðanám sem hefur ekki skilað miklu hvað varðar fjármál allavega. Úthald, aga, afköst, álag verður að þjálfa, 20 ára skólun í því telja sumar þjóðir lámark. Norðurlöndin voru fyrst til að leggja þetta niður sem hluta af öllu námi.
Með rétt lyklinum opnar réttu dyrnar. Er eitthvað að fræðunum og fræðingunum?
Guðbjörn! nú eru Íslendingar í EFTA sem er aðili að 66% regluverks EU:ES og Ísland því meir en hálfgildur aðili. Verða yfirvöld hér þá ekki að bjóða út út allar framkvæmdir innanlands á ES efnahagssvæðinu. [Ítalskir verktakar og verkamenn frá Rúmeníu: skuldaaukning þegar upp er staðið? ]
Júlíus Björnsson, 21.6.2009 kl. 21:46
Sæll Guðbjörn, ég tek undir allar spurningar þínar og vangaveltur. Hvert einasta snitti í þessari athugasemd hér ofar.
Kv.
Ólafur Eiríksson, 23.6.2009 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.