23.6.2009 | 11:54
Eiður eins og nátttröll í upplýstu nútímasamfélagi
Þessi grein hans Eiðs er afar skýrt dæmi um hina pólitísku "þöggunaráráttu" sem einkennt hefur umræður - undanfarna áratugi - er lúta að opinberri stjórnsýslu hér á landi. Skilaboðin eru þessi. - Á æðstu stöðum í stjórnsýslu okkar er litið svo á að þú hafir rangt fyrir þér. Ef þú reynir að bera hönd fyrir höfuð þér, eða tjá opinberlega þessar skoðanir þínar, mun það hafa afleiðingar fyrir þig í framtíðinni. -
Þetta eru í raun meginatriðin sem felast í þessari grein Eiðs. Raunveruleg efnisatriði, eins og ágætlega eru rakin í innslagi Ómars Geirssonar, við þessa grein, eru hreint aukaatriði, því það er fyrst og fremst hin pólitíska "þöggun" sem lesast á út úr greininni.
Á svipaðan hátt og gerð var tilraun til að þagga niður í gagnrýni Evu Joly, á grundvelli þess að hún mætti ekki tjá sig um heilstæða efnisþætti svikamála, af því að hún væri að rannsaka bankahrunið, reynir Eiður að telja þjóðinni trú um að óeðlilegt sé að hæstaréttardómari tjái sig á þann veg sem Jón Steinar gerði.
Jón Steinar fjallaði EKKERT um efnisatriði deilumálsins. Hann skýrði einungis ferliþátt til úrlausnar deilumáli og að kröfur Hollendinga og Breta sneru að ÍSLENSKU HLUTAFÉLAGI, en ekki að íslenska ríkinu.
Rétta leiðin í þessu Icesave máli er sú, að fyrst tæmi Bretland og Holland réttarfarsúrræði sín gagnvart því hlutafélagi sem þeir telja að þeir eigi kröfur á - ásamt stjórn þess og stjórnendum -. Að þeirri réttarúrlausn lokinni, kemur fyrst til álita hvort hugsanlega sé til staðar ábyrgðarkrafa á hendur ríkissjóði Íslands, en ekki fyrr en að tæmdri innheimtuaðför að viðkomandi hlutafélagi, stjórn þess og stjórnendum.
Ég ætla ekki að elta frekar óvitaskapinn sem fram kemur í grein Eiðs. Hann verður að eiga það við sjálfan sig hvaða mynd hann vill láta lifa með þjóðinni um þekkingu sína og dómgreind.
Eiður: Dómstóllinn ekki til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.