5.7.2009 | 17:29
Eru allir að verða á valdi taugaveiklunar
Það vita allir sem tekist hafa á við lífshættulegar aðstæður, að eina vonin til að komast lifandi frá slíku, er að forðast taugaveiklun og æsing. Greinilega hefur þessi hópur í Hollandi engan í sínum röðum sem gæti stýrt fari þeirra heilu í höfn, gegnum hafrót með mörgum straumröstum. Það vantar allt vit í þessi áform þeirra, svo varla þarf að óttast málshöfðun sem byggð er á slíku rugli.
Í fyrsta lagi voru Hollendingar á engan hátt þvingaðir til að leggja fjármuni sína inn á þessa reikninga, hjá erlendu bankaútibúi, sem hvorki seðlabanki né fjármálaeftirlit Hollands gáfu neina traustsyfirlýsingu. Engin Íslensk ríkisábyrgð var á starfsemi Landsbankans, eða neinna annarra íslenskra banka, hvorki á Íslandi eða í öðrum löndum. Landsbankinn bauð því Hollendingum áhættu, í hæsta áhættuflokki, sem þeir stukku á í von um aðeins meiri gróða en var hjá Hollenskum bönkum. Áhættan var öll þeirra megin. Ríkissjóður hefur ALDREI átt neina löglega aðkomu að þessum IceSave málum, og á ekki enn.
Vilji Hollendingar reyna dómstólaleiðina, þurfa þeir að byrja á því að stefna Gamla Landsbankanum fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur, því þar er varnarþing hans. Náist enginn árangur út úr því, þurfa þeir næst að stefna Tryggingasjóði innistæðueigenda, sem er sjálfstæð stofnun og ríkissjóði með öllu óviðkomandi.
Nái þeir engum árangri þar, er næsta leið þeirra að stefna löggjafastofnun Evrópusambandsins, því tryggingakerfi innistæðueigenda hjá lánastofnunum er byggt á löggjöf frá þeirri stofnun.
Komi í ljós að lánastofnanir okkar, hafi brotið reglur um uppsöfnun fjár í tryggingasjóði innistæðueigenda, gæti ESB höfðað mál gegn þeim bönkum sem brotið hefðu reglurnar.
Kæmi í ljós að engar reglur hefðu verið brotnar, væru þessi tjón utan bótaskylds ferlis. Sem sagt, að fullu á ábyrgð hvers þess sem tæki þátt í þeim leik sem þarna var boðið upp í.
IceSave var í raun og veru LOTTÓ, þar sem engar reglur voru fyrir hendi um útdrátt vinninga. Ríkissjóður Íslands hefur aldrei verið lögformlegur aðili að þessu IceSave máli og ráðherrar ríkisstjórnarinnar utan alla lögformlegra heimilda til afskipta af því, frá upphafi.
Undirbúa lögsókn gegn Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Sammála. Þetta er óvenju skýr og greinargóð lýsing á þessu leiðindamáli.
Skúli Víkingsson, 5.7.2009 kl. 22:10
Það er af hinu góða. B sökudólgar Fjámáleftirlit
Þeir geta þá sannað.
a) þeir voru blekktir af stjórnendum > þá er stjórnendur glæpamenn og ábyrgir
b) þeir voru í vitorði.
Hlutir gerast ekki af sjálfum sér í eðlilegri Bankstarfsemi.
Áfram Holland!
Júlíus Björnsson, 5.7.2009 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.