Færðist barna- og óvitaskapurinn frá bönkunum inn í ráðuneytin ??

Athygisvert að forsætisráðherra skuli velja sér aðstoðarmann sem AUGLJÓSLEGA hefur EKKERT vit á efnahagsmálum, heldur hlýðir í blindni að gelta, þegar honum er sigað.

Ef forysta Samfylkingarinnar leggur blessun sína, afskiptaleysi eða þögn, yfir það óráðshjal sem “aðstoðarmaður forsætisráðherra” fjallar um á einkasíðu sinni, virðist augljóst að mat Evu Joly á þeim vanda sem þjóðin er stödd í, sé síst of svartsýnt.

Við skulum minnast þess að á þeim fáu mánuðum sem Samfylkingin var í ríkissjórn með Sjálfstæðisflokknum, u. þ. b. TVÖFÖLDUÐUST erlendar skuldir þjóðarinnar, úr 6.500, í 13.000 milljarða króna. Þegar Samfylkingin tók við stjórnarsetunni af Framsóknarflokknum, voru erlendar skuldir þjóðarinnar ÞEGAR orðnar all nokkuð hærri en þjóðin gæti ráðið við, án skerðingar á lífsgæðum.

Vit Samfylkingarfólks á þjóðfélagslegum efnahag, var því miður ekki meiri en svo, að ENGRAR varúðar var gætt. Meira að segja var óvitaskapur í þjóðfélagslegum efnahagsmálum svo mikill að forysta Samfylkingarinnar, gerðist leiguþí banka og útrásarvíkinganna, og ferðaðist til annarra landa til að reyna að draga meiri fjármuni út úr erlendum þjóðum.

Á þeim tíma vissu flestir, sem hafa einhvern snefil af þekkingu á efnahagsmálum, að ALLIR stóru bankarnir voru búnir að fjötra sig svo illilega í erlendum skammtímalánum, sem lánuð höfðu verið út til fjármálabrasks, að þeir ættu ekki nokkurn möguleika á að endurgreiða þegar fengið lánsfé.

Í þessari stöðu fór forysta Samfylkingarinnar, um lönd og álfur, til að dásama styrkleika þessara sömu banka.

Ef þetta er það efnahagsvit sem Hrannar telur þjóðinni til framdráttar, tel ég hann eiga sér fáa fylgendur. Maður var svo sem orðinn vanur barnaskap og hreinum óvitaskap starfsmanna fjármálastofnana. Einhvern veginn finnst manni skjóta skökku við nú, tæpu ári eftir bankahrun, að sami óvitaskapurinn hafi verið færður frá fjármálageiranum inn í stjórnarráðið.

Var ekki markmiðið að endurreisa gömlu góðu lífsgildin, endurvekja heiðarleika, opna umræðu og efla lýðræðisvitund?

Varla flokkast skrif Hrannars í þann flokk, því þau er beinlínis sniðin eftir handriti “frjálshyggjunnar” að þeir sem ekki hafa FENGIÐ LEYFI til að tjá sig um málefni. Þeir eigi bara að þegja og sinna sínu.


mbl.is Hrannar sendir Joly tóninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef alltaf haldið því fram að X - S hafi verið hliðholl Baugsgenginu en hélt að það væri ekki lengur þegar Ingibjörg Sólrún er farin en svona er það ef Jóhanna Sigurðardóttir þaggar ekki niður í sínum aðstoðarmanni getur hún gleymt trausti þjóðar sinnar

GUÐRÚN VESTFIRÐINGUR (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 11:55

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Almennir Frakkarnir sögðu Bretar hafi leikið á Íra og Íslendinga í peningamálum, en þeir síðarnefndu eru evru og EU snobbarar. Hverjir hafa eyðilegt orðspor Íslands?  Þetta er ekki 8000 manns sem þarf að taka úr umferð. Það er stuldur að þiggja laun fyrir hæfni og ábyrgð. Ætlast svo til að kostnaði sé ekki deilt hlutfallsleg miðað við útsviknar tekjur síðustu ára.

SAmFo þjóðarsátt ráðast á lítilmagnann. Írar áttu ekki val eins og Íslendingar sem innleiddu hér EU frjálshyggju 1995.  

Júlíus Björnsson, 2.8.2009 kl. 16:25

3 identicon

Það var flóknara fyrir mig að komast framhjá ruslpóstvörninni heldur en að sjá ekki SANNLEIKANN um samspillinguna. Sjálfstæðisflokkurinn vinnur í þágu þeirra ríku og er ekkert að fela það, það má hann eiga !!

samspillingin er eins og úlfurinn í Rauðhettu, kemur sér fyrir í ímynd þess sem við treystum, segist vera annar en hann er, lýgur, svíkur, falsar og treður á öllu sem tengist heiðri frá byrjun til enda.

Ég viðurkenni það að xD er slæmur flokkur, virðing mín fyrir honum er engin, en ég gef þeim það þó að þeir eru ekkert að fela eðli sitt. samspillingin aftur á móti gefur sig út fyrir að vera flokkur alþýðunnar í orði, en á borði er þessi flokkur fylltur upp með saur og  er það aumur að hann getur ekki sagt satt orð þótt það varðaði líf og dauða, SVIK og ÓHEIÐARLEIKI..það eru hlutir sem ég get ekki fyrirgefið eða litið framhjá !!

Ef verk samspillingunar mundi endurspegla orð þeirra og ímyndar þá væri ég "grúppía" númer 1 !! 

Ég get umborið margt, illsku get ég umborið ef hún er pökkuð í svartar pakkningar,  fals get ég aftur á móti ALDREI  liðið eða umborið, þeir sem stunda þennan viðbjóðslegasta löst mannkynsins eru minna virði en naflaló í mínum augum !!

Ef samspillingarhræið reynir að keyra á vinstri hugsjónum þá ætti hún í það minnsta að reyna að prófa boðskapinn !!

runar (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 165771

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband