6.9.2009 | 14:02
Hugsar Jón Daníelsson bara út frá peningasjónarmiðum ???
Ég hef svo sem áður heyrst álíka viðhorf frá Jóni Daníelssyni, hagfræðing, en undrar mjög að hann skuli enn halda þessum frjálshyggusjónarmiðum á lofti.
Sé mið tekið af siðferðisvitund fólks í viðskipta- og atvinnulífi okkar, ætti sæmilega heilbrigt hugsandi manni að vera ljóst að það væri fullkomið óráð, við núverandi siðferðisvitund, að opna fyrir frjálst gjaldeyrisútstreymi. Bara það, eins og nefnt er í fréttinni, að núverandi gjaldeyrishöft haldi ekki, er skýr vísbending um að enn er mikið af óheiðarlegum atvinnurekendum á Íslandi, sem ekki eru tilbúnir að leggjast á sveif með þjóðinni, til að rétta við stöðu þjóðarskútunnar.
Skoða mætti rýmkun laga um gjaldeyrisútstreymi, samhliða því að harðar refsingar væru teknar upp við hverskonar sniðgöngu eða undanbrögðum frá tilgangi laganna. Þar mætti hugsa sér að við ítrekað brot, missti fyrirtækið rétt til starfsemi á gjaldeyrissviði næstu 10 árin og sama refsing legðist á stjórnarmenn og framkvæmdastjóra slíkra fyrirtækja.
Það virðist óhjákvæmilegt að grípa þurfi til harkalegra aðgerða til að knýja tiltekna menn í viðskipta- og atvinnulífi til heiðarleika. Það verður að láta viðskipta og atvinnulífið skilja að veisla sjónhverfinga, óskhyggju og barnaskapar er liðinn. Kostnaður þjóðarheildarinnar af óheiðarleika aðila úr framangreindum geirum þjóðlífsins, er það mikill að afar gætilega verður að sigla í gjaldeyrismálum næstu árin, jafnvel áratugina.
Að "hagfræðingur" skuli halda því fram að höft á útstreymi gjaldeyris úr þjóðfélagi okkar hafi verið mistök, við núverandi aðstæður og siðferðisvitund viðskipta- og atvinnulífs, segir mikið meira um viðkomandi sjálfan en möguleika þjóðarinnar til að ná tökum á lífsgæðum í þjóðfélaginu.
Við þurfum ekki meira af PENINGAHYGGJU Við þurfum fyrst og fremst raunhæfan heiðarleika, til eflingar gjaldeyrisskapandi atvinnulífs í þjóðfélaginu.
Jón Daníelsson: Bjartsýnni en áður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 165580
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.