Hvenær kemur íslenska þýðingin ???

Á ekki að birta allt svona efni frá ESB á íslensku ???

Ég hélt að svo væri.               


mbl.is Spurningalisti ESB birtur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Nafni:

Það mun örugglega ekki vefjast fyrir þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins.

Hins vegar eru margar spurningarnar þess eðlis, að þeir einir skilja þær, sem vinna á því sviði stjórnsýslunnar sem spurningin á við. Ég efast t.d. um að þú skiljir nema helming spurninga tollsins (mitt embætti) nema að vinna í tollinum.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 9.9.2009 kl. 19:31

2 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Auðvitað átti að þýða þessar  2500  spurningar á hálftíma eða  svo. Þetta er ekki nokkur frammistaða hjá  stjórnvöldum !!!

Eiður Svanberg Guðnason, 9.9.2009 kl. 19:34

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Nafni, og Sæll Eiður:

Takk fyrir innlitið og álitin.  Þær spurningar sem settar eru fram í umræddum spurningapakka til ríkisstjórnarinnar, voru löngu vitaður áður en umsóknarferlið var tekið til afgreiðslu á Alþingi. Megnið af þessum spurningum hafa því verið til staðar í utanríkisráðuneytinu í mjög, mjög marga hálftíma. Þó formleg afhending spurningalistans hafi farið fram með hefðbundinni opinberri athöfn, nú á dögunum, er ljóst að tölvueintakið hefur verið komið til landsins mikið fyrr. Það er því ekki vegna tímaskorts, að íslensk þýðing var ekki birt samtímis frumútgáfunni.

Vel má vera Nafni, að einhver tollnúmer kæmu mér á óvart, en það væri þá bara þroskandi að takast á við skilning þeirra. Mjög mikið af þessum spurningum hafa þegar verið uppfylltar í EES samskiptunum og megnið af hinum vitum við, í grófum dráttum, sem höfum fylgst með starfsemi ESB, frá því fyrir EES samningana.

En færi nú svo að mig ræki í vörðurnar með eitthvað varðandi tollamálin, þá veit ég af Nafna sem ég hef orðið var við að veit sitt af hverju. Ég gæti þá átt það til að leita ásjár hans um að auka skilning minn.

Með kveðju G.J. 

Guðbjörn Jónsson, 10.9.2009 kl. 17:10

4 Smámynd: Hörður Einarsson

Ef. Einhver virðing væri til hjá þessu svokallaða evrópusambandi, þá, ættu þeir að sýna okkur íslendingum þá sjálfsögðu kurteisi að hafa hann á Íslensku, er kanski einhver spurning þannig að það mætti misskilja hana, þegar búið er að þýða hana á okkar ylhýra?, eða þarf "Jóhanna" kanski að fara á enskunámskeið?.

Hörður Einarsson, 10.9.2009 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband