Kjánaleg fljótfærni hjá Landsambandi kúabænda

Ég dreg stórlega í efa að þessi ályktun Landsambands kúabænda sé réttilega tekin á formlegum stjórnarfundi. Sé það hins vegar svo, skýrir það kannski að einhverju leiti hve frjálslega vinnslustöðvarnar ganga oft fram í því sem kalla mætti skammarlega umgengni við heilbrigt og gott hráefni frá bændum.

Engum dylst, að framleiðendur skila af sér heilbrigðum kjötafurðum. Hins vegar er deilt um heilbrigðið er úrvalsvörur bændanna koma frá vinnslustöðvum og í verslanir, þar sem við (neytendurnir) eigum greiðastan aðgang að þeim.

Kæru höfundar þessarar ályktunar LK. Í lýðræðisþjóðfélagi er eina leiðin til að losna við ásakanir um óvönduð vinnubrögð, að vana svo til verka að ekki vakni grunur um óvönduð vinnubrögð eða vörusvik.

Í óttaumhverfi "ráðstjórnarríkis" reyna þeir sem telja sig valdhafa, hliðholla-  valdsherrum eða eru undirokaðir af þeim, að þagga niður sem fyrst, umræður sem gætu reynst svikastarfsemi hættulega upplýsandi.

Ég spyr mig í hvers konar samfélagi þið teljið ykkur búa?  Ég taldi mig búa í lýðræðisríki, með fullt tjáningafrelsi, sem ég þarf þó að bera fulla ábyrgð á. Í slíku þjóðfélagi kæra menn hvern þann rógburð sem þeir telja sér ærumeiðandi, eða bæta þau atriði sem gagnrýnd hafa verið, virðist þau vera almenn upplifun fjöldans.                      


mbl.is Harma ummæli um kjöt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband