29.10.2009 | 14:22
Aðalsteinn hefur lengi verið rödd hins almenna verkamanns
Möguleikar almennra félagsmanna verkalýðsfélaga til að hafa áhrif á kjör forystumanna ASÍ er hverfandi lítlir. Ákveðinn forystukjarni kemur sér saman um hvaða fólki skuli vera stillt upp á framboðslista og látið vita hvaða fólk er forystuliðinu þóknanlegt.
Þetta er þekkt fyrirkomulag "ráðstjórnarhugsunar", sem er afar útbreitt í þjóðfélagi okkar. Sama "ráðstjórnarhugsun" veldur því að þeir sem ekki eru forystunni sammála, eru óæskilegir því forystan getur ekki alltaf rökstutt vilja sinn og ákvarðanir. Hún er því afar sjaldan reiðubúin til rökræðna um málefnin, enda búið að taka hina endanlegu ákvörðun um niðurstöðuna, áður en málið kemur til almennrar umræðu, eins og það er kallað.
Það eru mörg ár síðan ESB fór að bjóða forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar til svokallaðrar "nám og kynningardvalda" í höfuðstöðvum sínum í Brussel. Þangað hafa flestir forystumenn ASÍ farið til dvalar og komið til baka heilaþvegnir fylgendur aðildar að ESB. Gylfi hefur verið þarna, einnig Skúli, framkvæmdastjóri Starfsgreiansambandsins, svo einhverjir séu nefndir.
Ég hef lengi fylgst með framgöngu Aðalsteins og þekki vel að hann fylgir fram hagsmunum hins vinnandi vekamanns, líkt og fleiri verkalýðsforingjar á landsbyggðinni. Forystu ASÍ hefur hins vegar tekist afar vel að fækka í þessum foringjahópi verkafólks, með markvissum áróðri fyrir sameiningu stéttarfélaga. Með þessum sameiningum varð forysta verkafólks af landsbyggðinni minnihlutahópur innan ASÍ og þar á bæ er markvisst unnið að því að losna við þessar raddir verkafólks úr mikilvægum valdastöðum.
Í lýðræðisskipulagi eru málefni til úrlausnar kynnt og rædd skipulega, og sameiginleg niðurstaða fundin, sem síðan verður gildandi ákvörðun.
Í ráðstjórnarskipulagi er niðurstaðan fundin í þröngum hópi valdhafa. Þar er niðurstaðan hönnuð í búning sem lítur trúverðuglega út í augum hins almenna félagsmanns, er honum verður á fundi heimilað að tala um, í 1 - 2 mínútur hver maður. Síðan á fólk að greiða atkvæði með fram kominni tillögu forystunnar, því það er hvort sem er búið að ákveða að svona verði framkvæmdin.
Þessi niðurlæging verkafólks, innan verkalýðshreyfingarinnar er ekkert ný af nálinni. Hún hefur staðið yfir í meira en áratug. Þessi framganga hefur hugsanlega náð svona langt, vegna þess að okkur hættir svo mjög til að afgreiða úrlausnarmálin eftir yfirborðsútliti, þó það sem er undir hinu fallega yfirborði sé bæði vont og jafnvel okkur skaðlegt.
Af löngum ferli og samskiptum við mikinn fjölda fólks, hefur mér virst sá hópur afar stór, sem telur að það sé einhver annar en þau sjálf, sem eigi að gæta hagsmuna þeirra. Þeir hafi svo mikið að gera að þeir hafi ekki tíma til að standa í svoleiðis málum. Finnst þeir hafa eytt nægum tíma í svoleiðis með því að mæta einu sinni á ári á fund, til að kjósa "formann" sem eigi að sjá um slíka hluti, að þeir séu í lagi og séu ekki að angra fólk.
Ætli sú herdeild inni stóra sigra sem sendi foringjann einan fram á vígvöllinn, meðan allir hinir gerðu það sem þá langaði, án afskipa af því hvernig foringjanum vegnaði?
En ætlast samt til að foringinn vinni orrustuna.
Segir að ólíkar skoðanir séu bannaðar innan ASÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Alþýðusambandið er komið undir stjórn markaðshyggjunnar. Yrði Hannes Hólmsteinn ekki glæsilegur leiðtogi?
Árni Gunnarsson, 29.10.2009 kl. 17:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.