Er þekking kirkjuþingsfólks á lýðræðislegum og siðrænum vinnubrögðum svona takmörkuð ????

Sú einkennilega uppákoma sem virðist hafa orðið á síðasta degi kirkjuþings er virkilegt íhugunarefni. Maður hefði geta ætlað að í prestnáminu fælist vönduð fræðsla um lýðræðisleg og siðræn vinnubrögð, byggð á kristnum gildum. Sé það svo, virðast það  kirkjuþingsfólk sem þarna var að verki hafa tapað þeim lærdómi, eða skilið hann eftir í skólastofunni.

Maður getur svona úr fjarlægð velt því fyrir sér hvað kom til að prestur frá Vestmannaeyjum tók ákvörðun um að varpa sprengju inn í samfélag sem var í djúpum sárum vegna deilna um einn starfsbróður hans. Er siðferðislegur þroski þessa manns ekki meiri en svo að hann skipti sér, óumbeðinn, af lífsháttum á óviðkomandi heimilum, eða hjá uppkomnum börnum sínum eða ættingjum?

Ef þessi maður hefði viljað leggja kærleikshönd á þetta hrjáða samfélag, hefði hann sýnt mannvirðingu og þroska með því að reifa fyrst þessa hugmynd sína í blaðagrein í sunnlensku fréttablaði, til að kanna undirtektir "heimafólksins" við slíkri breytingu.

Steininn tekur svo úr með ókurteisina gagnvart söfnuðinum á Selfossi, að rjúka til í einskonar óðagoti, undir lok þingsins, að afnema áður samþykkt gildistökuákvæði, og láta innrásina taka gildi þegar í stað. Þetta er álíka kurteislegt og að ryðjast án fyrirvara inn á óviðkomandi heimili og tilkynna heimilisfólkinu að óviðkomandi menn hefðu tekið ákvörðun um viðkvæmar breytingar á heimilhögum þess og þessar breytingar væru þegar komnar í gildi.

Ef þetta er sá kristilegi kærleiksþroski sem prestum landsins býr í brjósti, virðist greinilegt að sá hópur sem svona vinnur, hefur úthýst Guði úr hugsanahætti sínum.

Þið kirkjuþingsfólk, sem studduð þessa óundirbúnu aðför að söfnuði Selfosskirkju, hafið smán fyrir og sýnið þann manndóm og smá snefil af siðrænni endurbót, að afnema þegar í stað þessa heimskulegu aðför að fólki sem ekki fékk neitt tækifæri til að verja sig.

Verði kirkjuþing ekki við þessari áskorun, skora ég á Selfyssinga að skjóta þessari ákvörðun til dómstóla, því þarna var framið afar alvarlegt brot á Stjórnsýslulögum, þar sem úrskurður var kveðinn upp án þess að hlutaðeigandi aðilar fengju að koma við andsvari.        


mbl.is Ekki hugsað um sóknarbörnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Já - aldeilis rétt og satt - hvert einasta orð.

Helga R. Einarsdóttir, 15.11.2009 kl. 13:42

2 Smámynd: Hilmar Einarsson

Í guðana bænum víkkið nú aðeins út sjóndeildarhringinn gott fólk.

Í fyrsta lagi er meirihluti kirkjuþingsfulltrúa valinn úr hópum líðræðiskjörinna sóknarnefnda þannig að þar er bara um venjulegt fólk að ræða en ekki prestlært.

Í öðru lagi væri það vel þess virði fyrir fólk að kynna sér hvernig til hefur tekist í fjölmennustu kirkjusókn landsins Grafarvogssókn.  Þar hefur verið lögð áhersla á að vera "bara" með eina kirkjusókn 20000 sóknarbarna með fjóra starfandi presta (5000 sóknarbörn á mann).  Uppskeran er mjög öflugur söfnuður með ótrúlega mikla þáttöku í mjög víðfeðmu safnaðarstarfi. 

Með þessari sameiningu opnast miklir möguleikar í sóknarstarfinu á Selfossi þar sem fjöldi sóknarbarna verður 3700 á hvorn prest.

Guðbjörn, skoðaðu þetta mál með oggo lítið meiri víðsýni og raunsæi áður en þú lætur meiri gýfuryrði falla.

Hilmar Einarsson, 15.11.2009 kl. 14:57

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæl Helga og þakka þér fyrir ummælin.

Sæll Hilimar. Af skrifum þínum má merkja að þú hefur ekki mikið hugsað um það hvernig þetta öfluga starf var byggt upp í Grafarvogssókn. Það var ekki byggt upp með því að óviðkomandi fólk segði til um hvernig skipulag safnaðarins skildi vera. Það var byggt upp af DJÚPRI virðingu fyrir fólkinu í söfnuðinum og ÞAÐ SJÁLFT látið finna að ÞAР væru skipuleggendurnir, með því að ENGAR mikilvægar ákvarðanir voru teknar af utanaðkomandi fólki.

Ef þú skilur ekki óvitaskapinn sem presturinn frá Vestnmannaeyjum gerði sig sekan um og hluti kirkjuþingsfólks fylgdi hugsunarlaust, þá segir það fyrst og fremst á hvaða þroskastigi þú ert í mannlegum samskiptum. Það er svo sem allt í lagi og er þér fyllilega heimilt, án afskipta annarra. Það voru hins vegar engin gýfuryrði í pistli mínum, einungis kurteisleg tilmæli til fólks sem TÓK SÉR VALD, sem það hefur ekki, til að ráðskast með söfnuð sem glímir við erfið úrlausnarmál. Vonandi fær sá söfnuður frið til að finna samstöðu sína að nýju. Ég get vel óskað Selfosssöfnuði þess að verða jafn samstíga og Grafarvogssöfnuður er. En heldur þú að Grafarvogssöfnuður væri svona samstíga, ef ekki væri borin virðing fyrir fólkinu þar, af þeim sem réðust inn í innri mál Selfosssafnaðar? 

Guðbjörn Jónsson, 15.11.2009 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 109
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 102
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband