Enn eru Bretar að hóta okkur.

Á undanförnum 50 árum, eða svo, hafa Bretar oft hótað okkur diplómatískri útilokun, viðskiptaþvingunum og ég veit ekki hverju þeir hafa ekki hótað, fari Íslenska þjóðin ekki að vilja þeirra. Ekkert af þessum hótunum hefur bitið á Íslendingum, fram til þessa.

Deilur okkar við Bresk stjórnmálaöfl, um landhelgi og fiskveiðilögsögu ættu að hafa fært okkur trausta sýn á ósanngirni og ósvífni þeirra í samskiptum þjóanna. Þeir virðast ekki kunna að vinna diplómatískt gagnvart smáþjóðum. Þar sýnir saga að þeir beita ofbeldi, að ystu mörkum þess sem þeir komast.

Hvaða diplómatísku aðgerðum geta Bresk stjórnvöld beitt gegn Íslendingum, verði nýju Icesave  lögin felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir gætu neitað að kaupa af okkur fisk, en það mundi bitna meira á þeirra eigin þjóð en okkur Íslendingum. Þegar bankahrunið varð, reyndu þeir að stöðva innflutning af fiski frá Íslandi, en hagsmunaaðilar í þeirra eigin landi risu harkalega upp gegn stjórnvöldum. Nú á tímum er ekki fjölbreytt úrval af þeim fiskitegundum sem Bretar aðhillast, svo við þurfum ekki að óttast aðgerðir þeirra á þeim vetvangi.

Þeir gætu beitt sér gegn því að Ísalnd fengi lánafyrirgreiðslu hjá Erópskum lánastofnunum.  Á það ber að líta að Bretland er afar skuldsett og ef stærri þjóðir beittu þá sömu fantabrögðum og þeir beittu Íslensku þjóðina í upphafi hrunsins, væru þeir litlu betur settir en Ísland.  Skuldir þeirra vaxa dag frá degi með þeim gífurlega hraða að, enn sem komið er, hafa stjórnvöld þar ekki sýnt fram á að þau séu að ná tökum á skuldasöfnuninni. Stutt er því í að Bretland verði að lúta þvingunum kröfuhafa lánsfjár, og vonandi fá þeir sanngjarnari meðferð en þeir beittu okkur.

Færi svo að Bretland og ESB beittu Ísland pólitískum þvingunum á fjármálasviðinu, væri ekkert sjálfsagðara fyrir Íslendinga en að snúa sér til þess eina ríkis í heiminum sem á næga peninga, þ.e. Kínverja, og óska eftir lánasamningum við þá. Í ljósi þess að Norður-siglingaleiðin er að opnast, tel ég engan vafa leika á að Kinverjar myndu vilja taka upp samvinnu við Íslendinga um umskipunarhöfn á Íslandi og fleiri þætti er lúta að efnahagslífinu.  Evrópa er það illa stödd fjárhagslega og atorkulega, að þar verða ekki miklar framfarir á komandi áratugum.

Helstu sóknarsvæði fyrir afurðir okkar munu tvímælalaust verða á suðlægari og austlægari slóðum. Þar mun Kína verða stór aðili, því þar munu opnast miklir markaðir þegar efnahagur fólks þar fer að aukast.

Af öllu þessu má sjá að það væri Bretum sjálfum verst, ef þeir færu að leika einhvern útskúfunarleik gagnvart okkur, því síðar á þessu ári, eða snemma á því næsta, verða þeir í sömu stöðu og við, að geta ekki borgað, á réttum tíma, þær erlendu skuldir sem lánastofnanir þeirra og atvinnulíf hafa steypt yfir þjóð þeirra.

Brosum því að þessum hótunum Bretanna, líkt og við brosum við hótunum óvita, sem hótar í máttvana reiði eða hroka, vegna þess að hann kann ekki diplómatisk samskipti.                  


mbl.is Gæti endurvakið diplómatíska deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 164814

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband