Rökfræði glæpaafla

Þekkt eru þau rök handrukkara og annarra glæpaafla, að betra sé að borga strax (semja strax) en að eiga á hættu allar þær ófarir sem því fylgi að borga ekki.  Einnig er þekkt að þessi öfl útskýra ekki í hverju þær ógnir felast, sem komi yfir fólk sem borgar ekki.

Nákvæmlega þessa sömu taktík nota stjórnvöld til að berja ótta inn í landsmenn gagnvart Icesave skuldum Landsbankans. Handrukkarar okkar tíma (ráðherrar og stjórnarþingmenn), koma til foreldranna (þjóðarinnar) og hóta þeim ótilgreindum ógnum ef þau borgi ekki umyrðalaust óráðsíuskuld vandræðaunglingsins (Landsbankans).

Þetta getur seint kallast landsföðursleg aðferð til að réttlæta lagasetningu sem hafa mun alvarleg áhrif á framtíð flestra fjölskyldna í landinu á komandi áratugum.  Ekki síst þegar til þess er litið að afar veikar lagastoðir eru fyrir slíkri lagasetningu.

Er þessi svokallaða >vel menntaða þjóð< búin að missa kjarkinn til að standa sjálfstæð og sterk í ólgusjó alþjóðlegs efnahagsumhverfis?         


mbl.is Undirskriftir gegn Icesave vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Niðurstaða forsetans verður "Fólk eru fífl" og staðfestir IceSave lögin. Þannig brýtur hann niður þann stuðning sem hann átti eftir hjá okkur sem ennþá bárum virðingu fyrir honum og embættinu.

Biggi (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 11:30

2 identicon

Mér finnst mjög svo freistandi að hafna þessum samningi og segja bretum að hoppa upp í rassgatið á sér. En eftir að hafa lesið margar greinarnar um þetta mál þá er þetta ekki svona einfalt. Það er alveg klárt í mínum huga að þetta er ekki eitthvað sem við eigum yfir höfuð að borga. Það hefur þó sýnt sig að þjóðir í kringum okkur og allt evrópusambandið, er tilbúið að loka á okkur ef við ekki samþykkjum þetta. Þar á meðal þjóðir eins og Danmörk, Svíþjóð og Noregur. Hvað þýðir það?? Jú það er einfalt. Útflutningsfyrirtækin geta ekki selt afurðir sínar sem þýðir algjört hrun hjá þeim. Ríkið getur ekki fjármagnað sig sem þýðir algjört hrun þar á bæ. Atvinnuleysi fer klárlega upp um tugir prósenta því það verður ekki til fjármagn í landinu. Sem þýðir svo aftur að ríkið getur ekki greitt fólki atvinnuleysisbætur og fólk fer raunverulega að svelta í landinu. Þetta sýndi sig klárlega strax eftir hrun þar sem allir lokuðu á okkur og peningar hvorki komust frá landinu né í landið.

Þetta því miður er raunveruleg áhætta og gleymið því ekki að dómstólaleiðin tekur mörg ár. Þannig að spurningin sem ég er að velta fyrir mér þessa dagana er hvort ekki sé skárri kosturinn að borga þennan ósóma og reyna að vera búinn að því áður en börnin mín verða fullorðin, eða bjóða þeirri hættu heim sem ég var að útlista.

Það er alveg rétt að láta undan handrukkurum skilur eftir hræðilegt bragð en við komumst aldrei upp með að borga þetta ekki.  Stundum er handrukkarinn hreinlega of stór til að takast á við og í þessu tilviki Bretar, Hollendingar, allt Evrópusambandið og þar á meðal norðurlöndin..... 

Sigurður G Ragnarsson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 11:33

3 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Meira ruglið í þér Sigurður.

Þegar á reynir munu norðurlandaþjóðirnar EKKI loka á okkur, sérstaklega ekki Noregur.

Útflutningsgreinarnar munu halda áfram að selja erlendis. Ef ekki til evrópu þá bara til annarra. Þetta hefur gerst áður.

Ríkið mun þurfa að fjármagna sig á útflutningnum og ætti það ekki að vera svo alvarlegt ef við missum ekki ALLAN gjaldeyrinn okkar í vexti af Icesave.

Að trúa svona rugli er óforskammað.
Við skulum samt ekki gleyma því að án vafa mun verða erfiðara fyrir alla, tímabundið. Því það mun auðvitað taka smá tíma að leiðrétta markaði og útskýra okkar mál fyrir vinaþjóðum.

En sá tími mun verða styttri heldur en þessar þvingandi aðgerðir gætu neytt okkur til.

Carl Jóhann Granz, 3.1.2010 kl. 11:54

4 identicon

Aðalatriðið er að ekki á að ábyrgjast eitthvað sem við getum ekki örugglega staðið undir. Það er búið að samþykkja lög um ríkisábyrgð sem kveður á um að við ábyrgjumst þessar greiðslur að því marki sem efnahagslegar forsendur okkar setja okkur takmörk. Það er það besta sem íslenska þjóðin getur boðið Hollendingum og Bretum svo öruggt sé að ábyrgðin haldi án þess að gengið verði á eigur hennar. Ef þeir fallast ekki á það besta sem við höfum að bjóða verða þeir að gera upp við sig hvort þeim henti að leita annarra leiða til að svíða út úr okkur það sem við getum ekki ábyrgst.

Örn Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 12:11

5 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Sigurður.  Þessi lýsing þín er akkúrat talandi dæmi um þann óttaþátt sem áróðurinn hefur hlaðið inn hjá mörgu fólki. Engin haldbær rök er fyrir neinu af því sem þú setur fram sem óttaþátt; einungis tilbúinn hræðsluþáttur.

Þergar ég var barn í sveit, var botnlaust kviksyndi á einum stað í landareigninni. Þetta kviksyndi var ekki afgirt, en mikil nauðsyn var að koma okkur börnunum í skilning um hver hætta væri af þessu kviksyndi.  Okkur var því sagt að í þessu kviksyndi væri heljarstór skata með 9 hala. Ef einhver kæmi nálæt þessu kviksyndi myndi hún sveifla halanum, vefja honum um þann ógætna og draga hann niður í djúpið til sín.

Rökin í þessu voru nákvæmlega engin, en óttaviðbragðið sem þessi ógn skapaði með okkur börnunum, gerði það að verkum að við hugsuðum ekki skírt og af hræsðlu við afleiðingarnar, héldum við okkur fjarri þessu kviksyndi.

Markmið  Breta í þessu máli hafa alla tíð verið augljós, líkt og í þorskastríðunum. Þeir hafa engin dómtæk rök fyrir kröfum sínum á hendur þjóðarinnar. Þess vegna nota þeir eingöngu hræðsluáróður. Allur sá hræðsluáróður sem þeir hafa beitt fram til þessa, hefur litlum búsifnum valdið hjá okkur. Þeir ætluðu að loka á fiskútflutning okkar, en þeirra eigin fiskkaupmenn og fiskverkendur kröfðust þess að fá sinn fisk.

Bretar sjálfir eru svo illa staddir, hvað erlendar skuldir varðar, að þeim er mikil þörf á að halda athyglinni frá þeirra eigin vandræðum. Þess vegna beita þeir harðri taktík til að halda athyglinni á okkur.

Í heiminum er það mikil þörf fyrir hágæða matvörur okkar að engin vandræði verða að selja allar þær vörur sem við framleiðum. Við þurfum hins vegar að horfast í augu við það, að stór hluti fjármálafyrirtækja okkar stundaði óheiðarlega starfsemi víða um heiminn. Það voru því fullkomlega eðlileg viðbrögð, fyrst í upphafi hrunsins, að öllum viðskiptum væri lokað, meðan hreinsaðir voru út þeir aðilar sem óheiðarleg viðskipti höfðu stundað. Ástæða þess hve langan tíma þetta tók, var fyrst og fremst okkur sjálfum að kenna, vegna klaufalegra og kjánalegra viðbragða við svokallaða yfirtöku bankanna.  Frá sjónarhóli erlendra aðila, leit út eins og ríkið væri bara að yfirtaka innlánin en skuldir gömlu bankanna yrðu skildar eftir í þrotabúinu. Eðlilega olli þetta fjaðrafoki hjá erlendum lánveitendum.

Lætin voru hins vegar kærkomið vopn í hendur þeirra sem endilega vilja ganga í ESB, því lætin sköpuðu ótta meðal landsmanna; ótta sem greinilega hefur skilað árangri víða, t. d. eins og hjá þér kæri Sigurður. 

Guðbjörn Jónsson, 3.1.2010 kl. 12:32

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sammála þér að þetta hljómi eins og handrukkararök.

Hrannar Baldursson, 3.1.2010 kl. 15:50

7 identicon

Þetta eru góð og gild rök hjá þér Guðbjörn og ég vona svo innilega að þú hafir rétt fyrir þér í þessu máli. Að láta undan þessum kúgunum er það sísta sem ég vil gera. En ég vona innilega að sú leið að fara í hart muni ekki kosta okkur meira heldur en að ganga til samninga......

Sigurður G Ragnarsson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 16:35

8 identicon

Kannski að bæta því við að sú fullyrðing sem þú heldur fram Carl Jóhann um að norðurlöndin muni ekki loka á okkur er eitthvað sem enginn veit. Hingað til hafa þau ekki sýnt neitt annað en að fylgja stefnu Evrópusambandsins og standa með þeim....Kannski þau breyti um stefnu seinna en það veistu ekki.

Sigurður G Ragnarsson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 16:41

9 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Það er rétt hjá þér Sigurður að ég staðhæfi með það eitthvað sem ég get ekki og tek ég það á mig.

En þrátt fyrir það, telur þú það virkilega líklegt að norðurlöndin og þá sérstaklega Noregur muni loka á Ísland þegar á reynir ?

Carl Jóhann Granz, 3.1.2010 kl. 17:51

10 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Ég hef tekið eftir því að fólk virðist misskilja ástæður þess að okkur sé ekki komið til hjálpar og okkur veitt lán.

Á hinu pólitíska sviði er uppi deila milli Íslands annars vegar og Bretlands og Hollands hins vegar, um lögformlega skyldu Íslenska ríkisins að greiða Icesave skuldina fyrir Landsbankann. Íslendingar hafa enn mótmælt þeirri lagatúlkun, og ítrekaði Jóhanna forsætisráðherra það nú í haust.

Eðlilega stíga engar þjóðir inn í þessa lögfræðilegu túlkunardeilu, fyrr en hún hefur verið útkljáð. Hafni Íslendingar samningum og greiðsluskyldu, verða Bretar og Hollendingar að fara dómstólaleiðina.

Þegar Íslendingar hafa endanlega skorið úr og birt sitt endanelga álit varðandi greiðsluskylduna, er komin hrein niðurstaða í þessa deilu. Þá verður hægt að taka næsta skref um endurreisn efnahagslífs á Íslandi.

Hafni Ísland greiðsluskyldu, verður landið mun vænlegri lántakandi en ella. Þá fyrst, en alls ekki fyrr, er hægt að vænta vilyrða um lánveitingar frá öðrum löndum, til handa ríkissjóði Íslands.

Þetta er svo einfaldar röklínur í Icesave deilunni. Einhvern vegin hefur stjórnmálamönnum okkar tekist að skapa úr þessu nánast óskiljanlega flækju, sem þeir skillja ekki sjálfir og eru þess vegna algjörlega ófærir um að gefta leyst sjálfir. 

Rökin fyrir höfnuninni eru skýr og hafa komið fram hjá virtum fjármála- og bankamönnum, bæði í Evrópu og vestan hafs. Þau rök hafa hins vegar þær afleiðingar að ESB mun ekki vilja samþykkja inngöngu okkar, sem ég tel nokkuð augljóst að verði hvort sem er aldrei að veruleika.  

Guðbjörn Jónsson, 3.1.2010 kl. 18:17

11 identicon

Ég vona það svo sannarlega að Noregur standi með okkur þegar á reynir. Það kemur væntanlega í ljós. Hvort sem við höfnum þessum samningi eða ekki vona ég að sú leið sem verður farin verði farsælust fyrir okkur. Eins og ég sagði hér fyrr er þetta eitthvað sem allir þurfa að skoða ofan í kjölinn og taka sína akvörðun út frá því. Rökin sem hér hafa komið fram munu hjálpa mér persónulega í þeirri ákvörðun og ég er sammála þér Guðbjörn í því að Evrópusambandið er ekkert annað en óskhyggja hjá samfylkingunni. Sú óskhyggja sé ég ekki að eigi raunhæfa möguleika næsta áratuginn eða svo.

Sigurður G Ragnarsson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband