Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
29.5.2008 | 10:44
Lesið SÁÁ blaðið af athygli
Ég hef sjaldan fengið í einu blaði jafn mikið af góðu, uppbyggilegu og fræðandi lesefni og er í SÁÁ blaðinu sem ég fékk í póstkassann minn í gær.
Þetta blað ætla ég að geyma og lesa aftur í smærri skömmtum, því þegar allt þetta frábæra efni er lesið á einum degi, verður það að svolítilli naglasúpu í höfðinu á manni, því það er svo margt sem maður vill muna og hugsa betur um, við betra tækifæri. Þetta er nefnilega efni sem ekki ætti að fleita kerlingar ofaná yfirborðinu og sökkva svo í djúp gleysmkunnar, heldur skilja eftir sig varanleg spor í sálarlífi þjóðarinnar.
Við þurfum svo sannarlega að líta upp úr fíkniáhrifum græðgi og sjálfselsku og horfa opnum augum á það samfélag sem við höfum leyft að þróast í þjóðfélagi okkar. Það er afar athyglisverð úttektin hjá Gunnari Smára Egilssyni á bls. 19 í SÁÁ blaðinu, í pilstli sem ber yfirskriftinar "Samfélag á fyllibyttustigi". Þeir sem ekki finna til sannleikans í þessum skrifum hans, samhliða óttatilfinningu yfir því að þessi þróun skuli hafa átt sér stað við nefið á okkur, þeir eru greinilega enn fastir í hringiðu óraunsæis.
Afvötnun einstaklings úr viðjum fíknar eða eyturáhrifa neyslu eða lífsvenja sem ekki geta skilað varanlegum lífsgæðum, heilsu og hamingju, er mikið átakaferli sem útheimtir einbeitingu og sterkan vilja. Þegar fara þarf með mikinn hluta þjóðarinnar í gegnum álíka afeytrunarferli, til að endurvekja heilbrigða þjóðfélagshugsun (fjölskylduhugsun), er ekki verið að tala um nein smámál; eða eitthvað sem gert verður annars hugar og/eða með hangandi hendi. Fyrir framan okkur liggur augljóst stórverkefni, á borð við umfangsmiklar náttúruhamfarir; verkefni sem við verðum að sigast á.
Hamingja og heill okkar sjálfra, afkomenda okkar og komandi kynslóða, byggist á því að við sigrum þessa orrustu. Höfum að leiðarljósi hugtakið:
Heilbrigð lífsganga hamingjusöm þjóð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.5.2008 | 14:50
Sértæk skuldsetning til að bjarga fáeinum óvitum
Ummæli fjármálaráðherra benda til að hann skilji ekki hvað felist í því að lífa af tekjum sínum en auka ekki umsvif munaðar og neyslu með lánsfé sem enginn tekjulegur grundvöllur er skapaður fyrir, svo hægt verði að endurgreiða lánin.
Um nokkurra ára skeið hafa allar útflutningvörur okkar verið seldar á hæstu verðum sem þekkst hafa. Framleiðsla okkar á útflutningsvörum, hefur verið í því hámarki sem framleiðslugetan leyfir. Meðan ekki er sköpuð skilyrði fyrir frekari, meiri eða fjölbreyttari útflutningvörum, er ekki fyrirsjáanlegt að umtalsverð tekjuaukning verði hjá þjóðinni.
Með erlendum lántökum til afar mikillar útþenslu þjónustu- og neysluþátta samfélags okkar, höfum við sett af stað ýmsa tímabundna starfsemi, sem fyrirséð hefur verið að ekki gæti haldið lengi áfram eða orðið varanleg. Ástæða þess var að gjaldeyristekjuöflun þjóðarinnar gat ekki borið uppi alla þessa þjónustu og neyslu. Ævinlega hefur verið fyrirsjáanlegt, að þegar ekki yrði lengur hægt að verða sér úti um meira lánsfé frá erlendum aðilum, til að halda þessari starfsemi gangandi, yrði sú starfsemi að hætta sem ekki ætti sér viðhalds- og endurnýjunarþátt í gjaldeyristekjum þjóðarinnar.
Hið raunverulega íslenska efnahagslíf venjulegrar fjölskyldu er ekki í neinni hættu. Hættan sem yfir vofir snýr eingöngu að þeim aðilum sem hafa flækt sig í lántökum langt uppfyrir það sem tekjur þeirra geta borið. Slík vandamál eru fyrst og fremst til vegna alvarlegra mistaka stjórnenda lánastofnana og eru ríkissjóði algjörlega óviðkomandi þar sem ríkið rekur engan banka.
Ef lánastofnanir hafa endurlánað hinar erlendu lántökur sínar, til það ótraustra aðila, gegn það litlum veðum að þau tryggi ekki verðmæti lánsfjárins, á að láta slíkt koma skýrt fram áður en ríkissjóður fer að skuldsetja sig til að skera óvitana sem stjórna bönkunum niður úr þeim hengingarólum sem þeir smíðuðu sér sjálfir og festu um eigin háls.
Leyfið okkur að sjá hinn raunverulega vanda og hvernig hann varð til í raunveruleikanum. Kannski þarf einungis að skipta um stjórnendur lánastofnana og byggja upp traust á eðlilegri og þjóðfélagslega raunsærri stjórnun þeirra, í réttum takti við tekjuumhverfi þjóðarinnar.
Þurfum við ekki að læra af svona vitleysum með því að vita raunveruleikann í því ferli sem kom okkur í þessa stöðu?
Með kveðju, frá fyrrv. hagdeildarmanni í banka.
Verkefnið að verja árangur undanfarinna ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.5.2008 | 13:38
Hjálpa í neyð en hámarka árangurinn
Mig langar til að trúa því að dómgrdeind okkar Íslendinga sé ekki jafn illa á vegi stödd og flest skrif um hugsanlega komu 10 kvenna og 20 barna þeirra benda til. Flestir, þar á meðal háskólamenntaður "þjóðfélagsrýnir", byggja málflutning sinn á persónulegu skítakasti en leggja hvergi fram vitræna röksemdafærslu. Samt virðast þeir telja sig vera í lýðræðslegri umræðu? Menn keppast við að vitna til góðs árangurs af fyrri móttökum fjölskyldna innflytjenda, en sést greinilega yfir að í þeim tilvikum sem vitnað hefur verið til, er ævinlega um tvær fyrirvinnur fjölskyldu (hjón) að ræða, ekki einstakling með börn á framfæri.
Flestir sem þekkja til þjóðfélagshátta hér á landi, vita að einstæðar mæður lifa engu sældarlífi hér á landi. Slík er staðan þó þær þekki nokkuð vel hvaða rétt þær hafa og hvaða stuðning þær geta fengið. Flestar eiga líka ættingja og vini sem geta veitt stuðning. Þrátt fyrir allt þetta er lífsafkoma þeirra erfið og mörg börn þeirra afskipt í félagslegu umhverfi samtímans.
Það fylgir því ábyrgð að flytja fólk frá einu menningar- og trúarumhverfi, til lands, umhverfis og menningar sem það þekkir ekkert til. Vitað er að ríkisstjórnin setur ákveðið fjármagn í þetta "verkefni" (flóttamannahjálp), en að þeim tíma liðnum taki sveitarfélagið við "verkefninu". Enginn hefur enn haft kjark til að tjá sig um lífsskilyrði þessara kvenna og barna, eftir að fyrstu móttökufyrirgreiðslu líkur. Hugsa menn kannski ekki svo langt fram í tímann?
Eigum við að hjálpa fólki í neyð? - Já að sjálfsögðu eigum við að gera það og ævinlega leitast við að hámarka árangur hjálparinnar og gagnsemi þess fjármagns sem við getum lagt í slíkt hjálparstarf.
Er besta hjálpin fólgin í að flytja fólkið hingað til lands? - Þegar veita á hjálp til fjarlægra staða, felst yfirleitt besta hjálpin í að bæta aðstæður fólksins á því svæði sem það þekkir. Þar nýtast peningar yfirleitt mikið betur en hér á landi, bæði til fjárfestinga í skólum og vistarverum, sem og vegna framfærslu fólksins. Þannig er t. d. hægt að veita barni skólavist, aðgang að heilbrigðisþjónustu og húsnæði, fyrir u. þ. b. 3.000 - 3.500 ísl.kr. á mánuði.
Á því svæði sem við tölum um að "veita hjálp", er vafalaust mikill fjöldi munaðarlausra barna. Talað er um að fyrirhugað "verkefni" okkar, við að flytja 10 konur og 20 börn hingað og greiða megnið af þeim kostnaði í tvö ár, muni kosta u. þ. b. 300 milljónir króna, fyrir utan einhvern ótilgreindan kostnað sveitarfélagsins. Fyrir þá fjárhæð er líklegt að við gætum byggt upp, á tiltölulega friðsælum stað á þeirra heimasvæði, skóla, og heimavistir fyrir c. a. 200 börn, auk vistarvera fyrir starfsmenn.
Til að sinna þessum fjölda barna þyrfti að ráða c. a. 20 konur til starfa; sem gætu t. d. verið úr hópi ekkna úr flóttamannabúðum. Kostnaður af framfærslu slíks samfélags mætti ætla að væri c. a. 12 milljónir á ári, sem líklega væri u. þ. b. helmingur (eða minna) þeirrar fjárhæðar sem reglubundin félagsleg fyrirgreiðsla þeirra 10 kvenna og 20 barna yrði, vegna búsetu hér á landi.
Metnaður getur verið góður, en þegar dómgreind og raunveruleikaskyn er skilið eftir, getur metnaðurinn jafnvel búið til erfiðleika; einungis svolítið öðruvísi erfiðleika en fólk er vant; erfiðleika sem það kann ekki að takast á við. Reynslan hefur sýnt að hjálp á heimasvæði skilar varanlegri lífsgæðum til umtalsvert fleiri einstaklinga, fyrir minni fjármuni en með því að flytja fáeina einstaklinga milli menningarheima.
Slík hugsun á ekkert skilt við rasisma.
24.5.2008 | 13:39
Plástur á sárið - eða breyta farvegi? Hvort er betra???
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að stjórnlaus fíkniefnaneysla sé afleiðing langtíma ferlis ábyrgðarlauss lífernis. Slíku ástandi verður ekki breytt með aukinni aðstoð, eftirá, vegna afleiðinga á heilsu og sálarlíf neytandans, og hans nánustu ættingja. Beina þarf athyglinni að aldursskeiðinu þar sem upphaf neyslunnar er að finna og breyta ferli viðkomandi aðila, þannig að þau verði ekki það ósjálfstæð að þau kaupi sér tímabundnar vinsældir, augnabliks flótta frá ímynduðu ranglæti, eða ímyndaða vellíðan, af þeim aðilum sem er nákvæmlega sama um velferð þeirra eða heilsu.
Þetta verkefni var mikið rætt fyrir hartnær 20 árum og varð að lokum sammælst um að því yrði komið fyrir í menntakerfinu og það fengi nafnið "Lífsleikni".
Ekki voru margar vikur liðnar frá samþykkt þessa farvegar, þangað til framkvæmdaaðilar hans fóru að hártoga verkefnið þannig að þegar það leit dagsins ljós, í framkvæmd, varð það nánast óljós skuggamynd af því sem ætlunin var.
Með þessum orðum er ég ekki að draga úr þeirri brýnu þörf sem er á hjálp handa þeim sem þegar eru orðin fórnarlömb ofneyslu. Allt hugsandi fólk ætti að sjá þessa þörf og ekki þurfa langan tíma til umhugsunar um hver fyrstu skrefin þurfa að vera í þeim málum. Fullkomnari lausn má svo bæta við síðar.
Við þurfum hins vegar að komast út úr þeirri stöða að vera sífellt að bregast við afleiðingum veikleika ungdómsáranna og leggja afgerandi þunga á menntakerfið okkar, um markvissa og framsækna fræðslu um mikilvægi agaðrar hugsunar og þjálfunar í að móta, þroska og nota samfélagslega dómgreind, þjóðfélagi okkar og einstaklignum sjálfum til farsældar.
Bráðaverkefnið sem vinna þarf, snýr því vissulega að Jóhönnu, sem félagsmálaráðherra. En hin varanlega stöðvun þeirrar óheillaþróunar sem verið hefur undanfarin ár, er þegar mótað í lögum og á forræði menntamálaráðherra, með fræðsluþættinum "Lífsleikni". Skólayfirvöld þurfa einungis að hætta undanbrögðum frá nauðsynlegri framkvæmd verkefnisins og þora að horfast beint í augu við það þjóðfélag sem við höfum látið þróast hér upp á undanförnum árum.
Undan því verkefni verður ekki vikist. Einungis spurning um hvort við viljum grafa hausinn í sandi þangað til fórnarlömb vanrækslu okkar verða fleiri.
„Einhverjir brestir í félags- og heilbrigðiskerfinu“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.5.2008 | 10:46
Undarleg ályktun
Ályktun Ólafs Darra um að "hömlur á innfluttum landbúnaðarvörum sé megin ástæðan fyrir háu matvælaverði hér á landi" er afar einkennileg. Flestir sem fylgst hafa með neyslumynstri íslendinga undanfarin ár, vita að landbúnaðarvörur eru einungis um eða innan við 20% heildar matarinnkaupanna. Af þeirri ástæðu einni er alveg útilokað að hömlur á influtningi þeirra vöruteguna, geti verið ein helsta ástæða fyrir háu verði á mötvöru hér á landi.
Meginástæður fyrir háu matarverði hér tel ég aðallega vera tvær.
Annars vegar gífurleg offjárfesting í verslunarhúsnæði; líklega nálægt fimmfalt meira en viðmiðunarlöndin hafa, sé það skoðað út frá fólksfjölda. Magn viðskiptanna fer jú fyrst og fermst eftir fjölda fólksins sem þarf að borða.
Hin ástæðan er alvarleg óstjórn á rekstri þjóðfélagsins, sem orsakað hefur á tæpum 30 árum umtalsvert meiri verðbólgu hér á landi en verið hefur í viðmiðunarlöndunum.
Það er mjög ámælivert þegar menn ganga fram í nafni hagfræði, með jafn óábyrga fullyrðingu og Ólafur Darri gerir í þessari frétt. Niðurstaða hans er fjarri raunveruleikanum og heldur engu vatni.
SUS sammála ASÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.5.2008 | 13:29
Er Magnús einn um að sýna ábyrgð gagnvart lifandi fólki, jafnt innanbæjar sem aðfluttu?
Þetta er einkennilegt viðhorf birtast vegna greinargerðar Magúsar Þórs Hafsteinssonar. Magnús skrifar ekki um neitt annað en að bera þurfi umhyggju fyrir heimafólki, jafnt sem þeim flóttamönnum (innflytjendum) sem hingað koma.
Hann vill sjá fyrir möguleikana á að skapa þessu fólki lífsskilyrði sambærileg við það sem við lifum.
Hann vill að skólakerfi þeirra sé í stakk búið til að veita börnum þessara innflytjenda eðlilega fræðslu.
Hann vill sjá fyrir sér hvernig afkomugrundvöllur þessa fólks verði sem best tryggður, eftir að greiðslur frá ríkinu hætta, vegna þessara hópa.
Ég get ekki gert að því að eftir lestur þessarar greinargerðar Magnúsar, var ég nokkra stund afar hugsi. Einhvern veginn finnst mér eins og Magnús sé eini maðurinn í bæjarstjórninni, sem sýni heilbrigða ábyrgðartilfinningu fyrir því að stjórna bæjarfélagi með lifandi fólki, sem þarfnast aðhlynningar, hvatningar, skilnings og virðingar. Og horfi á það með eðlilegri ábyrgð að flytja hingað hóp einstæðra mæðra, af ólíku þjóðerni og trú, sem óvíst er að muni komast út á vinnumarkað til að afla sér framfæris. Íslenskar einstæðar mæður í láglaunastörfum þurfa yfirleitt á aðstoð að halda við framfærslu fjölskyldunnar. Það þarf varla djúpa hugsun til að sjá fyrir sér að mæður af erlendum uppruna, með engin fjölskyldutengsl og litla þekkingu á þjóðfélagi okkar, mæta umtalsvert meiri erfiðleikum en íslenskar mæður, sem þekkja þjóðfélagið og eiga bæði fjölskyldu og vini.
Þeir sem gagnrýna Magús fyrir þessi viðhorf hans eru fyrst og fremst að upplýsa um fátæklega og lítt grundaða notkun á heilabúi sínu. Sé raunin sú að margir áfellist Magnús fyrir þessi viðhorf hans; er kannski fundin skýringin á því hvers vegna stjórnvöldum og helstu ráðmönnum þjóðarinnar finnst ekki ástæða til að taka mark á blaðrinu í fólkinu í landinu. Þeir sjá greinilega að lítil heilbrigð hugsun er á bak við blaðrið.Frjálslyndir á Akranesi lýsa stuðningi við Magnús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2008 | 15:11
Illa komið andlegu ástandi karlmanna
Þegar lesið er í sögur og sagnir undangenginna kynslóða, verða ekki á vegi manns áberandi mörg dæmi um rofin tilfinningatengsl milli feðra og barna. Nær undantekningalaust báru börn kærleika til foreldra sinna og báru fyrir þeim djúpa virðingu.
Eflaust hefðu feður fyrri tíma viljað hafa meiri tíma til að dvelja með börnum sínum, en lífsbaráttan kallaði á mikið álag þeirra við tekjuöflun, til framfærslu fjölskyldunnar og uppbyggingar þjóðfélagsins.
Foreldrar okkar og forfeður, hugsuðu ekki fyrst og fremst um að draga til SÍN sem mest af peningum, til að geta sjálfir keypt hverja tískuflík sem þeir sáu, eða veitt sjálfum sér sem flest þeirra munaðarvara sem á vegi þeirra urðu. Nei, foreldrar okkar og forfeður áttu sér aðra draumsýn.
Þeirra draumsýn var að efla svo mennta-, félags- og heilbrigðiskerfi að börn þeirra og síðari afkomendur, gætu öðlast hina mikilvægu þekkingu, sem þau sáu ævinlega svífa yfir hugtakinu LÆRDÓMUR. Þeirra draumur var að börn þeirra sköpuðu sér viðurkenningu og virðingu vegna þekkingar sinnar og framlags til eflingar fagurs samfélags.
Samhliða þessu ólu þau önn fyrir foreldrum sínum, sem vegna aldurs eða sjúkleika áttu erfitt með að afla lífsviðurværis. Þau létu sig heldur vanta nýjar buxur eða skó, frekar en foreldar þeirra þyrfti að vanta mat, klæði eða hita.
En hver er staðan nú:
Eftir því sem þessi frétt hermir þurfti að setja lög til þess að nútímakarlmenn á besta aldri, veiti börnum sínum tilfinningalega athygli. Nútímamanninum fannst það samt ekki nóg. Hann gerði kröfu um að fá í sinn hlut, úr sameiginlegum sjóðum okkar, margfalda þá fjárhæð sem honum fannst næganleg fyrir foreldra hans til uppfyllingar lífsviðurværis og afþreyingar. Hann virðist engan áhuga hafa fyrir að betrumbæta það þjóðfélag sem börnin hans þurfa að lifa í á komandi árum. Sýnilegasta markmið hans er að ná til sín, fyrir að tengjast börnum sínum tilfinningalega, c. a. fimmfaldri þeirri fjárhæð sem foreldrum hans er ætlað til lífsviðurværis í ellinni. Fái hann til sín slíkan hlut af velferðarfé samfélagsins, í stað þess að það lendi til aldurshóps foreldra hans; þá er hann tilbúinn að vera heima hjá barninu sínu í fáeina mánuði.
En, þá er það hin hliðin. Hverjar eru þarfir nýfædds barns?
Þegar barn fæðist, er það algjört sköpunarverk frá líkama móðurinnar. Að vísu fer sköpunin af stað með örlitlum kvata frá karlamanni níu mánuðum fyrr, eða svo, en öll sköpunin fer fram í gegnum líkamsstarfsemi móðurinnar. Allir þættir líkamsbyggingarinnar eiga sér sinn viðkvæma tíma í sköpuninni og gagnvart því skiptir öllu máli, andlegt og líkamlegt ástand móðurinnar. Ástand förðursins kemur þar hvergi að, nema það valdi spennu eða taugastríði móðurinnar.
Eftir fæðingu, er taugakerfi nýfædds barns svo samofið taugakerfi móðurinnar að algengt er að barnið fari að gráta ef móðurinni líður illa. Barnið getur verið í umsjá föðurs, sem er að gefa því pela eða skipta á því; móðirin er í næsta herbergi og verður reið eða sorgmædd. Mestar líkur eru á að barnið fari að gráta, þótt það sé í umsjá föðurs. Tengslin eru við móðurina.
Mörg fleiri dæmi mætti nefna en verður sleppt hér, enda einungis verið að vekja athygli á því að fyrstu mánuðina; jafnvel fyrsta árið, er taugakerfi móður og barns afar mikið samofið. Á því tímabili er afar mikilvægt að móðirin missi helst aldrei vitundartengsl við barnið og geti fundið á sér hvernig því líður. Rofni þessi tengsl, getur slitnað strengur sem með tímanum veldur tómarúmi í slálarlífi barnsins; sem skynjar það sem innri tómleika sem það getur ekki skilgreint.
Í engum þessum tilvikum getur faðir komið að gagni. Fyrstu árin getur barnið ekki myndað raunveruleg og varanleg tilfinningatengsl við aðra en móður sína. Það þekkir velvild og kærleika frá öðrum, en raunveruleg binding tilfinninga fer ekki að myndast fyrr en um 4ra ára aldur. Þetta getur fólk t. d. greint á því að tiltölulega fáir geta rakið minningar til fyrstu áranna. Þá var sjálfstæða vitundin ekki vöknuð.
Það hefur margt farið úrskeiðis á s. l. 40 árum, eða svo, varðandi virðingu okkar fyrir ungum sem öldnum. Okkur hefur ekki enn tekist að læra að lifa af þeim tekjum sem þjóðfélagið aflar, og á sama tíma gerir vinnufæri aldurshópurinn kröfur um félagslega fyrirgreiðslu til sín, sem nemur mun hærri fjárhæðum en eru til ráðstöfunar ÖLLUM TIL HANDA.
Hefur þessi hópur rofið ábyrgðartengslin við foreldra og forfeður, samhliða Því að vera alveg sama um hvað mætir börnum þeirra á lífsgöngunni; einungis ef þeir sjálfir geta fengið uppfylltar gerviþarfir sínar?
Ég bara spyr?
Lög um fæðingarorlof auka tilfinningatengsl feðra og barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.5.2008 | 00:12
Ég fagna áfangasigri
Ég fagna ekki fullnaðarsigri í þeim deilumálum sem verið hafa milli hjúkrunarfræðinga og yfirstjóranar LSH. Sá fullnaðarsigur vinnst ekki fyrr en heilbrigðisráðherra lýsir því yfir að yfirstjórn spítalans hafi haldið rangt á málunum og því verði heitið að framvegis verði umþóttunartími nýttur að fullu til alvöru samráðs við starfsstéttir spítalans, um þau deiluatriði sem upp kunni að koma.
Það er fullkomlega óásættanlegt fyrir alla borgara þessa lands, að yfirstjórn LSH skuli margítrekað, ekki gefa færi á rökræðum um aðferðarfræði sína, fyrr en tilneyddir á síðustu klukkustundum endanlegs uppsagnarfrests starfsstéttar. Slíkt er svo heimskulegur hroki að það á ekki að þekkjast í ríki sem kennir sig við lýrðræði. Að mikilvægri heilbrigðisstofnun sé stýrt með þvílíkum þekkingarskorti og mannfyrirlitningu. Ef slík framkoma væri viðhöfð í einræðis- eða ofbeldisríkjum, myndum við umsvifalaust láta í ljós mótmæli.
Á þessari sögulegu stund eigum við möguleika á að skapa til frambúðar, varanlega virðingu til handa opinberra starfsstétta, gagnvart ofurvaldinu sem felst í stjórn ríkisvaldsins hverju sinni. Með skynsamlegri eftirfylgni þess áfanga sem nú hefur náðst, getum við tryggt að í framtíðinni verði lýðræðislegt valfrelsi við samningagerð við opinbera aðila, virt í raunveruleika, og horfið verði frá áralöngum valdhroka með ósannindum ríkisvaldsins, löngu eftir að samningstími var útrunninn.
Nú á fólkið leikinn. Haldið vel á spilunum.
Vaktakerfið dregið til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 165580
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur